Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 4

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 4
4 - ->vTV\- - - ►ROSKAH|ÁLP A SUÐURNISIUM JÓLABASAR verður í Ragnarsseli Suðurvöllum 7, Keflavík laugardaginn 3. desember kl. 13:00. Mikið úrval handunna jólavara sem hafa verið út- búnar í Ragnarsseli sem er dagvistarheimili fyrir fötluð börn. Allur ágóði rennur í söfnunarsjóð fyrir þjálfun í vatni fyrir fötluð börn. Fasteignaþjónusta Suðurnesja Hf. Skipasala Vatnsnesvegi 14 - Keflavík - Sími 13722 - Fax 13900 Suðurgata 22, Keflavík Þriggja herbergja et'ri hæð ásaml 35 ferm. bílskúr. Sérinngangur. Mjög hagstætt áhvílandi. Skipti möguleg. 5.500.000.- Heiðarhvammur 9, Keflavík Þriggja herbergja vönduð íbúð í fjölbýli. 5.200.000,- Akurhraut 1, Njarðvík Rúmgott parhús ásamt bílskúr. 3 svefnherbergi, tvöföld stofa og sólstofa. Mjög hagstæð lán áhvílandi. 10.000.000,- Smáratún 14, Keflavík 200 ferm. einbýlishús ásamt 42 ferm. bílskúr. 6-7 svefnherbergi, tvöföld stofa. Góður staður. Skipti möguleg á minni eign. 10.900.000.- Heiðarholt 14, Keflavík Tveggja herbergja vönduð íbúð í fjölbýli. Hagstætt áhvílandi. Skipti möguleg. 4.900.000,- Mávabraut 4, Kellavík Tveggja herbergja íbúð á fyrstu hæð í fjölbýli. 3.700.000,- Efstaleiti 57-65, Kcflavík 130 ferm. fokheld raðhús ásamt bílskúr. Húsbréf áhvílandi. Til- búið til afhendingar. 6.300.000.- Hrekkustígur 14, Njarðvík 143 ferm. mikið endurnýjað ein- býlishús. Möguleiki að leigja út kjallarann. Góður staður. 8.000.000,- Sóltún 18, Kcflavík 3ja-4ra herbergja neðri hæð í tvíbýli ásamt 66 ferm. bílskúr. Hagstætt áhvílandi. 6.000.000,- Fífumói 22-24, Njarðvík 105 ferm. parhús í smíðum ásamt 35 ferm bflskúr. Húsin skilast fokheld. Teikningar á skrifstofunni. 7.200.000.- 1. DESEMBER 1994 VÍKURFRÉTTm Hart barist í Karaokekeppni Stapans: Sameinaða sveit- arfélagið sigraði -læknirinn Stefán Eggertsson kjörinn besti söngvarinn ♦ Birta Rós söng lagið - Nothing compares to you - semfærði henni sigurinn. Birta Rós Arnórsdóttir sigr- aði f Söngvagleði Suðurnesja á Ránni. Urslitakvöld í þessari vinsælu karaokekeppni fór fram á skemmtistaðnum sl. föstudagskvöld. „Þetta var mjög skemmtilegt og ánægjulegt að sigra“, sagði Birta Rós sem hefur sungið með hljómsveitinni Grænum vinum af og til á Ránni. Hún var því eiginlega á heimavelli enda söng hún lagið - Nothing compares to you - eftir Sinead O’Connor nánast óaðfinnanlega á úrslita- kvöldinu. Birta Rós keppti fyrir Aðalstöðina í Keflavík. í 2. sæti varð Sveinn Sveinsson frá Keflavíkurverktökum. Hann söng lagið - Smoke gets in your eyes. I 3. sæti varð svo Jórunn D. Olsen frá Miðnesi hf. í Sandgerði. Hún sögn - I will survive. Birta Rós fékk glæsileg verðlaun, m.a. verðlaunagrip hannaðan af Karli Olsen jr., utanlandsferð frá Samvinnu- ferðum-Landsýn og starfsmenn Aðalstöðvarinnar sem fylgdu henni fengu kvöldverð á Ránni með fordrykk. Sveinn fékk Ak- ureyrarferð með gistingu og bílaleigubíl og Jórunn fékk kvöldverð á Ránni fyrir fjóra. Meðal skemmti- latriða var frumleg íundirfatasýning frá Gallerý Förðun. Úrslit Söngvagleði Suðurnesja á Ránni: Birta Rós best Það er óhætt að segja að það hafi verið hart barist í úrslitum karaokekeppni Stapans en þeim lauk sl. föstudagskvöld. Fulltrúar sameinaða sveitafélagsins og Sjúkrahúss Suðumesja áttust við og eftir jöfnustu keppni frá upphaft var Sameinaða sveitarfélagið úrskurðaður sigurvegari því liðin tvö fengu nákvæm- lega sama stigafjölda bæði í fyrri og seinni umferð. Dómnefnd varð því að úr- skurða annað liðið sigurvegara. Sjúkrahúsið sigraði í keppninni fyrr á árinu eft- ir úrslitakeppni við Njarðvíkurbæ. Fimm bestu söngvarar kvöldsins fengu viðurkenningar. Það kom fáum á óvart að Stefán Eggertsson skyldi hljóta titilinn „söngvari kvöldsins". og það í sjö- unda sinn. Söngvarinn í 2. sæti kom einnig frá Sjúkrahúsinu, Bryndís Haralds- dóttir. í næstu þremur sætum voru söngvarar frá sigurliðinu sem vann senni- lega vegna þess að það þótti jafnara. í 3. sæti varð Steinunn Karlsdóttir, fjórði varð Steinar Guðmundsson og fimmti Kjartan Már Kjartansson sem lét sig ekki muna um að syngja lagið Skóla- ball, eftir bróður sinn. Magnús, og það auðvitað án þess að hafa texta fyrir framan sig á skjánum. Sigurliðið fagnaði vel og innilega í leikslok en ljóst er að það eru margir frambærilegir söngkandidatar hér á i Suðumesjum. ♦ Sigurlið Sameinaðs sveitarfélags ♦ Steinar Guðmundsson í léttri Sinatra sveiflu ♦ Stefdn er lang bcsti karaokc-söngvari d Suðumesjum. Um það deila sennilega fáir. I öll skipti sem hann hefur tekið þátt hefur liann sigrað. Hann tók lögin - Crasy little thing called love - og - You are the sunshine of my life. Keflavtkur, Njarðvíkur og Hafna á gleðistund með verðlaunagripinn. F.v. Steinar Guðmundsson, Steinunn Karls dóttir, Stefán Bjarkason, Helga lngi- mundardóttir og Kjartan Már Kjart- ansson. mynd: pket.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.