Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 2
Brœðslureykur lá yfir Sandgerði:
„Vægast sagt allt
vitlaust í bænum'
- segir Sigurður Valur Asbjarnarsonbœjarstjóri
Mikil óánægja er meðal íbúa í Sandgerði
með þá ákvörðun yfirmanna fiskimjöls-
verksmiðjunnar Njarðar að starfrækja
verksmiðjuna þegar reyk frá verksmiðjunni
leggur yfir bæinn. Síminn á bæjarskrifsto-
funum í Sandgerði hefur vart þagnað og að
sögn Sigurðar Vals Asbjarnarsonar
bæjarstjóra er vægast sagt allt vitlaust í
bænum. Bæjarbúar eru svo sem ekkert
óvanir því að finna bræðslulyktina en þessa
dagana er fnykurinn af reyknum að gera út
af við bæjarbúa. Það eru fleiri gramir út í
bræðsluna því Garðmenn þurftu einnig að
þola bræðslufnykinn um helgina.
Aðspurður um viðbrögð bæjaryfirvalda
sagði Sigurður Valur að þar á bæ væru
menn búnir að berjast í því að verksmiðjan
færi að leikreglum. Þar kemur m.a. fram að
óheimilt er að bræða í fiskimjöls-
verksmiðjunni þegar reykinn leggur yfir
bæinn. Við það hefur ekki verið staðið.
Sigurður Valur Asbjamarson, bæjarstjóri í
Sandgerði, sagði í samtali við blaðið að
hann muni ekki framar standa að því að
verksmiðjan fái aftur starfsleyfi við óbreyt-
tar aðstæður. Starfsleyfi verksmiðjunnar
rennur út í maí næstkomandi.
Bæjarráð Sandgerðis hefur sent frá sér
skeyti til Njarðar hf. þar sem þess er krafist
að ekkert verði brætt í fiskimjöls-
verksmiðjunni frá 4. til 14. aprfl vegna
páskahátíðar og ferminga. Þá hefur
Hollustuvernd rikisins staðfest þessi sjón-
armið með bréfi dagsettu 29. mars. sl.
A bæjarstjómarfundi í Sandgerði sem hófst
sfðdegis í dag var samstaða um að senda
eigendum fiskimjölsverksmiðju Njarðar hf.
bréf. Það er birt orðrétt hér á síðunni.
Fasteignaþjónusta
Suðurnesja Skipasala
Vatnsnesvegi 14 - Keflavík -
Sími 421-3722 - Fax 421-3900
Vallargata 15, Keflavík
Kjallari. hæð og ris, um 150
ferm. samtals. Húsið er í mjög
góðu ástandi, kjallari ekki inn-
réttaður. Nánari upplýsingar um
verð og mjög góða greiðsluskil-
mála á skiifstofum.
Virðingarleysi við bæjar-
félagið og bæjarbúa
Meðfylgjandi bréf
var samþykkt á
bæjarstjórnarfundi í
Sandgerði síðdegis í
dag:
Njörður h.f. fiski-
mjölsverksmiðja.
Hafliði Þórsson, fram-
kvæmdastjóri.
Bæjarstjórn vill með
bréfi þessu reyna enn
og aftur að fá þig til að
standa við grundval-
laratriði í núgildandi
starfsleyfi.
Bæjarstjóm er einhuga
um að hún mun ekki
stuðla að því að
verksmiðjan fái starfs-
leyfi eftir þetta tímabil,
sem rennur út eftir
u.þ.b. mánuð, nema til
komi viðhorfsbreyting
af þinni hendi í þessu
viðkvæma máli.
Þar sem þú ert ekki
búsettur á staðnum en
stjómar fyrirtækinu frá
skrifstofu í Kópavogu,
þá hefur þða sýnt sig
að þú hefur litla til-
finningu til bæjarbúa
er varðar rekstur á
verksmiðjunnni enda
sést þitt viðhorf til
bæjarfélagsins í
viðhaldsleysi þeirra
eigna sem þú átt eða
ert í forsvari fyrir hér á
staðnum. Virðingar-
leysið er algjört þegar
bæjarbúar horfa á það
dag eftir dag að miklu
magni af úrgangi frá
Valbrautll.Garði
134 ferm. einbýlishús ásamt 37. ferm bíl-
skúr. Vandað hús á eftirsóttum stað. Góðir
gæiðsluskilmálar.
Tiiboð.
Hultsgala 14, Njarðvík
2ja herb. íbúð á 2. hæð í góðu ástandi.
Mjög góðir greiðsluskilmálar m.a hægt að
taka bifreið uppí útborgun.
niixHi.
Snráratún 34, n.h., Keflavík
2ja herb. íbúð með sérinngangi í góðu
ástandi. Mjög hagstæð Byggingarsj,- og
Húsbréfalán áhvfl. Ymsir góðir greiðslu-
möguleikar fyrir hendi.
3.950.000
Háseyla35,Njarðvík
167 ferm. einbýlishús ásamt stómm bfl-
skúisgmnni. Húsið er fúllfiá gengið að utan
en fokhellt að innan. Skipti á 2ja eða 3ja
heib. íbúð í Njarðvík koma til greina
6.000.000
Suðurgarður 22, Keflavík
186 ferm. raðhús með bflskúr (innifalinn í
stærð hússins.) Húsið er í mjög góðu ástan-
di. Eftirsóttur staður. Skipti á minni fast-
eign koma til greina m.a minna raðhús.
12300.000
Brekkustígur 29b, Njarðvík
2ja heth. ibúð á I. hæð. Hagstæð Bygging-
arsj.lán áhvflandi.
4.600.000
Hjallavegur 11, Njarðvík
2ja herb. íbúð á 3. hæð. Hagstæð Bygging-
arsj.lán áhvflandi. Ymsir góðir greiðsluskil-
málarkomatil greina.
4.100.000
Sólvallagata 29, Keflavík
3ja herb. e.h. ásamt bílskúr. Sérinngangur.
Ibúðin er mikið endumýjuð m.a. ný eld-
húsinnrétting. Eftirsóttur staður. Hagstætt
Byggingarsj.lán áhvílandi með 4,9% vöxt-
um kr. 3.milj.
5.400.000
Norilurtún 2, Sandgerði.
Byijunarbyggingarftamk’væmdir
128 ferm. hússökull, 15 ferm sólhús og
27 feim. bílskúr. Gatnagenðargjald gre-
itt. Öll byggingarleyfi og teikningar
samþykktar. Góðir greiðsluskilmálar,
m.a hægt að taka bitreið uppí útboig-
un.
1.700.000
ftskvinnslu er staflað upp á
plani fyrir framan
verksmiðjuna sem er skílaust
brot á gr. 2.4. r starfsleyfi
þínu.
Það sem íyllti mæhnn endan-
lega var framkoma þín um
helgina, þegar fólk var að
undirbúa fermingar og halda
veislur m.a. í Samkomuhúsi
starðarins, en þá stóð vindur
á norðurbyggð og Samkomu-
hús. Undirritðaur hafði þegar
samband, eins og oft áður,
við verksmiðjustjóra þinn um
að stöðva reksturinn þá
þegar.
Þessari ósk var ekki sinnt.
Við þetta virðingarleysi við
bæjarfélagið og bæjarbúa er
ekki lengur hægt að búa.
Bæjarstjóm mun ekki standa
aðgerðarlaus jvegar tilmælum
réttkjörinna fulltrúa byggðar-
lagsins er ekki svarað eða
þau virt.
Þetta bréf er lokaðavörun
bæjarstjórnar er varðar
núverandi rekstrarleyfi og
þess er krafist, að standi vin-
dátt á bæjarfélagið sé slökkt á
verksmiðjunni án tafar. Auk
þess er það algjört skilyrði að
hálfu bæjarstjórnar að
verksmiðjustjóri verði gerður
ábyrgur er varðar slíkar
aðgerðir.
Rétt er að taka fram að
enginn loforð hafa verið
gefin af hálfu bæjarstjómar
er varðar framlengingu á
leyfinu og verða þau mál
sérstaklega til skoðunar
þegar að því kemur og gert
m.t.t. væntinga um breytin-
gar á mengunarbúnaði sem
Hollustuvemd ríkisins leggur
til.
Ibúar bæjarfélagsins eru að
undirbúa páskahátíð og eiga
von á gestum. Það er krafa
bæjarstjómar búið verði að
koma öllu „hráefni,, í geym-
slur fyrir miðvikudagskvöld
og að allri starfsemi verði
hætt undanbragðalaust ef
minnsta hætta er á að vindur
standi á íbúðarbyggðina.
Undir bréfið skrifar
Sigurður Valur Asbjarnarson
bæjarstjóri.
2
Víkurfréttir