Víkurfréttir


Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 02.04.1996, Blaðsíða 3
Formannsbylting i Verslunarmannafélaginu? „Ég verð alltaf að reikna með því að það geti komið mótframboð og neita því ekki að ég hef heyrt orðróm um það núna“, sagði Jóhann Geirdal, formaður Verslunar- mannafélags Suðurnesja í morgun en blaðið hefur heimildir fyrir því að Magn- ús Gíslason, fyrrverandi for- maður félagsins sé að íhuga mótframboð. Sú breyting hefur orðið á formannskjöri félagsins að það fer nú fram á aðalfundi í stað sérstakrar kosningar. Þannig var háttur á í fyrra og á fundi stjómar og trúnaðar- ráðs félagsins fyrir skömmu var samþykkt að gera slíkt hið sama nú. Orðrómur um mótframboð hefur komið í kjölfar nokk- urrar óánægju með störf Jó- hanns og þá sérstaklega frá félagsmönnum á Keflavíkur- flugvelli. Einnig hefur blað- ið traustar heimildir fyrir því að aðilar í stjórn félagsins hafi farið þess á leit við fleiri aðila um að gefa kost á sér til formanns. Ekki náðist í Magnús Gíslason í morgun. „Ég gef kost á mér áfram", sagði Jóhann og bætti því við að mikil vinna hafi að undanförnu farið f málefni kaupskrámefndar. „Það hef- ur verið góður skriður á þeim málum og ég á jafnvel von á jákvæðum niðurstöð- um úr þeim fljótlega“. Aðalfundur Verslunar- mannafélagsins verður 11. apríl nk. Fjölmenni við útför Ragnars Utför Ragnars Guðleifssonar, heiðursborgaia Keflavíkur fór fram frá Keflavíkurkirkju sl. fimmtudag. Mikið íjölmenni var við jarðarförina en séra Olafur Oddur Jónsson, sókn- arprestur jarðsöng. Bæjar- stjórar og bæjarstjómarmenn ásamt verkalýðsfélögum og sóknamefndarmönnum báru kistu hins látna. VF-myndir/hbb. ¥ Perlan Opnunartími um páskana Skírdagur: 10-14 Föstudagurinn langi: lokað Laugardagur 6. apríl: 10-14 Páskadagur: lokað 2. í páskum: lokað Opið eins og venjulega þriöjudaginn 9.apríl Oleðilega páskahátíð Perlan Beðið eftir Ómarsrevíu Nú styttist óðum í frumsýn- ingu Leikfélags Keflavíkur á revíu Omars Jóhannssonar, Sameinaðir stöndum vér (sundraðir..) en Omar er Suð- umesjabúum að góðu kunnur fyrir fyrri revíur sem hafa slegið öll aðsóknarmet hjá Leikfélagi Keflavíkur. Þar hafa menn og málefni sem tengjast svæðinu verið tekin fyrir á gamansaman máta og er sameining bæjarfélaganna og nafnamálið kveikjan að þessari revíu sem verður fmmsýnd föstudaginn 12. apr- íl. Nánar verður fjallað um sýninguna í næsta blaði. ♦ Aðstandendur sýningar- innar, þau Ómar Jóhanns- son, Guðný Kristjánsdóttir form. LK og Þórarinn Ey- fjörð leikstjóri. MIÐBÆL HRINGBRAUT 92 - KEFLAVÍK - SÍMI 421 3600 GLEÐILEGA PÁSKA! • Skírdagur kl. 10-22 • Föstudagurinn langi - LOKAD • Laugardagur kl. 10-22 • Páskadagur - LOKAÐ • Annar í páskum kl. 12-22 / 'í' Atvinna Gerðahreppur auglýsir lausa stöðu launafull- trúa á skrifstofu. Um 75% stöðu er að ræða. Launafulltrúi gegnir jafnframt stöðu gjaldkera á skrifstofu og ritar fundargerðir hreppsnefnd- ar. Reynsla við tölvuvinnslu er nauðsynleg og æskilegt að umsækjandi hafi reynslu af launa- útreikningi. Umsækjandi þarf að geta hafið störf sem fyrst. Umsóknarfrestur er til 17. apríl 1996. Allar nánari upplýsingar gefur sveitarstjóri í síma 422 7108. Sveitarstjóri Gerðahrepps Traust hjón með tvö börn óska eftir íbúð eða raðhúsi á Suðurnesjum. Upplýsingar í síma 421 1401 Félagsleg íbúð í Garði Laus er til umsóknar 3 herbergja félagsleg íbúð að Heiðartúni 4 í Garði. Umsóknarfrestur er til 16. apríl 1996. Húsnæðisnefnd Gerðahrepps. Yíkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.