Víkurfréttir


Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 6

Víkurfréttir - 01.12.1994, Blaðsíða 6
6 1. DESEMBER 1994 VllfUHFRBTTIR ■HH Stœrsta frctta- og auglýsingablaðið á Suðurnesjum wtíKUR vWtm f FRÉTTIR Útgefandi: Víkurfréttir hf. Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717, 15717. Box 125,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777. Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-33717. Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. 27064, bflas. 985-42917. Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir. Víkurfréttum er dreift ókeypis um öil Suðumes. Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna. Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða. Eftirprentun, hljóðritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt nema heimildar sé getið. Útlit og umbrot: Víkurfréttir lif. Filmuvinna og prentun: Stapaprent hf., Njarðvík Leiðarí Gleðifrétt Það er óhætt að taka undir orð Hrafnkels Óskarssonar, yfirlækn- is Sjúkrahúss Suðumesja á fundi á Glóðinni sl. laugardag þegar hann sagði frá því að bygging D-álmu við Sjúkrahús Suðumesja væri loks í höfn. Hrafnkell sagði við þetta tækifæri: „Það þarf víst ekki að koma neinum á óvart hvað þetta er mikill gleðidagur fyrir mig og aðra“. Barátta fyrir viðbyggingu við Sjúkrahús og Heilsugæslustöð Suðumesja hefur staðið yfir í um tvo áratugi. Árið 1986 gaf þáver- andi heilbrigðisráðherra, Ragnhildur Helgadóttir út yfirlýsingu um að framkvæmdir yrðu hafnar en án árangurs. I vor sem leið gerði Guðmundur Ámi Stefánsson hið sama, sendi boltann yfir til sveit- arfélaga á Suðumesjum sem spörkuðu ekki til baka, hvað varðaði frágang á samningi um fjármögnun. Nú hefur enn einn ráðherrann afgreitt málið og það vonandi loks fyrir fullt og allt. Sighvatur Björgvinsson hefur sent sveitarstjómum á Suðumesjum bréf þar sem hann óskar eftir því að ganga frá samningi um fjármögnun og þá hefur hann gefið út fyrirskipun um að ganga frá lokahönnun byggingarinnar og bjóða hana síðan út. Með D-álmu mun þjónusta á sjúkrahúsi og heilsugæslu aukast. Hægt verður að taka á móti sjúklingum í endurhæfingu og hjúkrun auk þess sem sérfræðiþjónusta mun aukast enn frekar. Það er heid- ur ekki slæmt að fá verk í bæjarfélagið sem mun kosta nálægt 300 milljónum króna. Heilbrigðisráðherra lagði þó á það áherslu í samtali við blaðið að samþykkt á byggingu D-álmu væri ekki til komin vegna verkefnaskorts byggingaverktaka á svæðinu. Hér væri fyrst og fremst um stórt hagsmunamál fyrir Suðurnes að ræða. Undir það skal tekið en engu að síður helst þetta í hendur og því er þetta sannarlega gleðifrétt fyrir Suðumesjamenn. Páll Ketilsson OPNUNARTÍMI VERSLANA í DESEMBER Laugardagur 03. des.KI. 10-16 Laugardagur 10. des.KI. 10-18 Sunnudagur 11. des.KI. 13-17 Laugardagur 17. des.KI. 10-22 Sunnudagur 18. des.KI. 13-17 Mánudagur 19. des.KI. 10-18 Þriðjudagur 20. des.KI. 10-18 Miðvikudagur 21. des.KI. 10-19 Fimmtudagur 22. des.KI. 10-22 Þorláksmessa 23. des.KI. 10-23 Aðfangadagur 24. des.KI. 09-12 Þriðjudagur 27. des.LOKAÐ í flestum verslunum Gamlársdagur 31. des.KI. 09-12 Geymið auglýsinguna Fyrirsæta: Lovísa Guömundsdóttir Förðun: Helga Jóns frá NO NAME Hár: Þel Hárhús Ljósmynd: Oddgeir Karlsson Umsjón: Siddý Helga Margrét Guðmundsdóttir, fram- kvæmdastjóri ÞS: „ Viljum þakka þeim sem hjálpa okkur að byggja upp atvinnu fyrir fatlaða" Opið hús hjá Þroskahjálp - 3. desember nk. Opið hús verður hjá Þroska- hjálp 3. desember og gefst fólki tækifæri á að kynna sér starf- semi félagsins bæði í Dósaseli við Iðavelli, sem er vinnustaður fyrir fatlaða og í Ragnarsseli við Suðurvelli sem er dagvist- arheimili fyrir fötluð börn, sjúkraþjálfun og Leikfanga- safn. Dósasel verður opið næsta laugardag 3. des. frá kl. 10-16 og verður sérstakt dósasöfn- unarátak í gangi hjá félaginu þann dag.Vinir og velunnarar Þroskahjálpar verða á ferðinni og sækja drykkjarumbúðir heim, ef fólk óskar þess. Einnig viljum við hvetja fólk til að koma í heimsókn og þiggja kaffiveitingar í Ragnars- seli á laugardaginn frá kl. 14:00 - 16:00. Sérstakur jólabasar verður í Ragnarsseli kl. 13:00 þennan sama dag. Þar verða á boðstólum ýmsar jólavörur. Allur ágóðinn af þeirri sölu rennur í söfnunarsjóð fyrir þjálfun í vatni í Ragnarsseli. Við bjóðum Suðurnesjabú- um í heimsókn í tilefni af al- þjóðlegum degi fatlaðra. 3.des- ember n.k. Þroskahjálp á Suðurnesjum rekur Dósasel við Iðavelli og að sögn Helgu Margrétar Guð- mundsdóttur framkvæmdastjóra félagsins er bullandi samkeppni á dósamarkaðnum. „I því slæma atvinnuástandi og samdrætti sem er hér á Suð- urnesjum finna öll félagasam- tök fyrir minnkandi styrkjum frá fyrirtækjum og einstakling- um og þá harðnar samkeppnin. Svo virðist sem flest félaga- samtök á Suðumesjum hafi tek- ið upp þá fjáröflun sem við byrjuðum með fyrir mörgurn árum sem er söfnun drykkjar- umbúða og er þá sama hvort um er að ræða íþróttafélög, skátastarf, kórastarf eða annað. Við erum sársvekt yfir því að önnur félög ráðist þannig að þessum mikilvæga þætti í okkar starfsemi. Við höfum t.d. ekki farið út í flugeldasölu eða ann- að sem önnur félög eru með“ sagði Helga Margrét. „Gjafadósir, gjafafé og ýmsir styrkir er það sem félagið bygg- ir starfsemi sína að verulegu leyti á. Við erum á ferðinni með bfi allan daginn og sækjum heim til fólks ef það vill. Við erum líka með fastar ferðir í öll sveitarfélögin á Suðurnesjum og sérstaka umboðsmenn þar, sem fólk getur komið dósum til. það sem hefur bjargað okkur er að við eigum dygga stuðnings- menn í öllum sveitarfélögunum á Suðurnesjum og hafa þeir styrkt okkur þó sótt hafi verið að þeim úr mörgum áttum und- anfarið. Við viljum þakka þeim sem styðja okkur í að byggja upp atvinnu fyrir fatlaða. Því það er sorgleg staðreynd að at- vinnuleysi bitnar harðast á þeim“ sagði Helga Margrét að endingu.

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.