Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 7
VfKUPFRÉTTIR 1. DESEMBER 1994 7 • Suðumesjakaffi-fyrirtækið Kaffitár hefur sótt í sig veðrið jafnt og þétt frá því það var stofnað. Nú um helgina bætir fyrirtækið enn einni skraut- fjöðrinni í hatt sinn þegar það opnar kaffibúð og bar í Kringl- unni í Reykjavík... • Kristján Gunnarsson, verkalýðsformaður vandaði ekki Jóhönnu Sigurðardóttur „Þjóðvaka-forystumanni" og fyrrverandi krata, kveðjumar á fundi Alþýðuflokksins á Glóð- inni sl. laugardag. „Það er ekki slæmt að vinna með Jóhönnu. Það er bara alls ekki hægt! • Áki Granz, listmálari úr Njarðvík opnar sýningu á verk- um sínum í Grunnskóla Njarð- víkur á laugardaginn. Áki sem einnig var fyrir nokkrum árum virkur í félagsmálum bæjarins og lengi forseti bæjarstjórnar leynir skemmtilega á sér og á það til að bregða á leik. I sam- einingarkosningunum í vor skelkaði hann marga kjósendur og bæjarbúa með því að setja risastórt NEI-skilti í glugga á efstu hæð húss síns sem er staðsett rétt við Grunnskóla Njarðvíkur. Þetta vakti mikla athygli og reiði sumra því allir sem komu á kjörstað gátu ekki annað en séð „áróðurinn". Varð uppi fótur og fit. Lögreglan reyndi að hafa uppi á Áka til að taka niður skiltið, en hann „laumaðist" til Reykjavfkur, þannig að ekki var hægt að ná í hann. Víkurfréttamenn sem Full búð af líýjum vörum ■fyrirjólinl^, Minnum á tískusýninguna á veitingahúsinu Asnum á föstudagskvöldið, 2. desember ÁRSÓL Garði -sími 27935 fylgdust með kosningunum fyr- ir Stöð 2 þennan dag gerðu sér talsverðan mat úr þessu við fréttaflutning dagsins. Töldu margir að eftir að fréttin hafði komið í 19:19 um kvöldið um NEI-ið hafi margir bæjarbúar svarað með krók á móti bragði, því JÁ-in voru í miklum meiri- hluta sem talin voru upp úr kjörkassanum eftir kvöldmat. Sumir hafa meira segja tekið svo sterkt til orða og sagt að sameiningin í Njarðvík hafi að hluta til verið Áka að þakka... Kolaport í Höfnum á sunnudag Það verður kolaportsstemmn- ing í samkomuhúsinu í Höfnum nk. sunnudag 4. des. Ýmislegt verður á boðstólum, s.s. gjafa- vörur, leikföng, húsgögn, jóla- vörur og margt fleira eins og fyrir nokkrum vikum, þegar „Kolaport" var sett upp í þessu „bæjarhverfi" sameinaða sveit- arfélagsins. verður og Föstudaginn 2. des. kl. 20:00 býður veitingahúsið Asinn, Heiðartúni 4 Garði, upp á kynningarkvöldverð á kr. 1.100,- og jólaglögg á 100 kr. glasið. Ýerslunin Arsól verður með tískusýningu. Málfríður og Bryndís sýna hárgreiðslu og Inga og Guðrún sýna förðun. ATH. Borðapantanir-fyrir kl. 15:00, föstudaginn 2. desember í síma 27975. Sjáumst hress og kát! « . Á^ÁnSastofsín ‘r‘“: ^yAsnm HEIÐARTÚNI 4 - GARÐI - SÍMI 27975

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.