Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 10
EINS OG SANDGERÐI
Á aðalfundi Hitaveitu Suður-
nesja báru viðskipti varnar-
liðsins við fyrirtækið á góma,
sem von var, enda stærsti við-
skiptavinurinn. Fram kom að
óvíst yrði með þróun þeirra
viðskipta, t.d. með sölu vatns í
stóra flugskýli varnarliðsins
en þangað fer jafn mikið vatn
og í allt bæjarfélagið í Sand-
gerði...
HLUTAFÉLAG
Júlíus Hitaveituforstjóri reif-
aði hugmyndir um breytingu á
rekstrarformi Hitaveitu Suður-
nesja í hlutafélag. Eigendur í
dag eru bæjarfélögin á Suður-
nesjum, en þau eiga 80%, þar
af Reykjanesbær 52% og Rík-
issjóður en hann á 20%. Ekki
eru allir á eitt sáttir með hluta-
félagahugmyndimar og heyra
mátti úr röðurn sveitarstjórn-
armanna að þeir töldu að ekki
væri óeðlilegt að hluti af
hagnaði HS rynni beint til
sveitarfélaganna. Á máli Júlí-
usar var það hins vegar að
heyra að vildi hann koma í
veg fyrir hvers kyns „sköttun"
♦ Frá aðalfundi Hitaveitu Suðurnesja sl. föstudag. Júlíus Jón
Jónsson, forstjóri í ræðustól.
fyrirtækisins verið unnið sam-
kvæmt altækri gæðastjórnun
(AGS), sem væri stjórnunarað-
ferð sem væri sífellt að festa sig
betur í sessi í viðskiptalífinu.
Meðal liða í AGS starfinu hjá
Hitaveitunni var stefna fyrirtæk-
isins sem var samþykkt af stjóm
þar sem hún er að vera best rekna
orkufyrirtæki landsins. Auk þess
að laga þjónustu og og fram-
leiðslu fyrirtækisins að óskum
viðskiptavina með stöðugum um-
bótum og lægsta orkuverði á
landinu, svo eitthvað sé nefnt.
I skýrslu Júlíusar kom hann m.a.
inn á rekstrarform orkufyrirtækja,
en iðnaðarráðherra hefur skipað
nefnd til að endurskoða orkulög
og fylgjast með faglegum úttekt-
um á mati á kostum og göllum
mismunandi rekstrarformum
orkufyrirtækja. „Það væri verðugt
verkefni fyrir Hitaveitu Suður-
nesja að vera í fararbroddi í þess-
ari þróun, og því ættu eigendur
fyrirtækisins að beita sér fyrir
skoðun á kostum og göllum
breytts rekstarforms, t.d. hlutafé-
lagaformsins. Það er Ijóst að nú-
verandi skipulag hefur gengið sér
til húðar. Fyrirtækið hefur t.d. nú
um all langt skeið verið vettvang-
ur deilna eignaraðilanna um hvort
því beri að greiða fasteignagjöld
eða ekki. Þá er Ijóst að það verður
æ algengara að sveitarfélgöin
horfí til orkufyrirtækjanna sem
opinnar leiðar til að auka skatt-
heimtu á íbúana. Með því að
breyta í hlutafélagsformið væri
slíkum gjöminum settar eðlilegar
skorður, og jafnframt ýmsum
duldum eða óbeinum framlögum,
þannig að rekstur fyrirtækjanna
yrði skilvirkari og „gegnsærri“.
Því tel ég það sérstaklega verðugt
verkefni fyrir Hitaveitu Suður-
nesja að vera fánaberi í slíkri end-
urskipulagningu rekstrarafyrir-
komulags og skyldra atriða“,
sagði Júlíus.
í framtíðinni frá sveitarfélög-
unum og stefnan ætti frekar
að vera sú að notendumir, þ.e.
bæjarbúar, ættu að njóta góðs
afraksturs fyrirtækisins, með
t.d. lægri taxta og betri þjón-
ustu, því þeir væru forsenda
góðs gengis fyrirtækisins...
NÝIR í STJÓRN
Iðnaðar- og íjármálaráðuneyt-
ið skipuðu nýja menn í stjóm
Hitaveitunnar. Iðnaðarráðu-
neytið tilefndi Guðjón Stef-
ánsson. kaupfélagsstjóra og
leysir hann Karl Steinar
Guðnason af hólmi en Fjár-
málaráðuneytið Árna Ragnar
Ámason, þingmann.
Hitaveita Suðurnesja:
Hagnaður yfir
milljarð síðustu 4 ár
festinga í orkuveri, veitukerfum
o.fl. Hagnaður síðustu fjögur árin
nemur rúmum milljarði kr.
Skuldastaða fyrirtækisins hefur
því batnað til muna og langtíma-
skuldir í árslok, með næsta árs af-
borgunum, voru 763,5 m.kr. en
1.600,4 m.kr. í ársbyrjun, þannig
að þær hafa lækkað um 52,3% á
árinu.
Júlíus nefndi nokkur atriði sem
hann taldi þurfa hafa í huga varð-
andi framtíðarstöðu fyrirtækisins.
Hann benti á lækkun gjaldskrár
sem lækkar stöðugt að raungildi,
en eins og fram hefur komið
lækkar heimilistaxti HS um
12,5% frá 1. april, þrátt fyrir 3%
hækkun Landsvirkjunar. I um-
ræðu um lækkanir kom fram hjá
Júlíusi að ef vatnsverð hefði fylgt
neysluvöruvísitölu eða bygging-
arvísitölu frá 1985, þegar Hita-
veitan og rafveitumar sameinuð-
ust, væri verð hvers mínútulítra
yfir 2800 kr. en er nú um 1800 kr.
Verð hverrar kílóvattstundar væri
um 13,50 kr. en er 6,50. Miðað
við meðalnotkun heimilis sé 2,5
mín.lítrar og 3.500 kWst, sem
væri vægt áætlað, er árlegur
spamaður hvers heimilis um 55
þús. kr.
Stærsti viðskiptavinur Hitaveit-
unnar, varnarliðið, hefur dregið
úr vatnskaupum sínum undanfar-
in ár og Júlíus sagði að ekki væri
gott að segja til um þróunina í
þeim málum. „Það er ijóst að
tekjur fyrirtækisins fara enn
lækkandi að raungildi a.m.k.
nokkur ókomin ár, en þær voru
sl. ár um 7% minni að raungildi
en 1992. Þessari tekjulækkun
verður að mæta með lækkun
rekstargjalda og er þvt' m.a. unnið |
að aukinni hagræðingu og fyrir- |
byggjandi viðhaldi", sagði Júlíus
og benti einnig á að viðhalds-
kostnaður orkuvers og hitaveitu-
kerfa mundi fara vaxandi á næstu
árum þar sem stór hluti alls bún-
aðar og tilheyrandi sé orðinn 18-
20 ára gamall. Lækkun skulda
minnkaði síðan vaxtakostnað,
þannig að með skynsamlegri
stjórnun fyrirtækisins hefði það
alla möguleika og burði til að |
vera í fararbroddi á sviði orku-
mála og burðarás á Suðumesjum. I
Júlíus fræddi aðalfundargesti á
því að frá árinu 1993 hefði innan
Þrjúhundruð fimmtíu og sjö
milljóna króna hagnaður varð á
rekstri Hitaveitu Suðurnesja á
síðasta ári. Þetta er ellefta árið í
röð sem verulegu hagnaður er af
rekstri HS en aðalfundur fyrir-
tækisins var haldinn sl. fóstudag.
Rekstrartekjur á árinu námu 1770
milljónum króna sem er 1,3%
lækkun í krónutölu og 4,3%
lækkun að raungildi. Af rekstrar-
tekjum vom 59,2% af vatnssölu,
38,7% af raforkusölu og
tengigjöld og aðrar tekjur námu
2%. Rekstrargjöld voru 1.413
millj. kr. en þar af vom afskriftir
572 millj. kr. (40,5%). Fjár-
magnsliðir voru jákvæðir, aðal-
lega vegna gengisþróunar, um 63
millj. kr. Á árinu 1995 var loka-
niðurstaða rekstrarreiknings
nokkuð betri en árið áður eða
356,6 millj. kr. hagnaður eins og
fyrr greinir.
Júlíus Jónsson, forstjóri, vakti þó
athygli á því í skýrslu sinni að
hagnaður fyrir tjármagnsliði fer
sífellt lækandi, svo og rekstrar-
tekjur. Hagnaði ársins, var eins
og áður, varið til að bæta eigin-
Qárstöðu fyrirtækisins og til fjár-
íslenska Magnesíumfélagið hf. stofnað:
Hlutafé 60
milljónir kr.
Fjórir aðilar stóðu að stofn-
un hlutafélags um rekstur
magnesíumverksmiðju á
Reykjanesi, Islenska Magn-
esíumfélagið hf. Hlutafé er
60 millj. kr. og var stofndag-
ur 29. febrúar sl.
Þeir sem standa að hlutafé-
laginu eru Hitaveita Suður-
nesja með 71,7%, Byggða-
stofnun með um 16,7%,
Reykjanesbær með 7,5% og
Atvinnuþróunarfélagið með
4,1%.
Á aðalfundi Hitaveitunnar
sl. föstudag kom fram að
fyrirtækið hefur unnið að
eflingu atvinnulífs á svæð-
inu. Megin áhersla hefur
verið lögð á verkefni sem
snúa að rekstri og hlutverki
Hitaveitunnar, þ.e. að virkja
jarðhita í Svartsengi og ann-
ars staðar á Reykjanesi ef
hagkvæmt þykir og önnur
nýting á jarðgufu og heitu
grunnvatni. Sagði Júlíus
Jónsson. forstjóri að kalla
niætti þetta markaðsöflun
fyrirtækisins, sértaklega t
ljósi þess að við blasir að
orkusala minnki á næstu
árum. Með magnesíumverk-
smiðju myndi raforkunotk-
unin a.m.k. þrefaldast á
svæðinu og sala gufu gæti
orðið 7-900 þús. tonn á ári.
Takist að stofnsetja slíka
verksmiðju yrði það ómæld
lyftistöng fyrir svæðið.
Fyrri hluta hagkvæmnisat-
hugunar lýkur í maí og verð-
ur formlega kynntur 21. þess
mánaðar og verður útlagður
kostnaður þá rúmlega 40
millj. kr. Þá er Hitaveitan
með í fleiri verkefnum.
Meðal annars má nefna að
viðræður standa við þijá að-
ila sem hafa áhuga á starf-
seminni í Saltverksmiðjunni
á Reykjanesi en Hitaveitan
keypti allan búnað til salt-
vinnslu þar árið 1994.
10
Víkurfréttir