Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 3
Wkupfrbttir 1. DESEMBER 1994 3 ♦ Hópurinn saman kominn í Leifsstöð á þriðjudagsmorguninn á leið til fyrrverandi lýðvelda Júgóslavíu. Hef ekki haft tíma til ab hugsa um hræðslu - segir Birgir Guðbergsson, þrítugur Keflvtkingur sem fór ásamt þrettán öðrum Islendingum til starfa sem friðargæsluliði hjá SÞ í fyrrum Júgóslavni Þrítugur Keflvíkingur, Birgir Guðbergsson fór sl. þriðju- dagsmorgun ásamt 13 öðrum Islendingum til lýðvelda fyrrverandi Júgóslavíu að vinna sem friðargæsluliði fyrir Sameinuðu þjóðimar. ♦ Birgir Guðbergsson pakkaði niður á mánudaginn. Hann gaf sér þó tíma til að líta upp til ljósmyndara. A myndinni er hann ásamt börnum sínum, Jónu Kristínu og Hjálmtý. Þungavopn í fyrsta farmi „Eg á að keyra flutningabíl milli Króatíu og Bosníu. Þetta eru bílalestir sem flytja allt fyrir Sameinuðu þjóðirnar inn í landið. Fyrsti farmur minn verður þungavopn og eldsneyti. Vinnuvikan er 40 stundir og ég á frí um helgar. Mér er útvegað herbergi á hóteli í Zagreb og fæ svo til frítt uppihald. Ég verð þama í eitt ár en fæ sex vikna sumarfrí og þá er okkur ráðlagt að fara úr landinu. Vantaði fjölhæfa bílstjóra -Hvemig datt þér þetta í hug? „Það var auglýst eftir fólki í ágúst og ég sótti um. Ég fékk ekki vinnu þá en þeir voru með nafn mitt á lista og hringdu í mig fyrir hálfum mánuði, sagði Birgir." Það er írskt fyrirtæki sem auglýsti eftir fólki á íslandi. Sérstaklega var leitað eftir vönum og reynslumiklum bíl- stjórum með meirapróf sem geta ekið við erfið skilyrði, sérstaklega í snjó og ís. Hlakkar til -Nú geysar þarna blóðugt stríð. Ertu ekki hræddur? „Nei, ég fékk svo stuttan undirbúning að ég hef haft nóg fyrir stafni. Ég hef hreinlega ekki haft tíma til að hugsa um hræðslu en ég hlakka bara til og er spenntur". Birgir sagði að störf þeirra sem færu á þetta ófriðarsvæði væru vel launuð. Islendingarnir verða þó ekki alveg inn f eldlínu stríðsins. „Við eigum ekki að vera í neinni hættu. Svo er okkur sagt“, sagði Birgir. íslendingamir fjórtán fóru frá Leifsstöð snemma á þriðu- dagsmorgun. Þeir flugu fyrst til Oslo og þaðan beint niður til Zagreb. Hluti hópsins gistir þar en hinn í borginni Split. I þeirn báðum hefur ekkert stríð geysað. Eins og fyrr greinir eru störf Islendinganna vel launuð og þeir sem halda út heilt ár frá „bónus“ við starfslok. Stórsýning Tölvuvæðingar Tölvuvæðing og Tæknival verða nreð stórglæsilega sýn- ingu á tölvum og tölvubúnaði þann 2.og 3.des í verslun Tölvuvæðingar að Hafnargötu 35, Keflavík. Kynntar verða Hyundai tölvur Hewlett Packard prentarar, Multi- media búnaður Soundblaster hljóðkort og geisladrif, Oki Laser prentarar og Oki Laser- fax. Tölvuskóli Suðurnesja verður á sama tíma nteð opið hús og kynningu á starfsemi skólans, þá kynna Miðheimar Mosaic (grafíska skell á Inter- net gagnaflutninganetið). Hugbrot frá Keflavík kynnir hið bráðskemmtilega fjöl- skylduforrit Gagn og Gaman sem ma. inniheldur ættfræði, félagatal, tungumál og leiki og Ráðhugbúnaður mun kynna Ráð Fjárhags-, Laun-, Viðskiptamanna-tollskýrsiu- forritið Tollráð og Markaðs og leitarforritið Kompass-95. AFSLATTUR AFSLATTUR AFSLATTUR ccfá&OLé^tccc&cccPC a&tccecc

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.