Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 29.05.1997, Blaðsíða 3
Hölnln gjaldþrota? „VeriíS a5 horfa til framtíðar“, segir Þorsteinn Erlingsson bæjarfulltrúi Ragnar Halldórsson bæjarfull- trúi Alþýðuflokks telur nauð- synlegt að bæjaryfirvöld grípi inn í reksOtr haffiarinnar Kefla- vík Njarðvík sem nú er hluti Hafnarsamlags Suðumesja þar sem hún geti ekki borið sig og sé í raun gjaldþrota. Lagði liann frant bókun um málið á fundi bæjarstjórnar þann 20. tnaí sl. þar sem segir m.a. „Arsreikningurinn sýnir svo ekki verður um villst að þau varnaðarorð sem við í minnihlutanum höfum viðhaft á undanfömum árum urn rekstur- inn hafa átt fullan rétt á sér. Heildarskuldir hafnarinnar hækkuðu um 84 milljónir á ár- inu 1996 og eru orðnar 640 alls. Skuldir í árslok vom 1139% af tekjum og skuldir umfram pen- ingalegar eignir því 754%. Tap ársins nam 58 milljónum". Ragnar sagði að ekki þyrfti að fjölyrða um árangur meirihlut- ans í hafnarstjóm þar sem árs- reikningar tali sínu máli. Þorsteinn Erlingsson bæjarfull- trúi Sjálfstæðisflokks tók til máls á fundinum og sagði framkvæmdir við höfnina vera til 100 ára. Hann sagði jafn- ffarnt að gert væri ráð íyrir því að höfnin yrði skuldlaus eftir 25 ár miðað við svipaðar forsendur og í dag. Þorsteinn sagði að Helguvíkurævintýrið hefði ekki orðið að vemleika hefði aðstaða ekki verið til staðar og átti hann þar við byggingu 150 metra stálþils og fleira. Drífa Sigfúsdóttir forseti bæjar- stjómar viðurkenndi að skuldir hafnarinnar væm í efstu mörk- um en þó sagði hún ekki vera sama rekstur fyrirtækis eða sveitarfélags. Hún sagði fram- kvæmdirnar nauðsynlegar og muni þær skila sér í atvinnu- uppbyggingu á svæðinu. / tilefni 5 ára afmælis söluskrifstofu okkar i Keflavík bjóðum við einstakt afmælistilboð í sólina! Takmarkaður sætafjöldi. Kiktu við í afmæliskaffi 29. og 30. mai Nemendur í 6. bekk VB í Gerðaskóla héldu nýverið hlutaveltu til styrktar Neista, samtaka félags lijartveikra barna. A hlutaveltunni söfn- uðust um 20 þúsund krónur og afhenti Björg Asbjörnsdótt- ir Rögnu Sveinbjörnsdóttur ritara samtakanna ágóðann sl. fimmtudag fyrir liönd sam- nemenda sinna. Greífarnír í Stapa 7. jtmí! Ætlarðu að gera eítthvað annað? I Nýtt 3ja mánaða átak í aðhalds- hópnum, "nýr lífsstíll" lokaður hópur, aðhald, fitumælingar og fróðleiks- mappa. Mikið fjör verður í sumar og mikið um að vera. Láttu þetta tilboð ekki fram hjá þér fara. Byrjar 2. júní - 2. sept. Láttu skrá þig strax í síma 421-6303 SammniiMir Msyn HAFNARGÖTU 35 - KEFLAVÍK- SÍMI421-3400 Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.