Víkurfréttir - 16.03.1995, Qupperneq 6
6
VlffURPRÉTTIR
Stærsta frétta- og auglýsingablaðið á Suðumesjum
Útgefandi: Víkurfréttir hf.
Afgreiðsla, ritstjórn og auglýsingar: Vallargötu 15, símar 14717,
15717. Box 125,230 Keflavík. Póstfax nr. 12777.
Ritstjóri og ábm.: Páll Ketilsson, heimas. 13707, bílas. 985-33717.
Fréttastjóri: Hilmar Bragi Bárðarson, heimas. 27064, bflas. 985-42917.
Auglýsingastjóri: Sigríður Gunnarsdóttir.
Víkurfréttum er dreift ókeypis um öll Suðumes.
Fréttaþjónusta fyrir Stöð 2 og Bylgjuna.
Aðili að Samtökum bæja- og héraðsfréttablaða.
Eftirprentun, hljóöritun, notkun Ijósmynda og annað er óheimilt
nema heimildar sé getið.
Útlit og umbrot: Víkurfréttir hf.
Filmuvinna og prentun: Stapaprent hf., Njarðvík
Þakkir
Innilegar þakkir sencli ég þeim fjölmörgu vinum og
œttingjum sem heiðruðu mig með nœrveru sinni, blóm-
um, gjöfum og skeytum á 60 ára afmœlisdegi mínum
og gerðu mér daginn ógleymanlegan.
Lifið heil
Agúst H. Mattíasson
Grindavík
Verslunarhúsnæði
til leigu
220 fermetra verslunarhúsnæði við
Víkurbraut 60 er til leigu.
Upplýsingar veittar á skrifstofum
Kaupfélags Suðurnesja í Keflavík.
Rair2
BAR*RESTAURANT*CAFFE
Hafnorgötu 19a • Siml 14601
Helgln
á Ránni
Trúbadorinn Eric qítarsnillinqur
Hljómsveitin Grænir vinir
föstudaqs- oq lauqardaqskvöld
Karaoke fyrir alla á fimmtud. kl. 2Z-01
föstudaqskvöld kl. 22:00
Flugeldhús / Snjópuðningsdeild ÍIL
Hilmar Sölvason og Co„
Kynnir: Kjartan Már Kjartansson
MENU
Rjómalöquð sperqilkálsúpa
Jurtakryddaður ærvöóvi m^rænmeti, kartöflum oq sósu
Ananas triffle
Verðkt 1.800. -ptmann
BOBÐ4P4\TAMIR í SÍMA 14601
AJ^LJJJL \7UL,LL<n\'UXnLí
16. MARS 1995
BEDID
EFTIR
LÖNDUN
Hroguatnkn cr hafin nð fullu á Suðumesjum og eru vinna við fryst-
ingti í mörgum frystihúsum allan sólarhringinn. Löndun t hrogna-
tökii tckur lengri ttma en t.d. löndun til frystingar eða bræðslu. Hér
er það ORN KE 13 sem liggur við bryggju í Keflavíkurhöfn og bíður
löndunar í Helguvtk. VF-mynd/Hilmar Bragi.
Olafi
Jónssyni
CK breytt
fyrir /0
m.kr,
Útgerðarmenn í Miðnesi
hf. stefna að því að tvöfalda
aflaverðmætið á úthafs-
karfaveiðum með því að
setja frystitæki í ísfisktogar-
ann Ólaf Jónsson GK 404.
Togarinn er nú í slipp og
gert er ráð fyrir því að verk-
inu ljúki í lok apríl. Aætlað-
ur kostnaður vegna þessara
breytinga er um 70 milljónir
króna. Sett verða Ijögur
frystitæki í togarann og er
frystigeta þeirra er 28 tonn
á sólarhring. Þá fjölgar í á-
höfn um 8 manns en áður
voru 16 ntanns í áhöfn á
Ólafi Jónssyni. Breyting
hefur staðið til allt frá árinu
1990 þegar togarinn fór til
Póllands í viðgerð. Þá var
lesturn breytt nteð tilliti til
frystingar en endanlegri
breytingu var síðan frestað
þar til nú.
Af sílikoni Ott öðrum furðum
Ég las í blaði í vikunni, að
með því að beina röntgengeisl-
um gegnum sílikon mætti fá
betri og skarpari myndir og
nota þó minni geislun. Ekki
skal ég efa þetta enda silikonið
til margra liluta nytsamlegt.
Tölvumenn kunna væntanlega
vel að meta notagildi þess, en
flestir munu kannast við Sil-
icon Valley í Bandaríkjunum.
Öllu fleiri er þó þeir, sem
fyrst láta liugann reika til bað-
strandarvarðanna fræknu þegar
minnst er á silikonið, enda býst
ég við því að stúlkurnar þar
gætu hæglega sleppt kútunum,
sem þær eru víst oftast með í
bandi, því flotmagnið í öllu
silikoninu hlýtur að nægja til
þess að halda þeint ofansjávar.
Ég tek reyndar sérstaklega fram
að ég á þessum sjónvarpsþætti,
Bráðavaktinni og alls slags
væmnum tjölskylduþáttum það
að þakka, að ég eyði nær aldrei
tíma mínum í sjónvarpsgláp,
heldur hef tíma í allt annað og
skemmtilegra.
Silikonið tengist því óánægju
ntanna með útlitið, umfram allt
annað, einnig er til að menn
bæti sér upp ákveðna vankanta
nteð hjálp tækninnar. Japanskt
ungmenni, sem vantaði ein-
hverja sentimetra upp á lág-
markshæð sumo glímumanna
lét t.d. setja silikonpúða undir
höfuðleðrið á sér. Ekki nóg
með, að þetta geti gert ntann
háan og myndarlegan, heldur
getur þetta auðveldað ntönnum
að fá hátt og gáfulegt enni.
Ný tækni
Mér hefur reyndar kontið í
hug, að hér á körfuboltasvæð-
inu gæti orðið verulegur gróða-
vegur fyrir sjúkrahúsið að
græða styrkta sflikonpúða undir
iljarnar á áhugasömum körfu-
boltamönnum. Ætla má, að
auka mætti meðalhæðina í
u.þ.b. tvo metra og fá auk þess
fram firna stökkkraft.
Blessunarlega hefur mér vit-
anlega ekki enn hafist silikon-
væðing á pólitíkusum, en
spurning hvort lýtalæknar eru
ekki farnir að bjóða fram þjón-
ustu sína. A.m.k. eru litagrein-
ar, útlitshönnuðir og sérfræð-
ingar um framkomu og
talsmáta orðnir nauðsynlegur
liluti af sirkusnunt kringum
pólitíkina. Ekki má heldur
gleyma myndasmiðunum, sem
flengjast þessa dagana með
frambjóðendur(m.a. undirritað-
an) til að reyna að ná af þeim
viðurkvæmilegum myndum til
þess að þeir megi betur snúa
kjósendum til rétts vegar.
Gaddfreðin bros
Við félagamir fórum einmitt
í slíka myndaferð unt kjördænt-
ið og er útkomunnar að vænta
næstu daga. Sjá hefur mátt síð-
ustu daga myndir af öðrum
frambjóðendum standandi í
snjónum með frostherkjur og
flaksandi hár. Ég tilkynnti enda
Guðmundi Arna það eftir
nokkra veru f frostinu, að ég
mundi berjast fyrir því að
næstu Alþingiskosningar yrðu
að hausti og ég held að hann
hafi ekki verið verulega ósam-
mála akkurat þá. En öll él stytt-
ir upp um síðir og eftir að hafa
skolfið úr mér mesta hrollinn
undir sæng unt kvöldið gat ég
raulað þetta yfir drengjunum
mínum.
Þið vitið, það verður brátt kosið,
af vandvirkni æfa nienn brosið
sem flókið er þó
í frosti og snjó
með andlitið freðið og frosið.
Við kappamir fræknir og fríðir
fukum um hóla og hlíðir,
en loksins kom húmið,
ég hélt beint í rúmið,
og brosið mitt bráðnaði um síðir.
Með kuldakveðju
Hrafnkell
ÓSKARSSON SKRIFAR