Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 8
8 1. DESEMBER 1994 VlKURFRÉTTIR Lífíð í bænum Marta Eiríksdóttir 23.þáttur ...Ljós í myrkri Að missa ástvin er ein erfið- asta lífsreynsla sent við göng- um öll í gegnum. Ef andlátið ber snöggt að þá verður upp- lifunin enn erfiðari hjá aðstand- endum. Sum okkar fara í gegn- um sorgina meðan ástvinurinn liggur veikur í marga mánuði, þá vitum við innst inni hvert stefnir en höldum þó alltaf í vonina um kraftaverk. Þegar hljóða stundin er komin og ást- vinurinn hverfur yfir móðuna miklu þá hrannast minningarn- ar upp og sorgin fyllir hjarta okkar. Það er alltaf erfitt að rnissa einhvern úr lífi okkar sem við elskum. Aður fyrr þótti það ekki við- eigandi að fólk fengi útrás fyrir sorgina og var þá talað um að menn bæru harm sinn í hljóði. Núna eru breyttir tímar og fólk er opnara á tilfinningar sínar. Við þurfum að fá útrás fyrir allar tilfinningar okkar og sorg- in er ein af þeim mikilvægustu. Kjarmi styður syrgjendur Hér í bæ er starfandi félag sem styður syrgjendur og hjálp- ar þeim að vinna úr sorginni. Félagið nefnist Bjarmi og hefur aðsetur sitt í Kirkjulundi í Keflavík. Þetta félag varð til vegna þarfar á stuðningi við syrgjendur. I Bjarma eru opnir fræðslufundir haldnir reglulega og þar starfa einnig svokallaðir nærhópar, fámennir og per- sónulegir. I nærhóp fá þátttak- J endur ítarlega fræðslu um sorg- J arferlið og gullið tækifæri til | þess að vinna úr tilfinningum sínum. Við eigum aldrei að vera hrædd við sársaukann heldur ræða um hann og loka j IVIinnisvgarkert Þroskahjálpar á Suóurnesjum eru seld á eftirtöldum stöóum: Apótek Keflavíkur Suöurgötu 2, Keflavík S: 13200 Reynir og Kristín Langholti 23, Keflavík S: 11083 Sparisjóöurinn í Nj. Grundarvegi 23, Njarövík S: 16680 Ásgeir og Sigríöur Brekkustíg 10, Njarðvík S: 12549 Kristín Guömundsdóttir Sunnubraut 8, Garöi S: 27143 Hulda Matthíasdóttir Krókvöllum, Garöi S: 27027 Verslunin Aldan Tjarnargötu 6, Sandgeröi S: 37415 Apótek Grindavíkur Vikurbraut 62, Grindavík S: 68770 Guölaug Magnúsdóttir Jaðri, Höfnum S: 16919 GeymiA auglýsinguna. Lista- og menningarnefnd Keflavíkur, Njarövíkur og Hafna LISTSÝNING ÁKA GRÁNZ opnar í Grunnskóla Njarövíkur laugardaginn 3. desember 1994 kl. 16. Sýningin er opin 3.-11. desember kl. 16-20. Lista- og menningarnefnd. ♦ Ólöf Guðrún Viðarsdóttir og Þóruim Þorbergsdóttir komu báðar ifélagið vegna fráfalls foreldris. hann ekki inni. Fullur trúnaður ríkir í nærhópunum. Síðastliðið miðvikudags- kvöld var einmitt fræðslufund- ur hjá Bjarma sem fjallaði um sjálfsvíg og sorg. Ég fór á þennan fund og hlýddi á at- hyglisverðan fyrirlestur Séra Olafs Odds Jónssonar um þetta efni. Fræðsla um sjálfsvíg og sorg Séra Ólafur segir að erfið- leikar bernsku- og uppvaxtarára auki líkur á sjálfsvígshugmynd- um fullorðinsára. Sundruð heimili, skilnaður foreldra eða fráfall foreldris t.d. innan 16 ára aldurs getur haft mikil áhrif. Umhyggja og stuðningur annarra getur skipt sköpum en þó hvílir ábyrgðin alltaf á ein- staklingnum sjálfum. Við lif- um í samskiptum við aðra og þegar stoðirnar bresta þörfn- umst við enn nánara sambands við okkar nánustu, vini og ætt- ingja. Astæður fyrir sjálfsvígi eru margar, allar alhæfingar eru varhugaverðar. Sjálfsvíg er yf- irleitt talið ónauðsynlegur dauðdagi. En sjálfsvíg er ekki ófyrirgefanleg synd því ör- vænting manns vekur alltaf umhyggju Guðs, ekki reiði hans. Það hjálpar aðstandendum að horfast í augu við atburðinn, hugsa skynsamlega og greina tilfinningarnar frá. Fólk leiðist oft út í það að líta á sjálfsvíg sem slys. Aðstandendur eiga mjög erfitt og fyllast reiði, skömm, finnst þeim hafnað og enn erfiðara verða allar kring- umstæður ef rifrildi hefur átt sér stað fyrir dauðann. Það þarf að tala opinskátt um þessi mál, aðstandandi kennir sér oft um og það leiðir þá til þunglyndis og vanlíðunar. Það er erFitt að inissa snöggt Kringumstæður við missi skipta alltaf mjög miklu máli. Snöggt, óvænt fráfall ástvinar er mjög erfitt. Sú hætta er fyrir hendi að sorgin verði sjúkleg, fólk leiti sér huggunar í áfengisneyslu eða einhverju slíku ef engan stuðning er að fá. Sorg er eðlileg og því er sorgarhjálp kærkomin til að fólk geti betur unnið úr tilfinn- ingum sínum. Lífið er ekki einkaeign lield- ur er það gjöf Guðs. Við eig- um aðstandendur sem við þurf- | um að taka tillit til, fólk sem okkur þykir vænt um. Þó skyldi enginn leyfa sér að dæma fólk sem sviptir sig lífi. Það þarf að opna umræður um þetta. Sumir hafa tilhneigingu til að þegja um það sem er erfitt. Að baki sjálfsvígstilrauna er sjaldan einlæg ósk um að deyja heldur má líta á sjálfsvíg, eða tilraun til þess, sem hróp á hjálp. Arásarhneigð einstak- lingsins beinist inn á við í stað þess að beinast að umhverfinu. Hvers vegna? Ástæður sjálfsvíga geta verið fjölmargar t.d. að lífið sé ekki þess virði án ástarsambands eða ósk um að sameinast hin- um látna ástvini f dauðanum eða vegna fjárhagsörðugleika. Sjálfsvíg getur líka verið við- leitni til að vekja umhyggju þeirra sem við erum háð og hafa vanrækt okkur eða gert til að refsa þeim. Manneskjan hótar að svipta sig lífi til að ná ákveðinni stjórn yfir aðstand- endum, neyða fólk til um- hyggju. Þeir sem glíma við vandamál í einkalífi eru í áhættuhópi, svo eru það þeir sem ofnota áfengi og lyf en þeir gætu í vímunni tekið van- hugsaða ákvörðun. Þegar grannt er skoðað þá er aðilinn að kalla á hjálp en bilið á milli lífs og dauða er mjótt og þess vegna geta hlutirnir farið öðruvísi en ætlað er. Þetta fólk er oft á leið upp úr þunglyndi eða niður í það, á meðan það er í þunglyndinu sjálfu þá skortir það allan kraft til að fram- kvæma verknaðinn. En þó get- ur áfengi gert herslumuninn hjá þunglyndri manneskju og henni tekst verknaðurinn. Enginn má gleymast... Stærsti áhættuhópurinn eru eldri borgarar, ekkjur, ekklar og fráskildir. Ungir karlmenn eiga erfiðara í dag en áður. Ungt fólk heldur að lífið eigi að vera auðvelt. Lífið er ekki dans á rósum. Það þarf að kenna ungu fólki að taka mót- læti og ábyrgð. Því lausari sem fjölskylduböndin eru því meiri hætta er á sjálfsvígum. Unga fólkið þarf að finna sér fótfestu og öryggi í nútímasamfélagi, þar sem ofuráhersla er lögð á sjálfræði einstaklingsins en trú- ar-og siðferðisleg gildi eru á undanhaldi. Skortur á ástúð og umhyggju getur skipt sköpum. Þegar fólki finnst það vera einskis nýtt eða verður afskipt af um- hverfinu er alltaf sú hætta fyrir hendi að það fyllist einmana- kennd og sjálfsfyrirlitningu. Það sér ekki tilganginn í því að halda áfram. Við erum til hvert fyrir annað, þurfum hvert á öðru að halda og við blómstr- um í jákvæðu samfélagi við aðra. Við þurfum öll að finna fyrir mikilvægi okkar. Fólk þarf að læra að gefa af sér. Þeim líður betur Þórunn Þorbergsdóttir og Ólöf Guðrún Viðarsdóttir eru báðar í stjórn Bjarma. Þær komu inn í félagið vegna frá- falls foreldris. Þessi félagsskapur hefur hjálpað þeim að lifa með sorg- inni, sætta sig við orðinn hlut. Þeim fannst mikils virði að vinna í nærhóp. Það er best að geta tekist á við sorgina strax eða fljótlega eftir missinn. Ólöf Guðrún fór í félagið skömmu eftir fráfall föður hennar og það hjálpaði henni að vinna betur úr þeim tilfinn- ingum sem aðstandandi fer í gegnum. Þórunn lifði nteð sorginni í átta mánuði áður en hún fór á sinn fyrsta fræðslu- fund og hún segist hafa verið illa farin andlega þegar hún kom fyrst. Núna eftir þriggja ára veru í félaginu er hún mun sáttari og á auðveldara með að tala um móðurmissinn. Þeim finnst báðum það mjög mikil- vægt að geta hjálpað öðrum sem upplifa missi. Aðstand- endur fá aðallega stuðning frá umhverfinu fyrst eftir fráfallið, allir eru að kíkja í heimsókn en svo er eins og maður gleymist. Það er ætlast til þess að þú jafnir þig á þessu öllu saman eins fljótt og hægt er. Svo ein- falt er það ekki! Það er hverri manneskju mikilvægt að hún vinni sig út úr erfiðleikunum og sé sátt við það sem gerist á lífsleiðinni. Stuðningur eftir jarðarför Séra Ólafur segir að það sé mjög erfitt hjá aðstandendum þeirra sem svipta sig lífi þegar jarðarför sé lokið. Fólk þorir jafnvel ekki að tala um þann látna, misskilinn umhyggja. Það finnst flestum óþægilegt að heilsa þeim sem eiga bágt. Þeir sem ganga í gegnum sorgar- göngin þurfa einmitt að fá að tala og tala. Þá er það okkar hinna að hlusta þar til við erum beðin um annað. Þannig er sá stuðningur sem við getum veitt syrgjanda, bara að vera til stað- ar og hlusta. Bjarmi stefnir að því að halda fræðslufundi mánaðar- lega. Næsti fundur verður 7.desember og þá mun séra Jóna Kristín Þorvaldsdóttir ræða um jólin og sorg. Allir eru velkomnir. Nærhópar taka aftur til starfa eftir áramót. Ef þið viljið nán- ari upplýsingar um félagið þá er auðveldast að hafa samband við séra Sigfús á viðtalstíma hans eða koma á næsta fræðslufund. Við endum þessa grein á orðum frá séra Ólafi Oddi þar sem hann segir að við þurfum að vinna úr sorg. Það má slá henni á frest en hún kemur fram við seinni áföll ævinnar. Þú getur lært að lifa með henni og gert þér vonir um gleðiríka daga aftur. Við verð- um að skapa okkur gott samfé- lag og halda í vonina um betra líf. Vonin er sú skylda og það akkeri sem Guð hefur gefið okkur í þessu líft.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.