Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1997, Blaðsíða 12

Víkurfréttir - 29.05.1997, Blaðsíða 12
ÚTBOÐ Eftirtalin útboðsgögn verða til sölu á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, Keflavík frá og með fimmtudeginum 28. maí 1997. GRUNNSKÓU í HEIDARBYGGÐ JARDVINNA - ÚTBOD 1 Um er að ræða jarðvegsskipti undir væntanlegum skóla og bílastæðum við Heiðarhvamm. Hetstu magntölur eru: Gröftur: 9000 m3 Fyllingar: 8600 m3 Sprengingar: 200 m2 Verki skal lokið 15. ágúst 1997. Verð útboðsgagna er kr. 1000. Tilboð verða opnuð að Tjarnargötu 12, fimmtudaginn kl. 11.00. VEGUR UM NICKELS VÆDI Um er að ræða gerð malargötu, um svokallað Nickelsvæði sem tengja á Flugvallarveg við Smiðjuvelli. Helstu magntölur eru: Gröftur: 450 m3 Fylling: 2000 m3 Verki skal lokið 15. julí 1997. Verð útboðsgagna er kr. 0. Tilboð verða opnuð að Tjarnargötu 12, fimmtudaginn 5. júní kl. 11.30. HREINSUNAR- DAGAR 1997 Hreinsunardagar standa yfir til 5. júní. Nánari upplýsingar í síðasta tbl. Víkurfrétta og í Áhaldahúsi bæjarins, sími 421 1552. Moldarbanki við Berg er opinn alla daga kl. 10-22 og um helgar kl. 13-16. Þar er tekið á móti garðúrgangi, afklippum og grasi. HREINN BÆR - BETRI BÆR! Bæjarstjóri Menntun og metnaður Ég undirritaður, kennari við Fjölbrautaskóla Suðurnesja hef mikið orðið var við metn- aðarlausa nemendur undan- fama mánuði. Ég á við nem- endur sem nenna naumast að mæta í tíma, fylgjast með og sinna heimanámi. Ég hef reynt hvað ég get til að hvetja þá og leiða þeint fyrir sjónir að með sama áframhaldi muni þeir annað hvort falla eða skríða með lélega einkunn og hvorugur kosturinn sé góður. Margir láta slík orð sem vind um eyru þjóta og halda upp- teknum hætti. Síðan rætast spádómar mínir, því miður. Margir falla, margir skríða og margir gefast upp á miðri önn. Mér finnst ég eyða of miklum kröftum í að reyna að tosa lata og áhugalausa nemendur áfram. Mér finnst kröftum mínum best varið til að leiðbeina áhugasömum nemendum sem eru staðráðnir í að ná árangri og haga sér samkvæmt því. Sem betur fer eru margir dug- legir og metnaðarfullir nem- endur í skólanum okkar, en þeir mættu vera fleiri. Upp til hópa eru nemendur okkar ljúfir og elskulegir, en marga skortir vilja og metnað til að læra. Hvers vegna skortir metn- að? Ég hef leitað skýringa á þessu ástandi. Er ég að missa ttugið sem kennari eða er þetta eins og hver önnur óheppni að fá svo marga slaka nemendur þessa önn? Er þetta bara svona hjá mér? Ég ræddi mál- ið við nokkra samkennara og flestir höfðu svipaða sögu að segja: Ovenju ntikið er um áhugalausa nemendur sem sitja heilu áfangana án þess að læra neitt. Hvað er eiginlega að gerast? Er Fjölbrautaskólanum að fat- ast ttugið? Þessi mál verða at- huguð á umræðufundum okk- ar nú í lok skólaársins og von- andi verðum við maigs vísari. En er það á okkar valdi að leysa þennan vanda? Við kennararnir mótum líf og áhugamál unga fólksins ekki nema að litlu leyti. Hvaða skýringar finnum við utan skólans; í þjóðfélaginu, byggðarlaginu og á heimilun- um? Setur rfkisstjórnin mennta- málin á oddinn? Vill hún veg skóla og kennara sent mest- an? Svo er ekki ef marka má fjárveitingar til framhalds- skóla. Þar ríkir efnahag- skreppan enn þótt rofi til ann- ars staðar í þjóðfélaginu. Rík- ið sýnir því furðu lítinn áhuga að gera við okkur kjardsamn- ing. Ef launakjör okkar sitja eftir verður erfiðara að fá hæf- asta fólkið til starfa í skólun- um. Vilja Suðurnesjamenn men- nta börnin sín? Eru menntamál í öndvegi hér á Suðurnesjum? Er rætt um menntun æskunnar og vinnu- afls framtíðarinnar í fyrirtækj- um, hjá sveitarstjómum og á heimilum? Hafa margir áhyggjur af því að Suðumes venna botnsætin í könnunum sem gerðar hafa verið á kunn- áttu grunnskólanemenda? Jú, sumir létu í Ijós áhyggjur í vetur fyrstu vikumar eftir að tölurnar birtust. En hvað er verið að gera til að auka gæði menntunar hér? Er verið að stíga djörf skref? Svari nú hver sem getur. Er það almennt viðtekin skoð- un að góð menntun sé lykill að framtíð og hamingju bama okkar? Fær menntun meira pláss í Suðurnesjablöðunum en t.d. fegurðarsamkeppnin? Trúa menn því í alvöru að á næstu öld verði gerðar aðrar og meiri kröfur um menntun fólks heldur en á öldinni sem senn fer að kveðja? Hver er hlutur heintilanna? Hvetja foreldrar bömin sín til að láta námið ganga fyrir? Sýna allir foreldrar nemenda okkar námi þeirra áhuga? Er rætt um það á heimilum þeir- ra? Fá þeir yfirleitt jákvæða hvatningu? Treysta foreldrar okkur fyrir því að mennta bömin þeirra? Gera allir sér grein fyrir því að skólanám er meira en fullt starf þær vikur sem skólinn starfar? Menntun eða neyslufvllerí? Nú fer atvinnuástandið batn- andi, sem er í sjálfu sér gott, en þá eykst eftirspurn eftir vinnuafli nemenda. Fróðlegt væri að kanna hve margir nemenda okkar vinna með námi og hve margar stundir í viku að jafnaði. I viðtölum við nemendur mína hef ég komist að því að margir vinna ótrú- lega mikið með námi, jafnvel á mörgum stöðum. Það bitnar að sjálfsögðu á heimanáminu og þeir mæta þreyttir og sljóir í kennslustundir. Margir eru að vinna sér inn fyrir bíl. enda verður þrengra á bílastæði skólans nteð hverju árinu sem líður. Samt ganga ódýrir strætisvagnar og rútur til og frá skólanum. Hvort skyldi vera skynsam- legri framtíðarfjárfesting fyrir unga fólkið; góður námsár- angur eða bfll til að rúnta á? Hvort ætli sé varanlegra vega- nesti til nýrrar aldar? Fróðlegt væri að kanna vísindalega hvaða áhrif vinna með námi hefur á námsárangur. Mín til- finning er sú að námsárangur hafi verið töluvert betri við Fjölbrautaskólann fyrir 2-3 árum þegar kreppan og at- vinnuleysið var í algleymingi. Þá kom t.d. í ljós að nemend- ur luku að jafnaði fleiri náms- einingum á önn en áður. Brátt verða birtar niðurstöður alþjóðlegrar könnunar á kunn- áttu framhaldsskólanema f stærðfræði og náttúrufræði (raungreinum). Ég býst ekki við neinum húrrarhrópum hér á Suðurnesjum þá frekar en þegar grunnskólaniðurstöð- umar birtust í vetur. Ég vil sjá hærra hlutfall af áhugasömum og vel undibún- um nentendum hetja nám við Fjölbrautaskólann. Við þurf- um að veita þeirn eins góða kennslu og unnt er og útskrifa meira af góðu, metnarðara- fullu fagfólki og stúdentum sem eru tilbúnir að takast á við háskólanám þar sem ntikl- ar kröfur eru gerðar. Þá getum við verið vongóð um að men- nig og atvinnulíf blómstri hér á Suðumesjum á næstu öld. Átaks er þörf Við þurfum að taka á! Ástandið batnar örugglega ef allir Suðumesjabúar leggjast á eitt, jafnt nemendur og kenn- arar sem foreldrar og ráða- menn. Er almennur áhugi á að taka á þessum málum í fullri alvöru? Þoiraldur Örn Arnason líffrœðingur og kennari við Fjölbraulaskóla Suðurnesja. 12 Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.