Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 22

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 22
22 1. DESEMBER 1994 VllCIIPPRÉTTIR SFS með 35 mef Sundfélagið Suðumes varð í 4. sæli í Bikarkeppninni í sundi sem fram fór í Sundhöll Reykjavíkur um síðustu helgi. Liðið var aðeins tólf stigum á eftir Sundfélagi Hafnarfjarðar sem varð í þriðja sæti og 58 stigum frá 2. sæti. Bestutn árangri Suðurnesjaliðsins náði Magnús Konráðsson í 200 m fjór- sundi með tímann 2:08,35 og komst í A-hóp Sundsambandsins fyrir tvær keppnir, annars vegar til þátttöku í opnu móti í Danmörku í janúar og hins vegar í Hcimsmeistaramótinu í Finnlandi. Systir hans, Eydís hafði þegar náð þeim lámörkum sem þurftu. Sigrar sundfólks Suðumesja á mót- inu um síðustu helgi voru þessir: Magnús Konráðsson í 200 m fjór og 100 m bringusundi. Eydís Konráðsdóttir í 100 og 200 m baksundi. Berglind Daðadóttir í 100 m bringu- sundi. Svavar Kjartansson í 200 m skrið- sundi. A-stúlknasveit í 4x100 m fjórsundi. A-karlasveit í 4x100 m skriðsundi. Góður sigur Reynis á léff/ Reynismenn unnu öruggan sigur á Létti sl. mánudag með 108 stig- um gegn 84. Staðan í hálfleik var 50-37. Leikurinn var jafn í byrjun og skiptust liðin á að hafa forystu. Þegar staðan var 29-28 fóru heima- menn í gang og náðu þrettán stiga forskoti fyrir leikhlé. I síðari hálfleik var aldrei spum- ing hvort liðið væri sterkara og Reynismenn hreinlega „völtuðu" yfir „létta" Léttismenn. Besti mað- Reynismenn stóðu Úrvalsdeildarlið Hauka lenti í basli ineð 2. deildarlið Reynis í bikarnum sl. föstudag. Reynis menn leiddu fyrstu mínúturnar og komust í 8-12 en eftir það skiptust liðin á að hafa forystu í fyrri hálfleik. Staðan í hálfleik var 33-28 fyrir Hauka. I seinni hálfleik misstu Reynismenn Hauka framúr en komu samt aftur með baráttu og ur Reynis var Sigurþór Þórarinsson en skoraði 27 stig og hitti mjög vel. William Key skoraði 28 stig og tók 11 fráköst og Sveinn var einnig sterkur í vörn og sókn, skoraði 19 stig og tók 16 fráköst. Næstir í stigaskori voru Anthony Stissy og Jón Guðbrandsson, báðir með 10 stig. Reynismenn leika við Gróttu 4. des. í Sandgerði kl. 17 og í Garði 6. des. leika Víðismenn og Reynir kl. 20. í hárinu á Haukum náðu að jafna 65-65 þegar um 7 mín. voru eftir. Síðustu mínútumar voru æsispennandi en Haukar reyndust sterkari og skoruðu síðus- tu fjögur stigin og unnu með sjö stiga mun 84-77. Reynismenn börðust eins og ljón allan leikinn með William Key sem besta mann og Gest Gylfason sem hirti 12 fráköst. r- Svæðisskrifstofa Reykjaness FOTLUN OG SAMFELAG 3 Efni: FÖTLUN OG SKÓLI. Efnistök: Fyrirlestur og umræður um orsakir fötlunar, mis- munandi tegundir fatlana og áhrif þeirra á skóla- göngu barna. Fjallað verður um innkomu fatlaðra barna í skólann. Rætt verður m.a. um mikilvægi sérstuðnings, samvinnu við foreldra og sérfræð- inga, símenntunar fyrir þá aðila sem veita sér- stuðning. Þá verður talað um blöndun og sérúr- ræði og þátt Svæðisskrifstofu í þjónustu við fötluð börn í grunnskóla. Tími: Dags: 05.12.1994. Tími: 20:00-22:00. Staður: Hæfingarstöðin Hafnargötu 90, Keflavík. Þátttakendur: Foreldrar fatlaðra barna og starfsfólk grunnskóla. Fyrirlesarar: Hanna Björnsdóttir, deildarsérfræðingur. Jóhann Thoroddsen, sálfræðingur. Sigríður Daníelsdóttir, forstöðumaður. Áskell siglinga- maður ársins Áskell Agnarsson úr Keflavík var kjörinn siglinganraður ársins af Siglingasambandinu. Innan siglingageirans fékk hann einnig titilinn besti kjöl- bátamaður ársins. Hann hefur stýrt Evu II ásamt fleiri Ketívíkingum. Áskell mun ásamt fleiri siglingantönnum vera þessa dagana að undirbúa stofnun siglingafélags í Keflavík. Gestrísnir Dalvíkingar Það var vel tekið á móti Islandsmeisturum Njarðvíkur en liðið kom til Dalvíkur á föstudaginn og lék gegn heimamönnum í 16-liða úrslitum bikarsins í körfuknattleik. Að sögn eins stjórnarmanns Njarðvíkurliðsins voru inóttökurnar frábærar og létu heimamenn, sem leika í 2.deild, sig engu skipta þó að Njarðvík hreinlega valtaði yfir þá en lokatölur urðu 55-160. Þegar leikmenn hlupu inn á völlinn tóku heimamenn, sem troðfylltu húsið, vel við sér og buðu gestina velkomna með húrra lirópum og lófa- klappi sem ætlaði aldrei að linna. Rondey Robinson hafði í nógu að snúast eftir leikinn en þá þusti að honum krakkahópur sem vildi fá eiginhandaráritun frá kappanum. Njarðvíkingum var boðið á herrakvöld hjá Dalvíkingum eftir leikinn og nutu þeir þar frábærrar gestrisni en á boðstólum var bæði matur og drykkur og frábær undirfatasýning kórónaði síðan allt í lokin. Dalvíkingar eiga heiður skilið fyrir gestrisnina en kannski mættu önnur lið taka þetta til fyrirmyndar hvað gestrisni varðar. Umsjón: Freyr Sverrisson W barna og unglinga Körfubolti Glæsilegt hjá fim- leikafélaginu Það var mikið um að vera hjá okkar unga íþróttafólki um síðustu helgi. Þar ber hæst glæsilegur árangur Fimleikafclagsins á KR vinamótinu sem haldið var í Ármannsheimilinu í Reykjavík. I Keflavík fór fram Sam- vinnuferða-Landsýnarmótið í knattspyrnu, og Sundfélag Suður- nesja tók þátt í bikarkeppni Sund- sambands Islands. Úrslit úr þessum mótum birtast hér í dag ásamt úrslitum úr fjölliðamótum í körfu. Sund Sundfélag Suðumesja lenti í 4. sæti í bikarkeppni 1. deildar í sundi. Aðeins vantaði hársbreidd að það næði 3. sæti. Margir góðir sigrar unnust á þessu móti, og er framtíðin björt hjá okkar unga sundfólki. Knattspyrna Keflavík sigraði í Samvinnuferða- Landsýnarmótinu í 7. flokki sem haldið var í íþróttahúsinu í Keflavík um síðustu helgi. En samanlagður árangur A og B liða réði úrslitum. Njarðvík varð í öðru sæti, Reynir í þriðja og Víðir í fjórða. Sigurvegararnir fengu bikar, og allir keppendur verðlaunapening. Það voru því ánægðir en þreyttir keppendur sem héldu heim eftir velheppnað mót. Fimleikar Fimleikafélag Keflavíkur tók þátt í vinamóti KR laugardaginn 26. nóv. Á því móti er keppt í áhaldafimleikum eftir íslenska fimleikastiganum. Það er að segja stökki, tvíslá, jafnvægisslá, og gólfæfingum. Árangur stúlknanna var frábær. Þær fengu 30 verðlaun af 50. Halldóra Þorvaldsdóttir fékk silfur á jafnvægisslá og tvíslá, og brons í stökki það nægði henni til sigurs í saman- - lögðu í 3. þrepi. Ásta S. Tryggvadóttir lenti í öðru sæti í samanlögðu en hún sigraði á tvíslá. Ragnheiður Pétursdóttir sigraði í stökki og gólfæfingum. Hjör- dís B. Hjartardóttir fékk brons á tvíslá og einnig í gólfæfingum. Ragnhildur Ó. Ámadóttir fékk silfur í stökki. I fjórða þrepi A sigraði Tinna Ósp Káradóttir 7. Flokkur. B lið Keflavík b - U.B.K.40-15 Keflavík b - Grótta ) 34-25 Keflavík b - Fjölnir 30-33 Stigahæstir hjá Keflavík. Stefán Páll Sigurþórsson32 stig Guðmundur Skúli Margeirsson 25 stig Þessi mynd cr tekinn á innanfélags- móti Ujá Fimleikafélaginu Keflavik, en um síðustu helgi var Italdin keppni fyrir byrjendur. Keppt var á fjórum áhöldum ogfengu allirviður- kenningu fyrir þátttökuna. glæsilega í samanlögðu. Hún fékk gull í stökki, tvíslá og gólfæfmgum og silfur á jafnvægisslá. Erna Geirmundsdóttir fékk brons í stökki og gólfæfingum. Helga Auðunsdóttir fékk gull á jafn- vægisslá. Jóhanna Pálsdóttir fékk silfur á tvíslá, og Lilja Ösp Daníelsdóttir brons á jafnvægisslá. I fjórða þrepi B „sigraði Alda Kristjánsdóttir í saman- lögðu hún fékk brons í stökki og tvíslá og silfur í gólfæfingum. Heiðrún R. Þórðardóttir sigraði í stökki og tvíslá, en Rut Skúladóttir sigraði í gólfæfing- um. Drengjaflokkur B. Riðill Grindavík - U.B.K. 59-57 Grindavík - Valur 65-63 Grindavík - Snæfell72-60 Stigahæstur hjá Grindavík Páll Vilbergsson 64 stig Stöngin inn Jói litli sat á besta stað í stúkunni. Maðurinn við hliðina á honum spurði hvernig hann hefði náð í miða á svona góð- um stað. „Það er allt honum pabba að þakka, og hvar er pabbi þinn? „Heima” af hverju. Hann er að leita að miðanum". Vissir þú.............. . ..a5 95 strákar og 3 stelp- ur kepptu á 7. flokksmótinu um síoustu helgi. ...aö fimleikastúlkur fara tvisvar sinnum i mánuði inn í Reykjavík til æfinga. ...a& þær stúlkur sem lengst eru komnar í áhaldafimleik- um æfa 16-20 klst. á viku ,...að þeir sem dæmdu á 7. flokks mótinu í fótbolta voru knattspyrnumenn úr 3. flokki Keflavíkur. Guðmundur Ingi Skúluson Keflavík Fótbolti Brasilía Pulsur Spurt á 7. flokks mótinu: ♦ Hvað er skemmtilegasta íþróttin? ♦ Hvað erbesta lið í heimi? ♦ Uppáhaldsmaturinn? ♦ Hvað er skemmtilegast ískóianum? Kristinn Björnsson Njarðvík Fótbolti A.C. Milan Pulsur Jóhann Ingi Sævarsson Reynir Fótbolti Brasilía Kjúklingur Sigurður Elíasson Víðir Fótbolti Víðir Slátur Leikfimi Læra Frímínútur Allt

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.