Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 19

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 19
VlffUUFRÉTTIR 1. DESEMBER 1994 19 AIÞJÓDUGUR BARÁTTU■ DAGUR FATIADRA 3. DES. Alþjóðlegur dagur fatlaðra verður í annað skipti haldinn hátíðlegur víða um heim á laugardaginn. Allsherjarþing Sameinuðu Þjóðanna ákvað árið 1992 - í lok aðgerða á ára- tug fatlaðra 1983-1992 - að 3. desember á ári hverju skyldi helgaður fötluðum og barátt- unni fyrir réttindum þeirra. Hér á Suðurnesjum hefur sl. 17 ár verið starfrækt sérstakt hagsmunafélag fatlaðra og er það Þroskahjálp á Suðurnesj- um. Félagið var stofnað 10. október 1977 og er aðaltilgang- ur félagsins að berjast fyrir rétt- indum fatlaðra og efla þátttöku þeirra í samfélaginu hér á Suð- umesjum. Félagið hefur einnig barist fyrir því að í boði sé einstak- lingsbundin sveigjanleg þjón- usta fyrir fatlaða og hefur í þeim tilgangi séð um rekstur á þjónustutilboðum fyrir fatlaða. Foreldrar fatlaðra barna voru frumkvöðlar Segja má að það fólk sem stofnaði Þroskahjálp á Suður- nesjum hafi rutt brautina og skapað þær aðstæður og þá þjónustu sem þroskaheftir nú njóta hér á Suðurnesjum. Það gerðist ekki átakalaust og ljóst er að sú barátta sem hófst árið 1975 er enn í gangi. Það voru fyrst og fremst for- eldrar þroskaheftra barna sem stóðu að stofnun félagsins. Hófu þeir þá í sameiningu mikla baráttu til að tryggja rétt barna sinna og er aðdáunarvert hvernig þau með baráttuvilja og samvinnu náðu að knýja fram úrbætur í málefnum fatl- aðra og koma upp þjónustu í heimabyggð. Einn liður í þeirri baráttu og ekki sá minnsti var að berjast við fordóma gagn- vart þroskaheftum. Einnig að fá fagfólk til starfa og auka skiln- ing sveitarstjórnarmanna og annarra valdhafa á þessu mikil- væga réttindamáli. Fyrsta þjónustan sem Þ.S. kom á fót var starfsemi Leik- fangasafns. Þar fer fram mark- viss þroskaþjálfun, útlán á leik- föngum og eftirfylgd inná leik- skóla með þeim börnum sem sótt hafa þjónustu í safnið. Endurhæfingarstöð Þroska- hjálpar á Suðurnesjum sér um sjúkraþjálfun fyrir fatlaða og var stórum áfanga náð þegar sú þjónusta færðist heim í hérað. Arið 1984 var svo Ragnarssel stofnað en þar er enn í dag rek- in dagvist fyrir fötluð böm. Að rjúfa félagslega einangrun fatlaðra og styðja foreldra Undanfarin ár hefur Þroska- hjálp á Suðumesjum stuðlað að auknu félags- og tómstunda- starfi fyrir ungt fólk og einn liður í því var að koma á fót umræðuhópum. Umræðuhópur ungmenna á Suðurnesjum „7 vinir" hittist einu sinni í viku. Þar ræða þau sín mál auk þess að skemmta sér saman. Um- ræðuhóparnir miða að því að efla fullorðið þroskaheft fólk í að hafa áhrif á eigið líf. Gengið ,er út frá þeirri meginhugmynd að allir eigi rétt á að ráða eigin lífi og að þroskaheftir hafi til þess mun meiri hæfileika en hafa fengið að njóta sín til þessa. Foreldrauppbygging og for- eldrastarf hefur alltaf verið mikilvægur og nauðsynlegur þáttur í starfsemi félagsins. Það er sú rót sem félagið sprettur af. Félagið hefur því lagt sig fram um að starfa með foreldrum og fyrir þá. Eitt af merkustu ný- mælum í starfi Þroskahjálpar er foreldraráðgjöfin „Frá foreldri til foreldris“. Um er að ræða nokkurs konar nærhópa for- eldra. Þar sem foreldrar veita hver öðrum stuðning og miðla reynslu sinni. Ekki má gleyma þeim ómet- anlega þætti sem Iþróttafélagið NES, sem er íþróttafélag fatl- aðra sér um í tómstundastarfinu hér á Suðurnesjum. Atvinnumöguleikar fatlaðra Nýjasta verkefni Þroska- hjálpar á Suðurnesjum var að setja upp vinnustað fyrir fatlaða DOSASEL og er hann staðsett- ur að Iðavöllum 9 í Keflavík. Þar starfa nú 4 þroskahamlaðir ungir menn auk tveggja starfs- leiðbeinenda. Aður var aðeins einn fatlaður í starfi við dósa- söfnunina. Þó hér sé talað um dósir þá er einnig söfnun á öll- um plastdrykkjarumbúðum og flöskum. Margir virðast ekki vita að Dósasel tekur á móti öllum umbúðum frá A.T.V.R. Söfnun á drykkjarumbúðum hefur verið ein aðaltekjulind fé- lagsins undanfarin ár en fyrir rúmu ári síðan var ákveðið að taka fleiri fatlaða í vinnu og hefja móttöku gegn skilagjaldi. A sama tíma hefur samkeppni við Þroskahjálp á dósasöfnun- armarkaðinum harðnað veru- lega. Rétt er að geta þess að Véla- deildin í Dósaseli er eins konar umboðsaðili fyrir Endurvinnsl- una í Reykjavík. Fyrir hvert ílát sem fer í gegnum vél fær viðskiptavinurinn kr.7 en Þ.S. fær ákveðin umboðslaun á ein- ingu. Þannig munar Þ.S. um allt sem þama fer í gegn. Eftir sem áður eru gjafadósir, plast eða flöskur það sem kemur sér best fyrir félagið og skapar vinnu fyrir fatlaða auk þess að vera mikilvægur þáttur f um- hverfisvemd á svæðinu. Helga Margrét Guðmundsdóttir, framkvæmdastjóri Þroskahjálpar á Suðurnesjum msmmi CTTIMA A SÚLARHRING AKTU - TAKTU „ % MEÐHEIM! t Kínversk stemmning hjá Matarlyst á aðventu Frá og með næsta laugardegi bjóðum yið aftur KINA-réttina vinsælu á góðu verði sem þú tekur með þér heim eða í vinnuna... Meðal rétta: Súrsætar rækjur Urbeinaður kjúklingur í sterkri karrýsósu Súrsætt svínakjöt Lamb í ostrusósu Lamb í sterkri plómusósu Opið frá kl. 11:00 til 20:30 t IÐAVOLLUM 5 - KEFLAYIK SÍMI 14797 VÍKURFRÉTTIR- ‘ BBfcB ■ ■■■ næsta fimmtudegi ólatrjámviðhátíðlegaathöC er nk. rHöfnnm, Ajarðvík o • Lúðrasveit Tónlistarskóla Njarðvíkur leikur aoventu- og jólalög. • Sönghópur Keflavikurkirkju syngur jólasálma. • Jólasveinar mæta, syngja og ræða við yngstu gestina. • Nemendur Myliu- bakkaskóla garma í kringum jólatréo ásamt jólasveinunum. • Nemendur Holtasóla hjóða upp á heitt kakó. • Nemendur Grunn- skóla Njarðvíkur hjóða upp á piparkökur. ‘ í lliiíniini við kirkjunn kl. 15:1. - Avarp: Forseti bæjarstjórnar, frú Drífa Sigfúsdóttir - Ljósin tendrar: Olafur Sindri Ólafsson nemi úr Höfimm í Grumiskóla Njarðvíkur. - Sérstakir gestir: Nemendur 2. bekkjar Myllubakkaskóla og Grunnskóla Njarðvíkur í Njarðvík við kirkjuna í Ytri-Njarðvík kl. 16:30 - Ávarp: Bæjarfulltrúi, frú Anna Margrét Guðmundsdóttir - Ljósin tendrar: Sigurður Guðmundsson, neini í Grunnskóla Njarðvíkur í Keílavík á Tjarnargötntorgi kl. J8:00, vinartré Ira Kristiansaml - Ávörp: Hr. Öyvind Stokke, sendiráðsritari Noregs á íslandi Formaður bæjarráðs, frú Jónína A. Sanders. - Ljósin tendrar: Katrín Marsi Aradóttir, nenii í Myllubakkaskóla EJ yi 1 m Q m l '/tj: rrb m arstjwrinn ■ H^.«^i*Ha«'^*H*. - r^ijja*■-«>'%/áH«. - HH«»t'i*■■■■■

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.