Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 2

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 2
2 1. DESEMBER 1994 VllfURFRÉTTIR Fólk og vinna 1 vor má búast við harðari kosningabaráttu en lengi hefur verið. Astæðan er augljós. Við vitum að fjölmargir eiga í mikl- um erfiðleikum. Það hefur ekki gerst í áratugi hér á Islandi að fjöldi fólks eigi ekki fyrir mat, geti ekki kostað börn sín til mennta, hafi ekki ráð á læknis- þjónustu og þannig mætti áfram telja. A sama tíma vitum við að nokkrar tjölskyldur í landi þessu, svokallaður kolkrabbi, rymur af vellíðan og vellystingum. Bilið á milli þessara hópa hefur verið að aukast verulega á síðustu þremur árum. I sem stystu máli má segja að vindar frjálshyggjunnar hafi leikið um þjóðfélagið með þess- um skelfilegu afleiðingum. Ekki er betra ástandið meðal fyrirtækja landsins. Slíkur kyrk- ingur er í broddi þeirra að vöxtur sést enginn. Enda hefur ríkis- stjórnin beinlínis kysst fyrirtæki í gjaldþrot eða fært kolkrabbanunt á silfurfati ýmis stöndug fyrir- tæki í almannaeign. Þetta er ann- ar anginn af frjálshyggjunni. Um þessi tvö megin atriði eiga kosningamar í vor að snúast, vel- ferð fólks og vöxt atvinnulífsins eða forréttindi og auðgildi. Ekki þarf að fara mörgunt orðum um spillingu á stjórnarheimilinu þessa dagana. Um það hafa stjórnarherrarnir sjálfir séð. Eg trúi því ekki að almenningur þessa iands hafi áhuga á að styðja slíka flokka til valda áfram. Hvað er til ráða? Það mál sem mestu skiptir er að fá hjól efna- hagslífsins til að snúast. Islend- ingar hafa verið alltof duglegir við að flytja úr landi hráefni. Við vitum að Danir, sem ráða fyrir litlum auðlindum, eru heims- frægir fyrir vel unna vörur úr hráefni sínu. A því byggist danskt efnahagslíf. Hagfræðingar sumir telja að verðmætasköpun á Islandi fylgi margfeldistuðlinum 1.4 meðan Danir hafa hann 2,4. Þetta þýðir t.d. að 50 milljónir upp úr sjó verða í vinnslunni hjá Hjálmar Ámason okkur að 70 milljónum meðan sambærilegar tölur hjá Dönunt eru úr 50 í 125. Veðmæti sjávar- afla á Reykjanesi fyrir árið 1993 var unt 8 milljarðar króna. Hefðu íslendingar borið gæfu til að auka verðmæti þessa afla svipað og Danir værum við að tala um 14 milljarða í stað 8. Ekki þarf að fara mörgum orðum um það hversu mikils virði það væri fyrir allt mannlíf hjá okkur ef 6 millj- j arðar bættust við núverandi verð- Faxabraut 36A Keflavík 3ja herbergja efri hæð ásamt bílskúrsrétti. íbúðin er mikið endurnýjuð m.a. allar lagnir. Skipti á 2ja herbergja íbúð mögu- leg. Laus strax. 5.500.000.- Sóltún 18, Keflavík Neðri hæð 80 ferm, 3ja herbergja íbúð ásamt 66 ferm. bílskúr. Hagstæð lán áhvílandi. Góðir greiðsluskilmálar. Skipti á ódýrari íbúð kemur til greina. Tilboð. Heiðarból 8, Keflavík 2ja herbergja íbúð á 1. hæð sem er nýtek- in í gegn. Hagstæð lán áhvílandi. Góðir greiðsluskilmálar. 4.200.000,- Heiðarhorn 14, Keflavík 152 ferm. einbýlishús ásamt 42 ferm. bíl- skúr. Vandað hús á eftirsóttum stað. Skipti á 3ja eða 4ra herbergja íbúð kemur til greina. 12.500.000,- Ásgarður 1, Keflavík 136 ferm. einbýlishús ásamt 30 ferm. bíl- skúr. Eftirsóttur staður. Skipti á ódýrari fasteign kemur til greina. Tilboð. Grundarvegur 21, Njarðvík 110 ferm. 4ra herb. íbúð ásamt 50 ferm. bílskúr. Góð eign og eftirsóttur staður. Laus strax. 8.000.000,- Smáratún 16, Keflavík 3ja herbergja íbúð á neðri hæð með sér- inngangi. Mjög góðir greiðsluskilmálar. Útborgun kr. 300.000.- og eftirstöðv- arnar 400.000,- má greiða á tveimur árum vaxtalaust. 3.700.000. « Framnesvegur 12, Keflavík 132 fertn. hús á tveimur hæðum. A efri hæð er 3ja herbergja íbúð með sérinn- gangi og á neðri hæð er 2ja herbergja íbúð með sérinngangi. Góðir greiðsluskil- málar. 7.500.000. Hringbraut 78, Keflavík Neðri hæð, 63 ferm, 2ja herbergja íbúð ásamt 44. ferm. bílskúr. Góðir greiðslu- skilmálar. Hagstæð lán áhvílandi. 4.500.000. Kjarrmói 2, Njarðvík 184 ferm. parhús (bílskúr innifalinn). Glæsilegt hús. Húsið er fullfrágengið að utan með standsettri lóð. Nýtt húsbréfalán áhvílandi, kr. 5.000.000,- Hagstæðir greiðsluskilmálar á eftirstöðvunum kr. 2.500.000. 7.500.000,- Mávabraut 2, Keflavík 2ja herbergja íbúð á fyrstu hæð. Ibúðin er í góðu ástandi. Losnar fljótlega. 3.300.000. Suöurgata 46, Keflavík 139 fenu. einbýlishús á tveimur hæðum ásamt bílskúr. Húsið er allt nýtekið í gegn. Hagstætt verð og greiðsluskilmálar. 7.500.000.- mæti bara á Reykjanesi. Stjórn- valdsaðgerðir eiga að stefna að þessu. Þá þarf að stýra fjárveit- ingum ríkissjóðs þannig að skil- yrði skapist fyrir fyrirtækin, áhættufé verði til staðar vegna nýsköpunar, hugvitsmenn fái peninga til að skapa verðmæti og menntakerfið verður að styrkjast fyrst og fremst á sviði starfs- mennta. Þetta er sú aðferð sem Japanir notuðu til að byggja upp sitt japanska efnahagsundur, þetta er sú aðferð sem flestar rík- ar þjóðir hafa notað. Hitt aðalkosningantálið er svo málefni fjölskyldunnar. Slagorð Framsóknarflokksins til kosning- anna er fólk í fyrirrúmi. Þetta þýðir að manngildið á að ráða yfir auðgildinu. Aðgerðir ríkis- stjómar eiga að taka mið af fólk- inu í landinu öllu en ekki bara sérhagsmunahópum. I þessu felst að vinna þarf verulegt átak í því að skuldbreyta öllum klafa heimilanna. Fjölskyldan er í upp- námi í dag vegna mikilla skulda, atvinnuleysis og erfiðleika við að stunda atvinnu fyrir þá sem hana hafa. I næstu kosningum þarf að velja milli áframhaldandi ástands eða hins að velja flokka sem vilja skapa fjölskyldunni þau skilyrði að fólkið geti lifað mannsæmandi lífi. Þá á atvinnuleysi að vera óþekkt, þá á fólk að geta stundað atvinnu sína áhyggjulaust án þess að vera á stöðugum þeytingi eða vera með áhyggjur yfir barna- gæslu eða heimilisrekstri. Dag- vinnulaun almennings eiga að uppfylla grundvallarþarfir í lífi venjulegs fólks. Börnin eiga að hafa örugga dagvistun allan dag- inn þannig að fjölskyldan geti notið samvista að loknum vinnu- degi og Iifað hamingjusömu lífi. Sá flokkur sem ekki setur sið- ferði ofarlega á stefnuskrá sína á ekki að hafa neina möguleika í stjómmálum. Brjóta þarf upp hið spillta kerfi stjórnmálanna og §era það gagnsætt og heiðarlegt. I því skyni mætti vel hugsa sér að koma á siðgæðisdómstól stjórnmála. En þetta siðferði þarf líka að ná út til atvinnulífsins þannig að sá ljóti leikur verði aflagður að menn geti losað sig við skuldir með einföldum nafna- breytingum á fyrirtækjum. Sið- ferði er eitt af stærri bölum í samfélagi okkar. Þau atriði, sem hér hafa verið nefnd, eru grundvallaratriði í kosningabaráttunni framundan. Náist þau fram mun mannlíf allt verða bærilegra hér suðurfrá sem annarstaðar. Það mun verða gert. TIL SÖLU Eldra einbýlishús að Hafnargötu 72 í Keflavík. Húseignin er 106 ferm. að stærð. 4 herbergi og eld- hús. Góðir greiðsluskilmálar. Nánari upplýsingar um söluverð og greiðsluskilmála gefnar á skrifstofunni. Tilboð. HAFNARGOTU 27 - KEFLAVlKC> SÍMAR 11420 og l t28H B AR • RESTAURANT-CAf FÉ Hafnargðtu 19« • Slml 14601 U rc5Íiq BAR • R£STAURA VT- CAFFÉ Hafnargótu 19a • Slml 14601 14 rétti - |iitt or valitl! RjómalögníS súpa :í tegundir af síld Sj áva rrét tatoppur Reyktur lax Fluia kesteg I I a ttfiji kjut I á frarlcœfa Vi 11 i I »ráfta »*| »i» té Reykl Hvínakjöt Ríh í» li» Mi»ml<‘ Meðlætí RauðvínsHÓHa Brún sósi» Vppstúf Aviíxtasalal 1 talsk t si»lit t Kartöflusa li»t Brúni»ði»r kartöílit»- Soðnitr kartöflur Rauðkál Grienar l>aunir R ii^ltrauð Fla tl>i-i» *»<S Laufabrauð S mjiir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.