Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 23

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 23
VllfUPFRÉTTIR 1. DESEMBER 1994 23 Guðmundur Bragason leikmaður nóvember mánaðar: Ætlum tib ná titli í hús í vetur Guðmundur Bragason leikmaður Grindvíkinga er leikmaður nóvember- mánaðar hjá Víkurfréttum. Guðmundur hefur leikið mjög vel með liði sínu og er einn af aðal- máltarstólpum þess. Guðmundur, sem hóf að æfa kör- fuknattleik 12 ára gamall í Grindavík, segist ekki hafa verið neitt sérstak- lega efnilegur fyrstu árin og hafa verið sjötti og sjöundi maður í liði. Hann óx þó sem leikmaður og 16 ára gamall var valin í unglipgalands- liðið og lék þar tíu leiki. A þessum tíma lék hann einnig sinn fyrsta leik í meistaraflokki en það var gegn Sandgerðingum og hefur hann verið fastamaður í Grindavíkurliðinu frá þeim tíma. Guðniundur var valin í íslenska landsliðið 19 ára og hans fyrsti leikur var gegn Svíþjóð á sænskri grund en þar beið íslenska liðið ósigur með eins stigs mun. Hann á að baki 91-A landsleik og hefur verið mikilvægur hlekkur í landsliðinu. Hann tók við þjálfun Grindarvíkurliðsins tímabilið 93-94 og undir hans stjórn komst liðið í úrslitakeppnina og lék til úrsl- ita gegn Njarðvíkingum þar sem þeir biðu nauman ósigur. En hvað segir Guðmundur um stöðuna í DHL-deildinni það sem af er vetri? „Þetta hefur verið mjög skemmti- legt og breiddin og hópurinn mjög góður. Það er mikil bjartsýni í liðinu og okkur hefur gengið vel fram að þessu en það er engin leikur gefinn. Við ætlum okkur að ná titli í hús í vetur og til þess má litið útaf bregða. Við eigum eftir að spila erfiða leiki í okkar riðli fram að jólum og við verðum halda einbeitingunni. Það ríkir engu að síður bjartsýni hjá okkur og það er tilhlökkun í leikmönnum um framhaldið." Stórleikur í Grindavík laugardag Suðurnesjalidin úfram íbikarnum Öll suðurnesjaliðin í DHL deildinni í körfuknattleik eru komin úfram í 8-liða úrslit KKÍ. Keflvíkingar slógu Snæfell út í Stykkishólmi á fimmtudaginn 84-96. í leikhléi var staðan 48-45. Lenear Burns var stigahæstur hjá Keflavík með 31 stig, Sigurður Ingimundarson 15 og Jón Kr. Gíslason 13“ Njarðvíkingar þurftu ekki að hafa mikið fyrir sigri sínum gegn Dalvíkingum á Dalvík á föst- udagskvöldið en liðið leikur í 2. deild. Lokatölur urðu 55-160 og þurfa Dalvíkingar ekkert að skammast sín fyrir leikinn en að sögn Njarðvíkinga stóðu þeir sig með prýði. Dalvíkingar tóku einstaklega vel á móti Islandsmeisturunum og klöppuðu leikmönnum og liðstjóra Njarðvíkur- liðsins lof í lófa bæði fyrir og eftir leik. Dregið var í 8-liða úrslitin á lau- gardaginn og fara leikirnir fram fimmtudaginn 8. descmber. Eftirtali lið drógust saman: Karlaflokkur: Njarðvík-ÍA Tindastóll-Keflavík Grindavík-Þór Valur-Haukar Kvennaflokkur: Njarðvík-Keflavík Grindavík-Breiðablik ÍR-Valur KR-Snæfell/Fjölnir. „Okkur vantar að klóra leikina" „Þetta var ágætisleikur í heildina. Við náum upp góðri baráttu á köflum en svo dettur þetta niður úr öllu valdi og við erum stemmningarlausir í margar mínútur. Það sem okkur virðist vanta núna á þessu tímabili er það að vilja klára leikinna almennilega strax", sagði Sigurður Ingimundarson fyrirliði Keflvíkinga eftir sigur á Tindastól 105-97 í Keflavík á sunnudags- kvöldið. Það var hart barist og það var aðeins fyrstu andartökin í leiknum sem heimamenn virtust ætla stóla gestunum upp. En þeir voru ekki á þeim buxunum og eftir að hafa verið tíu stigum undir náðu þeir að rífa sig upp og höfðu náð þrijigja stiga forystu í leikhléi 49-52. I seinni leikhluta komu heimamenn sterkir til leiks og náðu níu stiga forys- tu 63-54 en gestirnir náðu að minnka muninn en á ný og héldu leiknum í spennu þar til lokin en þá sigur heima- menn framúr og náðu að knýja fram sigur. Lenear Bums átti stórlcik og skor- aði 38 stig. Sigurður Ingimundarson átti einnig góðan leik og gerði 17 stig og Kristján Guðlaugsson 16. GRÉTAR MILLER SKRIFAR UM KÖRFUBOLTA N.k.laugardaginn mætast Grind- víkingar og Keflvíkingar í DHL- deildinni í körfuknattleik. Leikurinn hefst kl. 14.30 og verður hann sýndur beint á Stöð 2. Þessi lið leiddu saman hesta sína í Keflavík 14. nóvember s.l. og þú fóru Grindvíkingar með sigur af hólmi 74-102. Það verður án efa hart barist og það má búast við fjölmenni í íþróttahúsinu í Grindavík á luugardag. Hvai scgja þeir fyrir leikinn? Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari UMFG: „Ég held að þetta verði bara skemmtilegur leikur. Ég er ansi „Við komum nokkuð vel stemmdir til leiks og ætluðum okkur að verða fyrstir til að vinna þá á heimavelli. Við sýndum það framan af í leiknum að við erum með liö til að sigra þá en það er möguleiki að þegar við náðum 15 stiga forskoti í fyrri hálfleik að menn hafi orðið nokkuð værukærir og framhaldið kæmi að sjálfu sér. Við hleyptum þeim alltof mikið inní leikinn bæði í fyrri og seinni hálfleik og hreinlega köstuðum frá okkur sigrinum", sagði Friðrik Ingi Rúnarsson þjálfari UMFG en liðið beið ósigur í æsispennandi leik í Seljaskóla á sunnudagskvöldið 85- 83. j hræddur um það að Keflvíkingar komi með því hugarfari að spila betur en þeir hafa gert á móti okkur hingað til þannig að við komum til með að mæta því. Það þarf ekki að vera mikið sem þeir koma með til þess að það verði öðruvísi leikur en í Keflavík fyrir stuttu þannig að ég á von á því að þeir verði grimmari. Með hliðsjón af frammistöðu okkar gegn IR á dögunum þá vitum við hvað þarf og verðum tilbúnir að spila góðan og skemmtilegan leik“. Jón Kr. Gísiason þjáifari Keflvíkinga: Grindvíkingar byrjuðu sann- færandi og náðu fljótlega fimmtán stiga forystu en heimamenn voru ekki á því að gefast upp og náðu að minnka muninn í þrjú stig í hálfleik en þá var staðan 43-46. Lokamínútur leiksins voru æsis- spennandi en þegar að 15 sekúndur voru til leiksloka var staðan 82-83 og IR-ingar höfðu boltann. Jón Örn fékk sendingu frá Rhodes og setti þriggja stiga körfu á flautinu og sigur IR var staðreynd. Stigahæstir í liði UMFG voru Guðmundur Bragason með 18, Pétur Guðmundsson, Guðjón Skúlason 16 og Frank Booker 14. „Ef við náum upp góðri stemmningu þá getum við sigrað þú. Við erum búnir að tapa tvisvar fyrir þeim með 30 stigum í vetur og það er ljóst að við veröum að breyta leikaðferðinni gegn þeim. Éf leikmenn hafa trú á því sem þeir eru að gera þá er ég sann- færður um að við getum unnið þá“. Yfirburðir Njarðvíkinga Njarðvíkingar gerðu góða ferð í Hafnarfjörð á mánudagskvöldið og lögðu Haukaaðvelli 78-101. Það var aðeins í fyrri hálfleik sem heimamenn stóðu í íslandsmeisturunum en í leikhléi var staðan 45-50 Njarðvík í vil. I seinni leikhlutanum fór fljótlega að draga í sundur með liðunum og Njarðvíkingar léku Hauka oft grátt og skoruðu 28 stig gegn 2 stigum heimamenna og það var aðeins spurning hversu stór sigur Njarðvfkinga yrði. Rondey Robinson var atkvæðamestur í liði Njarðvík með 35 stig. Þá átti Kristinn Einarsson stórleik og sko- raði 23 stig. ísak Tómasson gerði 14 og Teitur Örlygsson 11. „Vendipunkturinn var í seinni hálfleik á fyrstu sjö mínútunum en þá gerðum 28 stig en þeir aðeins 5 og eftirleikurinn var auðveldur“, sagði Valur Ingimundarson þjál- fari Njarðvíkinga eftir sigurinn. Köstuðum frá okkur sigrinum Óvænt tap UMFC - sigur hjá Keflavík en tap hjá UMFN Grindavík beið ósigur gegn Breiðabliki í Kópavogi á fimmtu- dagskvöldið. Leikurinn var jafn og spennandi en í lokin voru heimamenn sterkari og sigruðu 80-71. Anna Dís Sveinbjömsdóttir átti stórleik með Grindavík og skoraði 30 stig. Keflavíkurstúlkur eru efstar í 1. deild kvenna með 18 stig en Keflavík mætti ÍR í Keflavík á laugardaginn og var um hreint burst að ræða hjá heimastúlkum 95-31. Anna María Sveinsdóttir og nafna hennar Sigurðardóttir léku ekki með liði sínu á laugardaginn vegna meiðsla. en það kom ekki að sök því mótstaðan var nánast engin frá hendi IR-inga. Heimamenn höfðu gert 46 stig í hálfleik en IR aðeins 10. Björg Hafsteinsdóttir lék mjög vel í leiknum og skoraði 27 stip og þær Erla Reynisdóttir og Asta Guðmundsdóttir stóðu sig vel og gerðu 12 stig hvor. Njarðvík tapaði en einum leiknum í 1. deildinni á sunnu- daginn að þessu sinni gegn Tindastólsmönnum ú Sauðárkróki. I leikhléi var staðan 29-21 en lokatölur urðu 62-47. Njarðvík tók á móti KR í Njarðvík og beið ósigur 29-87. í leikhléi varstaðan 13-29. Auður Jónsdóttir var stigahæst hjá Njarðvík með 9 stig og Hólmfríður Karlsdóttir skoraði 7. (ekki Hófí alheimsdrottning) Grindavík og ÍS áttust við í Grindavík í jöfnum og spennandi leik. Grindavíkurstúlkur höfðu þriggja stiga forystu í leikhléi 24- 21. Það var hart barist í seinni hálfleik en Stúdínur voru sterkari á endasprettinum og sigruðu 37- 41 .Grindvíkingar söknuðu sárt Svanhildar Káradóttur en hún Iék ekki með vegna veikinda. Anna Dís Sveinbjörnsdóttir var stiga- hæst hjá heimamönnum með 12 stig og þar næst kom 14 ára gömul stúlka, Stefanía Ásmundsdóttir en hún er að stíga sín fyrstu spor í körfuknattleik og skoraði hún 6 stig. Hin hliðin á Gudmundi Nafn Guðmundur Bragason Fd. Ár 21-4 1967 Maki Stefanía Jónsdóttir Starf Rekur eigin fyrirtæki (Rafeindaþjónusta Guðmundar í Grindavík) Bíll Toyota Corolla 95 Uppáhaldslið í NBA Philadelpia 76ers Erfiðasli andstæðingar í DHL- deildinni Rondey og Bums Sætustu sigrar Allir sigrar gegn Njarðvík á síðasta tímabili Mestu vonbrigði Að tapa úrslitaleiknum gegn Njarðvík Mesta gleðistund í líflnu Giftingin í Grindarvíkurkirkju í sumar. 15 umferð. Keflavík-Tindastóll ....105-97 (49-52) IR-Grindavík..........85-83 (43-46) Haukar-Njarðvík Keflavík Lenear Burns...............5 Kristján Guðlaugsson.......3 Sigurður Ingimundarson.....I Grindavík Guðmundur Bragason.........5 PéturGuðmundsson...........3 Guðjón Skúlason............1 Njarðvík Rondey Robinson............5 Kristinn Einarsson.........3 ísak Tómasson..............1 Þrír stigahæstu menn í nóvember Guðmundur Bragason UMFG „20 Lenear Burns Keflavík....19 Rondey Robinson Njarðvík.17 Stígahæstir Lenear Bums Guðmundur Bragason Valur Ingimundarson Rondey Robinson Guðjón Skúlason Teitur Örlygsson Davíð Grissom Helgi Guðfinnsson Kristinn Einarsson Jóhannes Kristbjömsson Marel Guðlaugsson Jón Kr. Gíslason Sigurður lngimundarson PéturGuðmundsson Einar Einarsson Sverrir Þór Sverrisson Birgir Guðfinnsson Friðrik Ragnarsson Kristján Guðlaugsson Unndór Sigurðsson Frank Booker Nökkvi Már Jónsson Albert Óskarsson Gunnar Einarsson ísak Tómasson Ægir Gunnarsson Greg Bell Keflavík.... 58 UMFG.......39 Njarðvík.... 38 Njarðvík.... 35 UMFG.......32 Njarðvík.... 27 Keflavík.... 25 UMFG.......28 Njarðvík .... 14 Njarðvík .... 12 UMFG.......12 Keflavík.... 11 Keflavík .... 10 UMFG.......10 Keflavík....8 Keflavík....7 Keflavík....6 Njarðvík....6 Keflavík....6 UMFG........5 UMFG........5 UMFG........3 Keflavík....2 Keflavík....2 Njarðvík....2 Njarðvík....1 UMFG........I

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.