Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1997, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 29.05.1997, Blaðsíða 16
Jóhanna Sigurjónsdóttir lagdi hornsteininn aó byggingunni en hún var eiginkona Jóns heitins Erlingssonar útgeróarmanns í Sandgerði. Hún handlék spaðann eins og vanur múrari. Ólafur Þór framkvæmdastjóri FMS fylgist spenntur með. Fiskmarkaður Suðurnesja og Sandgerðishöfn hafa opnað Nýtt hafnarhús í Sandgerði Nýtt hafnarhús í Sandgerði var formlega tekið í notkun sl. laugardag en það er í eigu Fiskmarkaðs Suðurnesja og Sandgerðishafnar. Alls komu um fimm til sexhundruð manns til að samfagna þess- um aðilum við þessi tímamót. Húsið er 1.570 fermetrar að grunnfleti og hluti þess er á tveimur hæðum svo samtals er húsið því 1970 ferm. og 12.200 rúmmetrar. Húsið var hannað af Tækniþjónustu S.Á. í Keflavík. Verktaki var Húsanes hf. Byggingartími var tæpt ár og kostar húsið með öllum bún- aði 105 milljónir króna. Húsið er á nýskipulögðu svæði við Sandgerðishöfn og er stað- setning þess mjög góð fyrir bæði höfnina og FMS sem við þessi tfmamót fagnaði tíu ára afmæli en þennan dag, 24. maí fyrir áratug síðan var stofnfundur markaðarins. Á þessu tíu ára tímabili hefur starf FMS verið farsælt. Ekki hafa verið famar hefðbundnar leiðir því þegar í upphaft var haldið uppboð á tveimur stöð- um (Njarðvík og Grindavík) samtfmis. Fljótlega bættust við aðrir staðir eins og Hafn- arfjörður. Þorlákshöfn og Sandgerði við og var þá eins- dæmi í heiminum að óséður fiskur var seldur á mörgum stöðum í einu uppboði sam- tímis. I fyrstu var ætlunin að vera ekki með neina mótttöku á fiski heldur áttu kaupendur að sækja fiskinn sjálfir í skip- in. Þetta breyttist því fljótlega kom í ljós að nauðsynlegt var að hafa aðstöðu til að taka á móti fiski frá skipunum og voru tekin hús á leigu til þess í upphaft. Með tilkomu nýja hússins í Sandgerði er aðstaða Fisk- markaðarins á öllum stöðum komin í viðundandi horf. Selt íyrip tæpa 40 milljarða „I mínurti huga liggur styrkur þingmanna og sveitarstjómar- fyrirtækisins í samheldni Suð- manna í garð fyrirtækisins umesjamanna. Það var gæfu- hefur auðveldað tilkomu spor fyrir tíu ámm síðan þegar þess“, sagði Logi Þonnóðs- ákveðið var að hafa eitt fyrir- son, stjórnarformaður Fisk- tæki um rekstur fiskmarkaða á markaðs Suðumesja á tíu ára Suðurnesjum. Mikill velvilji al'mæli fyrirtækisins sem haldið var í nýja húsi FMS í Sandgerði sl. laugardag. Á þessum tímamótum fagnaði FMS ekki aðeins tfu ára af- mæli heldur var Reiknistofa Fiskmarkaða fimm ára. Á þessum tíu ámm Fiskmarkað- ur Suðurnesja haldið 3116 uppboð og selt 260 þús. tonn fyrir tæpa 20 milljarða kr. Á Reiknistofunni er búið að selja 242 þús. tonn fyrir 18,2 milljarða. Á milli fimm og sexhundruð manns samfögnuðu Fiskmarkaðnum þegar fyrirtækið hélt upp á tíu ára afmæli sitt og opnun nýrra húsakynna sem FMS á með Sandgerðishöfn. Viðskiptavinir og velunnarar voru meðal gesta sem nutu Ijúfa veitinga úrliafinu og drykkjarfanga í stíl. VF/pket. Metáp hjá Sand- gepðishöfn Tekjur Sandgerðishafnar liafa aukist mikið á und- anförnum árum og tals- verð eftirspurn er eftir lóðuni við hafnarsvæðið að því er kom fram í máli Sigurðar Vals Ásbjarnar- sonar, bæjarstjóra Sand- gerðis á tíu ára afmælishá- tíð Fiskmarkaðarins. Sigurður sagði að Nesfiskur hf. í Garði haft fengið loforð um lóð á svæðinu og þá væri annað stórhýsi að kom- ast í fullan gang sem alla jafna gengur undir nafninu Ámaborg. Sandgerðishöfn hefur verið að þokast upp í fyrsta sæti miðað við aðrar hafnir með bolfisk á land og tekjur hafnarinnar hafa aukist frá 1992 úr um 30 milljónum í 46 m.kr. á síðasta ári sem var metár. „Sú vissa að aukning yrði á kvóta við Islandsstrendur hafði vissulega áhrif á ákvörðun bæjarstjómar um byggingu hússins þar sem vísbendingar eru um að höfnin muni njóta þess enn frekar í tekjum“, sagði Sig- urður Valur. 16 Víkurfrétlir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.