Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 11
Móttaka slasaðra og bráðveikra hefur verið til húsa í Sjúkrahúsi Suðurnesja sl. 6 ár. Ekki eru þó allir sem átta sig á því, að í raun er hún tvískipt, þannig að heilsugæslulæknar sinna þeim sem veikjast, en slysum aftur á móti er sinnt af sjúkrahúslæknum. Þetta hefur verið óbreytt um 6 ára skeið, en fyrir þann tíma sinntu heilsu- gæslulæknar bæði veikum og slösuðum. Á dagvinnutíma er okkur til halds og trausts hjúkr- unarfræðingur á slysamóttöku og hægt að kalla til hjúkrunar- fræðinga af almennu deildinni ef stærri slys ber að utan dag- vinnutíma. Lengi hefur það verið ósk okkar sem helst höfum komið að mál- efnum bráðamóttöku, að fá að bæta þá starfsemi og auka hana. Eins og venjulega er það bæði peninga- og plássleysi, sem helst bregður fyrir okkur fæti, en ég verð Ifka að viðurkenna, að oft finnst mér að slysaþjón- ustan fái ekki að njóta sann- mælis. Eg ætla ekki að fjölyrða um flugkonuna sem mest hefur ver- ið í fréttunum. Eins og bent hef- ur verið á, þá lenda öll sjúkra- hús í svona málum og hægt að tína til ef vilji er fyrir hendi margar sögur um slfkt annars staðar frá. Enginn er þó bættari með slíku og ég læt öðrum læknum það eftir að nota slíkar aðferðir. Aftur á móti er rétt, að staldra enn frekar við og reyna að átta sig á hvernig bæta má þjónustuna. I sparnaðarumræðu, sem upp- haflega má rekja til tilsjónar- manns er ýmislegt, sem ég tel að rýri enn frekar þessa þjón- ustu. I fyrsta lagi hugmyndir um að leggja af símavaktina kvöld og nætur, en treysta því að starfsfólk á deildinni geti skotist í síma eða dyravörslu þegar slíkt ber að. I öðru lagi, að færa slysin að hluta eða alveg aftur til heilsu- gæslunnar. Það þýddi einfald- lega það, að heimilislæknir á vakt skal sinna bráðatilfellum t.d. hjartasjúkdómum eins og í dag, taka á móti veiku fólki á heilsugæslustöðinni, fara í vitj- anir og svo bæta slysunum ofan á allt. Þetta er auðvitað út í hött. Með allri virðingu fyrir félög- um mínum á heilsugæslunni þá Bráðamóttaka á Suðurnesjum er ekki vinnandi vegur að gera þetta allt svo vel sé. Hvað ef menn eru staddir í vitjun t.d. úti í Sandgerði eða í Grindavík þegar slys ber að, eða með bið- stofu fulla af veiku fólki þegar koma e.t.v. 3-4 menn úr um- ferðarslysi. Það er einfaldlega ekki hægt að minnka þá þjónustu sem boðið er upp á heldur þarf að bæta hana frekar. Líka hefur verið talað um, að rétt sé að tveir heilsugæslu- læknar standi vaktina a.in.k. hluta sólarhringsins og sinni þá slysum. Eg vil benda á að bæði heilsugæslulæknar og sjúkra- húslæknar þurfa að vinna venjulega dagvinnu, hvort sem þeir hafa unnið kvöldið og nótt- ina eða ekki. Það er varla hægt að ætlast til að menn vinni 3-4. hvert kvöld og nótt árið um kring og skili fullu og góðu starfi alla daga líka. Það er líka eðlilegra að mínu mati að skurðlæknar og bæklunarlæknar sinni brotum og sárum en heim- ilislæknar enda eru víðast hvar byggðar slysastofur með slíku fyrirkomulagi. Hvaða vandamál eru til staðar? Þegar bráðveikur einstaklingur kemur á heilsugæslustöðina ( eða sjúkrahúsið ) þá er ekki tryggt að læknirinn sé á næstu grösum, hann gæti t.d. verið í vitjun eða verið á leiðinni á staðinn. Sama er upp á teningnum með sjúkrahúslækninn og slysin að öðru leyti en því, að hann á aldrei að vera langt undan og með kalltæki upp á vasann enda fer hann ekki í vitjanir. Hann sinnir líka fæðingum. innlögn- um og veikindum á sjúkrahús- inu, en ef slys eru alvarleg verður að sjálfsögðu allt annað að bíða. Auðvitað væri best, að alltaf væri læknir á sjúkrahúsinu sem sinnti slysum og gæti byrjað meðhöndlun bráðveikra einnig ef heilsugæslulæknirinn er ekki í húsinu. Trúlega átta menn sig ekki á því, að á SHS eru læknar aðeins í tæplega 3 stöðugildum ef svæfingalæknirinn, sem ekki tekur slysavaktir er undanskil- inn. Til að sinna öllu sjúkrahús- inu. Víðihlíð, fæðingum og slysum, gera aðgerðir og standa vaktir. Tæpar þrjár stöður. Þetta er auðvitað skammarlega lítið og nægir engan veginn til «ð þjónusta 15.000 manna byggð svo skammlaust sé. Við höfum sótt um að fá að ráða bæklunar- lækni í hálfa stöðu einmitt til að bæta slysamóttöku, en alltaf fengið neitun, fjárveiting fæst ekki. Hvað vil ég? Ég minni á áður en lengra er haldið, að sam- kvæmt skýrslu Ríkisendurskoð- unar er starfsfólk SHS að skila meiri vinnu og undir meira álagi en starfsfólk þeirra 6 sjúkrahúsa annara sem könnuð voru. Mönnun á almennri deild SHS þyrfti að vera betri, þannig að ávallt væri hjúkrunarfræð- ingur með kalltæki á sér kvöld og nætur, er svarað gæti fyrir- spurnum um veikindi og slys f síma og tekið á móti þeim sjúk- lingum er koma á bráðamót- töku. Mönnun lækna verði bætt þan- nig að skurðlæknir eða bæklun- arlæknir sé sem oftast til taks vegna alvarlegri slysa. Einnig opnast sá möguleiki með betri mönnun að heilsugæsla og sjúkrahús geti stutt hvort annað betur, t.d. ef læknir þarf að fylg- ja sjúkling til Reykjavíkur og við alvarlegri tilfelli t.d. endur- lífgun þar sem sjúkrahúslæknar gætu aðstoðað og stundum jafn- vel verið fyrri á staðinn ef t.d. heimilislæknirinn er í vitjun. Ég er sífellt að predika það, að meginhlutverk SHS eigi að vera grunnþjónusta við Suðurnesin. Það er í sjálfu sér í lagi að láta sig dreyma um sérhæfðar deild- ir sem sinni utanhéraðsfólki í ákveðnum málun, en það má aldrei verða á kostnað þess, að við getum sinnt okkar heima- fólki sem skildi og fyrst og fremst skal barist fyrir því. I lokin þetta. Þessar hugleiðing- ar mínar eru að sjálfsögðu að- eins skoðanir eins manns, en flestallir sem ég hef rætt við eru sama sinnis. Ég endurtek það sem ég setti á blað um daginn, ef sjúkrahúsið getur ekki sinnt grunnþjónustu við íbúa Suður- nesja þá hefur það fyrirgert til- verurétti sínum. Látum það ekki henda. Hrafnkell Oskarsson yfirlæknir SHS. MUNIÐ ÖRYOCIS- MÁLBARNA SÍM5VARINN ER421 6735 TAKIÐ EFTIR SÍM5VARI FÍKNIEFNA- LÖ6RECLU ER471 5525 Hafnargötu 36 símí 421 3066 Samvinnufertor Landsýn Mll Auglýsingasfminn er 421-4717 12" PIZZA m/tiieimr áleggstegndum SÍMI421 4777 fHl TIUIU) HVNDAMðlK HAFNAR6ÖTU 52-SÍMI4214290 Bpif • mt-iiit* ÖIIBVLGJU • FM • Einnig tilhcyrandi lengihúnadur og magnarar! R4FBLÐ R.Ó. Hafnargiitu 52 - sími 4213337 TAXI SFMHBILAR 4311511 4214797 MATARLYST mmmm AXELS Öryggisskór Hlífðargleraugu Eyrnaskjól GRÓFINNI8 - SÍMI4214670 Y íkurfréttir 11

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.