Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 8

Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 8
Félagslíf í Vogum Opið hús hefur verið haldið fyrir 7.-10. bekkinga vikulega í vetur. Einnig hafa verið haldin diskótek fyrir yngri bekkina og hefur nemendaráð og skemmtinefnd Stóru- Vogaskóla aðstoðað við þær uppákomur. 6 fulltrúar frá nemendaráði og skemmti- nefnd fóru á Landsmót Sam- fés sem haldið var í Garða- lundi í Garðabæ í haust. Ymsar uppákomur hafa verið aðrar í vetur m.a. hið árlega Samfésball, málþing barna í Ráðhúsi Reykjavíkur, Sam- suð-teiti fyrir 10. bekkinga á Suðurnesjum og síðast en ekki síst hin árlega plötu- snúðakeppni Samfés. Okkar fulltrúi stóð sig með ágætum og fékk verðiaun fyrir bestu sviðsframkomuna. Félagsaðstaða okkar er að mestu leyti í félagsheimilinu Glaðheimum, en einnig hafa verið haldin vídeókvöld í Stóru-Vogaskóla og borð- tennismót var haldið í íþrótta- miðstöðinni. í febrúar komu tii okkar á diskótek 8.-10. bekkingar frá Klébergsskóla á Kjalamesi og frá Álftanesskóla í Bessastað- arhreppi. Endurguldum við heimsókn 7. bekkinga frá Bessastaðarhreppi s.l. föstu- dag. Árshátíð Stóru-Vogaskóla var haldin 28. mars n.k. og sýndi m.a. leiklistarklúbbur skólans leikritið: Hass, spítt, búss og allt... Það er öruggast að segja nei, undir stjóm Guðmundar Brynjólfssonar. Nemendaráð og skemmti- nefnd Stóru-Vogaskóla. Keílvíkingur tekur þátt í söng- leik í bandarískum skóla. Keflvíkingurinn Sigurður S. Erlingsson stundar nám við Bet- hany college í vestur Virginíu en um þessar mundir standa yfír æfingar hjá honum og samnemum hans á söngleiknum „Namia'1 sem skólinn hyggst setja upp. Taka um 20 nemend- ur þátt í uppfærslunni sem er byggð á „The Lion, the Witch and the Wardrope" eftir C.S. Lewis. Stefnt er að því að halda tvær sýningar í leikhúsi skólans og mun Eric Maigemm, pró- fessor skólans í listum leikstýra þeim. Sigurður er á fyrsta ári í hagfræði og er sonur Valgerðar Sig- urðardóttur. Skýjaborg í Sandgerði Þruman í Grindavík Jæja, þá er loksins komið að fyrsta Þrumupistlinum í vetur. I Þmmunni fer fram þróttmik- ið æskulýðsstarf. Dagskráin er ákveðin af starfsfólki og Þrumuráði. Tvisvar í viku er opið hús þar sem unglingarnir geta komið og spjallað, spilað borðtennis, billjard, þythokkí, hlustað á tónlist og fleira. Klúbbastarfsemi er búin að vera nokkuð öflug og má þar nefna ljósmyndaklúbb, stelpuklúbb málm og véla- klúbb, leiklistarklúbb, kvik- myndaklúbb og klúbb sem heitir: Frá toppi til táar, en þar læra stelpurnar framkomu, líkamsbeitingu, rétt mataræði, borðsiði, fataval og lieira. I vetur em búnar að vera ýmsar uppákomur. Eftirminnilegast var kvöldvakan sem haldin var í nóvember og ríkti þar sannkölluð ævintýrastemm- ing! Oðinn Arnberg kom með gítarinn og hélt uppi söngstemmningu. Starfsfólk sá um leiki og var Þrumuráð búið að koma upp draugahúsi í kjallaranum. Við gistum svo í Þmmunni þessa nótt (reynd- ar sváfum við ekkert). Jólaballið var haldið í Festi og spilaði hljómsveitin Sól- strandagæjamir. Og auðvitað var meinháttar stuð og mættu allir í sínu fínasta pússi. Nú ræðukeppnin var líka haldin í Festi og mætti lið Gmnnskóla Giindavíkur, A liði Holtaskóla (Keflavík). Var rifist um lengra sumarfn en lið Holta- skóla mælti á móti og vann þessa keppni. Farið var á Samfésball 1. mars og fóm 53 unglingar frá okkur, en á ball- inu sjálfu vom 1700 unglingar alls staðar af landinu. Það er margt framundan, Samsuð- ball, sundlaugarpartý, óvissu- ferð og fleira. I Þmmuráði em sjö nemendur úr Grunnskóla Gnndavíkur sem kosnir em af nemendum skólans. Sjáumst hress, Þrumuráð Þessir hressu krakkar voru í Þrumunni fyrir þó nokkru síðan. Við emm frá félagsmiðstöð- inni Skýjaborg f Sandgerði og þar hefur mikið verið að gera í vetur og ætlum við að gefa ykkur nokkra punkta um það. Við eruni með opin hús hvern þriðjudag, annan hvern fyrir 6.-7. bekk og hina fyrir 8.-10. bekk. Diskótekin hjá okkur eru annan hvern föstudag fyrir 6.-10. bekk. Diskótekin hafa verið nteð ýmsum hætti t.d. höfum við haft paraball og vom pör kvöldsins þau Sig- rún Sigurðardóttir og Jón Aðalsteinn Norðfjörð ( 8.- 10. bekkur) og Inga Guð- laug Helgadóttir og Svein- björn Magnússon (6.-7. bekkur) Einnig höfum við haft furðufata, öskupoka og gnmubúningadiskótek og hafa þau heppnast stóifeng- lega. Daginn eftir að snjóflóðið á Flateyri lell héldum við diskótek og rann ágóðinn f Samhugur í verki. Einnig samdi Halli Valli (einn af nemendum skólans) lag til minningar um þá sem að létust og var það fmmflutt af Halla Valla og Jórunni Björk. Fyrir áramót völdum við herra og ungfrú Skýjaborg og vom Rebekka Þonnar og Guðmundur A. Omarsson valin hjá yngri hópnum og hjá eldri voru það Freyja Sigurðardóttir og Steinar Örn Birgisson. Við héldum eftirhermu- keppni og gekk hún mjög vel týrir sig? Vegna örlittla samskipta- örðuleika milli nemenda og kennara héldum við smá „partý" öll saman og var frábært stuð. Kennarar komu og léku fyrir okkur Rauðhettu í nýrri mynd. Einnig komu nemendur með frábær atriði. Allir skemmtu sér konunglega og var ákveðið að endurtaka þetta fljótlega. 15. mars s.l. héldum við uppá hina árlegu árshátíð okkai'. Það var „mikið grín, mikið ganian" hjá okkur. Hljómsveitin Dúr-x kom og spilaði fyrir okkur og einnig spilaði stórhljómsveitin Konukvöl og skemmtu allir sér fr ábærlega. Við ætlum að halda náms- maraþon fyrir 9. og 10. bekk,l2. og 13. apríl n.k. og er ætlunin að læra stanslaust í 24. klukkustundir. Þetta og margt annað mun gerast hjá okkur í félags- miðstöðinni Skýjaborg í vetur og vonandi hafa allir getað haft gaman af því sem nemendaráð hefur haft fyrir stafni þetta skólaár. f.h. nemendaráðs Jórunn Björk og Berglind Ósk Vorhugur í FS-ingum Það var sannkallaður vorhug- ur í nemendum Fjölbrauta- skóla Suðumesja sl. föstudag. Dagurinn var tekinn snemma og fóru allir nemendur í úti- leikftmi. Þegar líða tók að há- degi vom grillin dregin fram og pylsur glóðaðar. Hljóm- sveitin ÞUSL, sem nýtur mik- illa vinsælda á Suðurnesjum, lék lög og nemendur nutu sín í veðurblíðunni, enda vor í lofti. Um kvöldið var síðan árshátíð skólans í Stapa. Með- fylgjandi myndir tók Hilmar Bragi við Fjölbrautaskólann á föstudaginn. 8 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.