Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.05.1997, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 29.05.1997, Blaðsíða 11
og var mest verslað við þá. Hinir buðu allt frá nöglum uppí klæðastranga og allt þar á milli. Undanfari KRON var pöntunarfélag sem Verkalýðs- félagið var með í kjallaranum undir „senunni" í Félagsbíói. Þar var þröngt. Algengt var að taka útí reikn- ing yfir vertíðina. Hver hafði sína bók sem fært var í þegar kaupmaðurinn var búinn að færa úttektina í sinn kladda þar sem hver hafði sína síðu eða opnu. Asberg var stærstur í þessum viðskiptum. Hér voru tvö bakarí, Ásberg í kjallaranum hjá sér á Hafnar- götu 26. í viðbyggingju við norðurendann var matsala sem Guðný kona Ásbergs rak, hún var líka með gistingu, þá einu í Keflavfk það ég best man. Alþýðubrauðagerðin í Reykjavík var með útibú í kjallara í „Bakaríinu“ Hafiiar- götu 38. Þar bakaði Magnús, hann bjó líka til rjómaís Út- salan var fyrst við suðurend- ann á búð Ingimundar en flutti svo í skúr sem þeir byg- gðu neðan við Hafnargötuna á móti bakaríinu. Guðrún Einarsdóttir í Bakarí- inu, eins og hún var jafnan kölluð seldi skó, yefnaðarvör- ur, ofl. smálegt. I sama húsn- æði var hún með póstaf- greiðsluna. Eyjólfur Bjarnason fékk brauð úr Ásmundarbakaríi í Hafnarfirði. Rúbrauðin hjá honum voru mjög vinsæl og nrinnistætt er mér og fleirum hversu snjall Eyjólfur var við að skera þau í tvent þegar keypt var hálft brauð. Ingimundur hafði nokkra sér- stöðu varðandi framboð á kjötvömm. Frægt var t.d. salt- kjötið hjá honum. Hangikjöt seldu flestir eða allir fyrir jól og páska, í annan tíma var engin markaður fyrir það. Júlíus Oddsson frá Presthús- um í Garði hóf á þessum tíma framleiðslu á kjöt- og fisk- farsi, bjúgum og vínarpylsum í endanum á reiðhjólaverk- stæðinu hans Margeirs Jóns- sonar, sem þá var í baklóðinni á Hafnargötu 50, 50 a. Mar- geir var meðeigandi, rekstur- inn gekk ekki nógu vel og stóð því stutt. Nýtt kjöt, frosið, var aðeins selt inní íshúsi þar sem nú er Kjami, það var helst ekki af- greitt nema á laugardögum, enda yfirleitt aðeins haft á sunnudögum. Ólafur Björnsson fyrrv. útgerdar- maður skrífar um gömlu Keflavík. Þegar aldurinn fœrist yfir verður manni gjarnan liugsað til baka. Margt af því sem mín kynslóð lifði fellur óðiun ígleym- sku, þrátt fyrir allar œviniiminningarnar. Heimildir eru af skornum skammti um margt. Ég hefi því orðið að styðjast við minni mitt og annarra sem ég heji borið mig saman við um sumt af þvísem hér verður rakið. Sigurfmnur, Finni, hjó kjötið niður og afgreiddi það. Við strákamir á Melnum, fór- um oftast nokkrir saman til þess að kaupa kjötið, þetta þótti nokkur leiðangur. Okkur fannst tilkomumikið að sjá Finna höggva kjötið. Hann notaði stóra öxi, sem við töldum líkjast Rimmugíg Skarphéðins. Skrokkana hengdi hann upp á hæklunum og svo klauf hann þá í fáum höggum. Þegar hann hjó lyfti hann sér á tá og lét svo vaða. Sárið var furðu hreint. Síðan skipti hann í hæfilega bita á stórum hnalli. Þótt Finni væri orðinn fullorðinn var hann furðu fljótur að þessu og allt var snyrtilega gert. Finni glettist oft við okkur krakk- ana. Hann tuggði skrog og spýtti ávallt í sama homið. Fyrsti fisksali sem ég man eft- ir var Guðntundur, kenndur við Hól í Hafnarfirði. Hann opnaði fiskbúð í skúr við Is- húsið, þar sem nú er Kjarni árið 1941. Viðskipti urðu lítil og Guðmundur gafst fljótlega upp. Áður hafði fiskur eitt- hvað verið seldur í Hraðfrysti- húsinu Jökli að sumrinu. Kristinn Helgason, Kiddi fisk- ur, fór ekki að selja fisk fyrr en 17. maí 1943. Fyrstu árin hafði hann aðeins opið yfir sumarið. Foreldrafélag Garðasels: Kökubasar til leihfangakaupa Foreldrafélag Garðasels heldur kökubasar föstudaginn 30. maí kl. 11.00 fyrir utan leik- skólann í Hólmgarði. Allur ágóði af kökubasarnum verður notaður til leikfangakaupa. Býður foreldra- félagið alla velkomna til að kaupa sér eitth- vað gott með helgarkaffinu og styrkja um leið gott málefni. Rennismiður ■ vélvirki Óskum eftir að ráða rermismið eða vélvirkja til starfa. Upplýsingar í síma 421 5353. S.Þ. smiðjan Grófin 12c, Keflavík ATVINNA Óskum eftir starfskrafti í sölu- og ýmis skrifstofustörf. Upplýsingar í símum 421 1900 og 893 1832. Hlaðþjónusta ■ Hlaðdeild ♦ Flugleidir óska eftir ad ráda starfs- fólk í sumarafleysingar í Hladdeild á Keflavíkurflugvelli. Leitað er eftir fólki sem hefur góða samskiptahæfileika og þjónustulund. ♦ Um er að ræða hlutastörf. ♦ Nauðsynlegt er að viðkomandi hafi gild ökuréttindi og vinnuvéla- réttindi eru æskileg. ♦ Aldurstakmark er 19 ára. ♦ Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu félagsins í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og er umsóknarfrestur til og með 6. júní 1997. Starfsmenn Flugleiða eru lykillinn að vel gengni félagsins. Við leitum eftir duglegum og ábyrgum starfsmönnum sem eru reiðubúnir að takast á við krefjandi og spennandi verkefni. Flugleiðir eru reyklaust fyrirtæki og hlutu á sl. ári heilsuverðlaun heilbrigðisráðuneytisins vegna einarðrar stefnu félagsins og forvarna gagnvart reykingum. Flugleiðir eru ferðaþjónustufyrirtæki og leggja áherslu á að auka skilning á þörfum markaðar og viðskiptavina og þróa þjónustu sína til samræmis við þessar þarfir. FLUGLEIDIR -Traustur íslenskur ferdafélagi Víkurfréttir I l

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.