Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 17

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 17
VfmiHFRÉTTIR 1. DESEMBER 1994 17 Ekki ætlunin að ásaka neinn Hver er ástæian ? I Víkurfréttum liðinnar viku mátti lesa fréttir, viðtöl og leið- araskrif um lélega aðsókn að sýningum Leikfélags Keflavík- ur á „Syndaselnum Snorra". Vonbrigði forsvarsmanna Leik- félagsins eru skiljanleg og ljóst að félagið kemur til með að tapa miklu fé vegna þessa. Af skrifunum mátti skilja að fólk hefði brugðist skyldu sinni og að íbúar svæðisins kysu helst | að horfa á sjónvarpið, undir- fatasýningar eða fylgjast með söngvakeppnum. Stóra spurningin Mér þykir leitt að heyra um slæmt gengi söngleiksins. Sjálfur skemmti ég mér vel þegar ég fór að sjá þetta verk en fann á fólki í kringum mig að ekki höfðu allir jafn gaman af. Það er nú einu sinni svo að smekkur manna er misjafn. Það sem einum kann að líka getur öðrum mislíkað. I viðskiptafræðunum eru ánægðir viðskiptavinir taldir besta auglýsingin . Einn ánægður viðskiptavinur segir öðrum o.s.frv. En það er líka talið að óánægðu viðskiptavin- irnir láti hærra. Þeir segja fleir- um frá óánægju sinni og von- brigðum. Stóra spurningin er því þessi: „Getur verið að ástæðan fyrir lélegri aðsókn að sýningunum sé sú að verkið hafi, fyrir of marga gesti, verið torskilið, langdregið eða fólki ekki iíkað það af öðrum sök- um?“ Það er eflaust erfitt fyrir þá, sem fullir af eldmóði og sannfæringu hafa lagt nótt við dag í marga mánuði við æfing- ar og undirbúning, að spyrja sjálfa sig slíkra spuminga. Það er hins vegar óhjákvæmilegt að sú umræða fari fram innan { Leikfélagsins áður en skuldinni er skellt á íbúana. Að veðja á réttan hest Almenningur hefur úr mikilli afþreyingu að velja. Þess vegna er mikilvægt fyrir þá, sem keppa um athygli almennings t.d. með tónleikahaldi og leik- sýningum, að veðja á réttan hest þegar verkefni eru valin. Á undanförnum mánuðum hafa margir skemmtilegir listvið- burðir farið fram í sveitarfélag- inu s.s.myndlistasýningar, tón- leikar o.fl. og þykjast menn merkja aukna aðsókn að menn- ingarviðburðum. En það er nú einu sinni svo að fólk verður að fá að velja hvað það gerir í frí- tíma sínum og aldrei megum við ætlast til þess að fólk komi á slíka viðburði fyrir aðra en sjálft sig. Látið ekki deigan síga Leikfélag Keflavíkur hefur fyrir löngu sannað tilverurétt sinn og yfirleitt fengið góða að- sókn að sýningum sínum. Það er svo sannarlega þörf fyrir starfsemi sem þessa. Bæði á það við um okkur sem höfum þörf fyrir að fara stöku sinnum í leikhús og einnig fyrir þá sem vilja fá útrás í Ieiklistinni. Að reka áhugamannaleikfélag er kostnaðasamt og krefst mikillar sjálfboðavinnu og fórna. Að- standendur Leikfélagsins eiga hrós skilið fyrir öflugt starf undanfarinna ára. Þeir mega ekki láta deigan síga þótt á móti blási heldur þvert á móti að þjappa sér enn frekar saman og halda starfinu áfram. Með tilliti til þess að áhorfendur eru forsenda þess að hægt sé að standa undir rekstri Leikfélags- ins ættu forsvarsmenn þess að hafa þarfir markaðarins enn frekar í huga með því sýna að- gengileg verk sem höfða til al- mennings. Inn á milli má síðan taka „áhættur“ en þá verða menn líka að vera við öllu bún- ir. Kjartan Már Kjartansson. Vegna umfjöllunar um Leikfé- lag Keflavíkur í síðasta tölublaði Víkurfrétta vill stjórn L.K. taka fram eftirfarandi: Uppsetningin á„Syndaselnum Snorra" var ekki dýrari en marg- ar aðrar sýningar sem, félagið hefur sett upp til þessa. Einnig hefur það áður gerst hjá félaginu að sýningar hafa ekki skilað þeim áhorfendafjölda sem væntingar stóðu til og félagið hefur lifað það af og mun einnig gera það nú. Stjómin vill taka það fram að ekki var ætlunin að ásaka einn eða neinn um hvernig fór og verður hver einstaklingur að hafa sitt val til leikhúsverka sem og annarrar afþreyingar. Engu að síður er góð aðsókn það sem heldur félagi eins og L.K. gangandi þegar til lengri tíma er litið. Við viljum þakka öllum þeim sem komu á sýninguna „Synda- selinn Snorra" og vonumst til að sjá sem flesta bæjarbúa á sýning- um félagsins í framtíðinni. Einnig viljum við þakka fjölmiðl- um á svæðinu fyrir góða umfjöll- un, en það er mikill og áhrifarík- ur þáttur varðandi boðleiðir milli félagsins og áhorfenda. Stjórn Leikfélags Keflavíkur. líltioú o lierlðslifBiitinguni föshidag. lougardag og sunnudag HÐEINS HR. 850,- 15% AF5LATTUR af jóla- styttum! BLOMABUÐIN >> >*■ HAFNARGÖTU 6 - SÍMI 14722 KRAFTAVERKID gegnum tárin Unglingasaga sem gerist í Keflavík og nágrenni! mm Hugljúf barnasaga um Maríu og Þór, sem bæði eru 6 ára. Þau eru vinir. En rétt fyrir jólin verður slys. María slasast þegar hún verður fyrir bú. Þá er það Þór sem reynir að fá Guð í lið með sér til að bjarga Maríu. Höfundur bókanna er HELGI JÓNSSON sem hefur skrifað nokkrar unglingabækur, þ.á.m. Nótt í borginni og Englakroppa. Spennandi unglingasaga um Sóleyju sem finnst hún Ijót þar til henni er boðið að taka þátt í fegurðarsamkeppni. Pabbi hennar er aldrei heima og stjúpan er henni vond. En allt breytist þegar hún tekur þátt í fegurðarsamkeppninni. Skyndilega er hún orðin vinsæl og eftirsótt. Hún eignast nýja vini, ekki síst Píu sem líka tekur þátt í keppninni, og kynnist Hólma, miklum töffara á jeppa. En það er ekki fyrr en Sóley kynnist Sævari að hún verður ástfangin og lífið breytist til hins betra. Helgl Jónsson

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.