Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 7
Útvegsmannafélög Suðurnesja og Hafnarjjarðar:
Mótmæla samkomu-
lagi við smábáta
Stjórnir og trúnaðarráð Út-
vegsmannafélags Suðumesja
og Hafnarfjarðar mótmæla
harðlega þeirri mismunun
sem felst í samkomulagi því
sem sjávarútvegsráðherra hef-
ur á laun gert við Landssam-
band smábátaeigenda.
1 tilkynningu frá félögunum
kemur fram að á meðan hinir
hefðbundnu vertíðarbátar og
togarar hafa þuift að taka á sig
sífellt meiri skerðingu í afla-
heimildum, allt að 72% í
þorski, hefur smábátaútgerðin
fengið að leika lausum hala
og aukið sinn hlut úr rúmlega
3% heildaraflans í tæplega
27%.
Smábátaútgerðin hefur engan
þátt tekið í uppbyggingu
þorskstofnsins á meðan að
svo mikið hefur verið þrengt
að útgerð stærri báta að fjöldi
skipa hefur verið seldur til út-
landa og útgerðir hafa orðið
gjaldþrota. Togaraútgerðin
hefur brugðist við með sókn á
tjarlæg mið og í sameiningu
hefúr bátaútgerðin og togara-
útgerðin unnið markvisst að
uppbyggingu þorskstofnsins.
Nú eiga smábátamenn að fá
að njóta góðs af uppbygging-
arstarfi annarra með því að
teknar eru aflaheimildir af
bátum og torgurum þeim til
handa. Við svona vinnubrögð
verður ekki búið og skora
stjórnir og trúðnaðarráða Út-
vegsmannafélags Suðurnesja
og Hafnatfjarðar á þingmenn
að leiðrétta þá mismunun sem
í samkomulaginu felst, þegar
málið kemur til afgreiðslu Al
þingis.
♦ Stanveiðimenn við seltjörn á opnunardaginn
með góða veiði.
Anna Maria
sýnir á Ránni
Anna María Guðlaugsdóttir opnar
einkasýningu á verkum sínum á
skírdag. Þetta er þriðja einkasýning
Önnu Maríu en hún hefur tekið þátt í
nokkrum samsýningum hér og er-
lendis.
Sýningin stendur öllum opin á opn-
unartíma Rárinnar, fram að 28. apríl.
Seltjörn og Sólbrekkur opna
Veiði og útivistarsvæðið Seltjöm og Sólbrekkur við Grindavíkurveg opnaði í blíðskaparveðri
um síðustu Helgi.
Stangveiðin í Seltjöm fer vel af stað og er fískurinn vænn undan vetri. Að sögn staðarhaldara
em kjöraðstæður ?il stangveiði þessa dagana, vatnið um 6 gráðu heitt og fiskur vakandi um allt
allt en á sama tíma í fyrra var um 60 sentimetra þykkur ís á vatninu. Byrjað er að sleppa sil-
ungi, en alls er gert ráð fyrir að sleppa um 8.000 silungum í sumar, þar af um 1.500 fyrir
páska. Er þetta fimmta sumarið sem silungi er sleppt í vatnið. Mikil gróska er í sólbrekkusk-
kógi enda verið gróðursettar tugþúsundir plantna í átaksverkefni bæjarfélagsins þar undanfarin
ár, sem nú em að skila sér í myndarlegum skógi.’
Útivistarsvæðið eropiðöllum frá kl. 10.00 til 21.00 alladaga.
Fundur um
stjórn fiskveiða
Fundur um stjóm fiskveiða
verður haldinn á Flughóteli
(göngugötu)fimmtudaginn
II .apríl kl. 20.30.
Frummælendur verða dr.
Ólafur Karvel Pálsson,
fiskifræðingur og fjallar
hann um stofnstærðarmæl-
ingar með svonefndu „tog-
araralli" og niðurstöður af
síðasta „ralli" með tilliti til
hugsanlegrar aukningar á
kvóta á yfirstandandi fisk-
veiðiári. Vilhjálmur Þor-
steinsson, fiskifræðingur
mun fjalla um svonefnt
„netarall" sem er nú í fyrsta
sinn reynt til að stofnstærð-
armæla þorsk.
Vilhjálmur mun einnig
greina frá upplýsingum sem
fengist hafa úr rafeinda-
merkingum á þorski, en
merkin gefa m.a. upplýsing-
ar um dýpi og hitastig sjáv-
ar sem fiskurinn hefúr synt
í.
Að loknum framsöguræð-
um verða leyfðar fyrir-
spumir og umræður. Fund-
arstjóri verður Kristján
Pálsson, þingmaður. Fund-
urinn er opinn öllum áhuga-
mönnum um sjávarútvegs-
mál.
Galsabrœður:
Segja
m
Stapa-
samningi
Galsabræður, þeir Gísli Jó-
hannsson og Hafsteinn Ingi-
bergsson, sem leigt hafa
Stapann í Njarðvík undan-
fama sextán mánuði, hafa sagt
upp leigusamningnum. Tekur
uppsögnin gildi einhvem tíma
á næstu mánuðum.
Að sögn þeirra Galsabræðra
er ástæðan fyrir uppsögninni
persónulegar. Að öðru leyti
vildu þeir ekki tjá sig meira
um málið.
Aðalfundur
Olísamlags Keflavíkur
og nágr.
verður haldinn á veitingahúsinu
Glóðinni þriðjudaginn
9. apríl kl. 16.00.
Venjuleg aðalfundarstörf
Stjórnin
Varnar liöiö
Varnarliðið á Keflavíkurflugvelli óskar
að ráða sálfræðing/félagsráð-
gjafa til starfa hjá Félagsmálastofnun
Flotastöðvar Varnarliðsins.
Starfið felur í sér ráðgjöf/meðferð við
einstaklinga og fjölskyldur ásamt nám-
skeiðahaldi.
Kröfur til menntunar og starfsreynslu
eru þær að umsækjendur uppfylli rétt-
indakröfur bandarísku félagsráðgjafa-
eða sálfræðingasamtakanna.
Krafist er mjög góðrar enskukunnáttu
ásamt góðri framkomu og lipurð í sam-
skiptum.
Umsóknum sé skilað á ensku
Upplýsingar um námsferil og fyrri störf
þurfa að fylgja umsóknum ásamt rétt-
indaskírteinum.
Umsóknir berist til Varnarmálaskrif-
stofu, ráðningadeild, Brekkustíg 39,
260 Njarðvík, sími 421 1973 eigi síðar
en 17. apríl 1996.
Starfslýsing liggur þar frammi til af-
lestrar fyrir umsækjendur og er þeim
bent á að lesa hana áður en sótt er
um.
Umsóknareyðublöð fást á sama stað.
Víkurfréttir
7