Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 5
Himmtuda&slmo.lm
Fritt mn til miðnættis!
f 400 krónur eftir það.
töJfínyáduririri laifaii
OonumfdímiðnæitiPrOoiðliillklíB&JO.O
Lauqámagskvöldi
OffiðwlL WsOmtnl&MOM
Paskada askvölm
- QpidltillklBOÆO.O
MfíhmPWImiskuim
ODÍdl<I.J!8;OOItil[Q2:00
Pinnar & Pæjur
Símtalið
Friðrik Rúnarsson, þjálfari
Grindvíkinga í Körfu
Hvemig
leggjast
úrslitaleik-
imir í þig?
„Þeir leggjast bara vel í mig.
Við stefnum að því að vinna
og værum ekki að þessu ann-
ars. Þetta er þriðji leikurinn
sem við spiluni í kvöld en við
verðum að vinna ljóra. Maður
er spenntur en þreytan kemur
ekki fyrr en þetta er búið og
hópurinn verður að vera í lagi
þegar að kemur að úrslitaleikj-
um“.
Viltu spá um úrslitin?
„Við mætum til leiks með því
hugarfari að sigra leikinn. Við
höfum harma að hefna og ætl-
um við að bæta um betur og
sigra þá. Eg nefni engar
tölur heldur stefnum við
einfaldlega á sigur."
Sigrún Sævars-
dóttir er 21 árs
Suðurnesjamær
með tónlistina í
blóðinu en hún
er dóttir hjón-
anna Ragnheiðar Skúla-
dóttur, píanóleikara og
Sævars Helgasonar og er sú
fjölskylda mörgum kunn
fyrir hæfíleika á tónlistar-
sviðinu. Hún stundar nú
nám við Tónlistarskóla
Reykjavíkur, nánar tiltekið
í blásarakennaradeild. Þar
er hún að læra á tvenn
hljóðfæri, básúnu og píanó.
Asamt nárninu í Reykjavík
hefur Sigrún kennt við Tón-
listarskóla Keflavíkur s.l.
fjögur ár, eða frá því að hún
var 17 ára.
„Eg er að taka 7. stig á
básúnu og tek ég 8. stigið á
næsta ári til þess að útskrif-
ast en þá er ég komin með
kennarapról'4 segir Sigrún.
„Þetta er nijög skemmtilegt
nám. Það byggist upp á
einkatímum í hljóðfæraleik
en svo er það í mörgu líkt
fjölbrautakerfínu þar sem
maður þarf að klára vissa
áfanga. Þetta eru alveg frá-
bærir krakkar sem maður
kynnist, maður hittir fólk
allstaðar af á landinu og
myndast þéttur vinahópur.
Eg spila í nokkrum hljóm-
sveitum með náminu þ.á.m.
stórsveit Reykjavíkur og
Sinfóníuhljómsveit æskunn-
ar. Eg hef einnig verið að
spila með sinfóníuhljóm-
sveit áhugamanna, lúðra-
sveitinni Svanur og með
skólasveitinni í mínum
skóla.
Af hverju básúna?
„Það vantaði básúnu í Létt-
sveit Tónlistarskóla Kefla-
víkur og svo hafði ég líka
verið að læra á píanóið þar
sem ég var mikið ein heima
að æfa mig og vildi ég fá
einhvern félagskap.“
Nú ert þú að kenna í Tón-
listarkólanum hér?
„Já, ég hef verið að gera
það síðastliðin fjögur ár.
Þar er ég að kenna þremur
básúnunemendum á aldrin-
um 10 - 17 ára og einum
nemenda á trompet nú og
svo stjórna ég litlu lúðra-
sveitinni“
Framtíðin?
„I sumar ætla ég bara að
reyna að æfa mig og kenna
kannski einkatíma og
möguleiki er að ég fari á
námskeið eriendis. Síðan
tek ég 7. stig á píanó í haust
og 8. stig næsta vor til þess
að fá kennarapróf. Eg veit
ekki hvort ég tek annað ár
til viðbótar til þess að út-
skrifast með burtfarar eða
einleikarapróf en ég hugsa
að ég endi með því að fara
út til náms.“
Hvað er ást?
Oddur Gunnarsson, 5 ára:
„Það er að gifta sig.“
Víkurfréttir
5