Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 3

Víkurfréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 3
I $ $ f *Í#S k Éfc* Þroskahjálp 20 ára Þroskahjálp Suðumesja hélt upp á 20 ára afmæli félagsins sl. sunnu- dag og mætti fjöldi velunnara og félagmanna í félagsheimilið Stapa í Njarðvík til þess að fagna þeim tímamótum. Gullmerki Þroskahjálpar var afhent þeim sem hafa stutt félagið í gegnum tíðina. Þeir sem hlutu merkið vom Ellert Eiríksson fyrrver- andi formaður, Stella Björk Baldvinsdóttir, Eiríkur Hilmarsson fyrr- vrrandi formaður, Kristinn Hilmarsson fyrrverandi framkvæmda- stjóri, Helga Margrét Guðmundsdóttir einnig fyrrverandi fram- kvæmdastjóri, Jakob Kristinsson og Anna Lea Bjömsdóttir og Guð- mundur Sigurðsson (Brói). ^ Leiðrétting vegna fréttar um æfingaaðstöðu Keflvíkinga Ég undirritaður vil byrja á því að óska Keflavíkurliðinu til hamingju með bikarinn, þið voruð seigir strákar. En þó vil ég fá að leiðrétta smá miskilning sem fram hefur komið varðandi æfingaaðstöðu Keflavfkurliðsins. Það er nátt- úrulega ekki rétt sem fram kom í viðtali á rúv um daginn að þeir hefðu æft í hesthúsinu hjá Val- geiri Helgasyni. Þó það sé stórt þá er erfitt að koma heilu fót- boltaliði til æfinga þar svo eitt- hvert vit sé í. Það rétta er að Keflavíkurliðið og reyndar fleiri lið æfðu með góðum árangri í Iþrótta- og tamningamiðstöð- inni Sörlaskjóii í vetur sem leið. Hesthúsið er áfast þeim íþrótta- sai. Mín skoðun er sú að þama sé mjög góð aðstaða til æfinga, sérstaklega fyrir yngri flokka félaganna. Þannig að þó ég sé sammála flestum um að aðstaða íþróttamanna sé slæm og geti batnað er ég ekki sammmála um að hún hafi aldrei verið verri. Við verðum að virða það sem vel er gert. Það er von mín að Reykjanesbær haldi áfram að gera vel við íþróttahreyfing- una í bænum en munum að það eru fleiri um kökuna þannig að skipta þarf henni sanngjamlega. Giiðni Grétarsson Sörlaskjól. M Guðspekifélag Sudurnesja: Herdís ræðir um Sai Baba Herdís Þorvaldsdóttir leikkona ræðir á sunnudaginn 19. október kl. 20.00 um heimsókn sína í miðstöð kraftaverkajógans Sai Baba á Indlandi en hann er einn af þekktari andlegum leiðtogum Indlands í dag. Fræðslufundurinn verður haldinn í sal Iðnsveinafélags Suður- nesja og em allir velkomnir. NO NAME kynning á morgun föstudag kl. 14-18. Helga Sæunn kynnir nýju haustlitina. Full búð afnýjum vörum! smaRt Hólmgarði 2 - Keflavík - Sími 421-5415 NÝJAR VORUR! Herrafrakkar kasmir og ull kr. 17.900.• Jakkaföt meö vesti frókr. 19.900.- Full búb crf kvenvörum fró KS og CM. Nýtt kortatímabil. Opiö laugardag 11-14 VISA raögreiöslur PERSÖNA Túngötu 18- Keflovík - Sími 421 -5099 Frá Vatnsveitu Reykjanesbæjar: Orðsending til íbúa og atvinnu- rekenda í Ytri-Njarðvík Unnið verður við athugun og eftirlit á kaldavatnskerfinu íYtri-Njarðvík, frá kl. 23:00 fimmtudagskvöldið 16. októbertil kl. 07:00 áföstudagsmorgun 17. október. / A ofangreindum tíma má búast við verulegum rennslistruflunum og vatnsleysi. VATNSVEITAN. http: / / www. o k. is / vikur f r JUVENA ^fJAPÓTEK QSESS Zancaster " Js/or HRINGBRAUT 99 KEFLAVIK SÍMI421 6S6S Víkurfréttir 3

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.