Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 15

Víkurfréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 15
ggjfo' MM Islands /?» pepsi adidas DHL-DEILDINIKORFUKNATTLEIK: r r KEFLAVIK - KFI fimmtudagskvöld kl. 20 KEFLAVIK-KR laugardagskvöld kl. 20. í ÍÞRÓTTAHÚSINU í KEFLAVÍK 70 millj. í betni fótboltaaðstöðu Fulltrúar bæjarstjómar Reykjanes- bæjar og knattspymudeilda Kefla- víkur og Njarðvíkur undirrituðu verksamninga upp á samtals 68 milljónir króna vegna uppbygging- ar knattspymusvæða við Iðavelli í Keflavík og við Vallarbraut í Njarðvík. Gert er rað fyrir að kostnaður við framkvæmdir að Iðavöllum sé um 40 millj. kr. Helstu framkvæmdir þar verða uppbygging á nýjum knattspymuvell, breyting á húsinu Iðavelli 7 í búningsaðstöðu, bygg- ing stálgrindarhúss fyrir tæki og tól, girðing umhverfis svæðið, stækkun á núverandi æfingasvæði, skjólmanir ásamt frágangi og snyrtingu. Við íþróttasvæðið að Vallarbraut í Njarðvík verður æfingasvæði stækkað og tyrft, nýjar vatnslagnir lagðar fyrir vellina, girt umhverfis svæðið, settar upp skjólmanir ásamt frágangi og snyrtingu. Hlutur Reykjanesbæjar á báðum samningunum er tæpar 55 millj. kr. og em þeir til 5 ára. Við þetta tækifæri var Knatt- spymudeild Keflavíkur afhent 150 þús. kr. úr afrekssjóði Reykjanes- bæjar fyrir bikartitilinn á dögun- um. KARFA næslu daga í kvöld fá Grindvfldngar Akureyr- inga í heimsókn og Keflvíkingar Is- firðinga. A morgun mæta Njarðvík- ingar Sauðkræklingum á útivelli. Með „Stólunum“ leika 2 leikmenn sem léku með Njarðvík í fyrra, þeir Torrey og Sverrir, og gaman verður að sjá þessa fyrrum samherja kljást. Á laugardaginn fá Keflvfldngar Vest- urbæinga í heimsókn og á sunnudag- inn kljást Njarðvíkingar og Haukar annarsvegar og Borgnesingar og Grindvfldngar hins vegar. Kvenfólkið á undirhögg að sækj'a í körfunni og liðum hefur fækkað um nær helming á tveimur árum. Jóhannes Kristbjörns son tók púlsinn á kvenna- körfunni. ■■■■ Islandsmót 1. deildar kvenna hófst í síðustu viku og er 2 umferðum lokið. Deildin á undir högg að sækja og hefúr liðum fækkað enn. Nú eru aðeins 6 lið í efstu deild en vom 10 fyrir aðeins 2 árum síðan. Sterkustu lið landsins, Keflavík og Grindavík koma af Suðumesjum. Þriðja lið svæðisins, Njarðvík, sendir ekki lið til keppni í meistara- flokki að þessu sinni. Grindvíkingar sem urðu nokkuð óvænt Islandsmeist- arar á síðasta ári hafa styrkt lið sitt enn. Bima Valgarðs- dóttir er komin frá Keflavík, Hólmfríður Karlsdóttir frá Njarðvík og Svanhildur Káradóttir er byrjuð aftur eft- ir hlé. Þá mun Anna Dís Sveinbjörnsdóttir leika með liðinu áfram en hún hugðist leika erlendis í vetur. Lið Grindavfkurstúlkna er ekki árennilegt og ekki veikan blett að fínna á því. Þjálfari liðsins er Jón Guðmundsson en hann þjálfaði Keflavíkur- stúlkur á sfðasta ári. Að sögn Jóns er ekki um annað að ræða en að vinna báða titlana sem eftir eru en stúlkumar urðu á dögunum Meistarar Meistaranna eftir viðureign við lið Keflvíkinga. Bikarmeistarar Keflvík- inga tefla fram firnasterku liði sem endranær. Þær hafa þó orðið fyrir áföllum því Björg Hafsteinsdóttir er hætt og Bima Valgarðsdótúr gekk helsta keppinaumum á hönd. Liðið hefur þó endurheimt 2 leikmenn úr námi frá Banda- ríkjunum þær Kristínu Þórar- insdóttur og Kristínu Blön- dal. Þá er Harpa Magnús- dóttir komin frá Njarðvík. Þjálfari liðsins er Anna María Sveinsdóttir sem til margra ára hefur verið talin besta körfuknattleikskona landsins. Keflavíkurstúlkur hafa á síð- ustu 10 árum unnið samtals 15 Islands- og Bikarmeist- aratitla og setja að sjálfsögðu stefnuna á báða titlana. Þess- ar stúlkur hafa verið stríðald- ar á meistaratitlum vilja ekki kost annan. Ljóst er að baráttan um titl- ana verður á milli okkar stúlkna en K.R og I.S koma þar næst á eftir og gætu hæg- lega blandað sér í titilslagina. Lið Í.R og Breiðabliks eru getulega langt að baki topp- liðunum og koma til með að verma botnsætin. Blóðtakan hefur verið Njarð- víkurstúlkum um megn. því þær töpuðu of mörgum leikmönnum í nám erlendis og önnur tímabundin verk- efni til þess að þær sæju sér fært að senda lið til keppni að þessu sinni. Að sögn Gunn- ars Þorðvarðarsonar, for- manns kd. UMFN, er ekki um neina uppgjöf að ræða hjá félaginu. Blóðtakan hafi verið liðinu um megn að sinni en markviss uppbygg- ing yngri flokka muni skila sér í frambærilegu meistara- flokksliði í náinni framtíð. Keflvíkingurinn Þórarinn „bjargvættur“ Kristjánsson hefur síðustu daga dvalið við æfíngar hjá stórliði Man. Utd. í Englandi og fyrir nokkrum dögum höfðu forráðamenn Arsenal samband við Keflvíkinga og óskuðu eftir því að fá að líta á Þórarinn. Bjargvætturinn ntun því hugsan- lega hitta fyrir Hauk Inga Guðnason en hann er nú í Liverpool og heldur síðan til Arsenal og PSV Eindoven í Hollandi. Tveir Keflvíkingar, Jakob Már Jónharðsson og Eysteinn Hauksson eru nú hjá Velje f Danmörku við æfingar og munu eitthvað leika með liðinu. „Þeim var tekið með kostum og kyn- jum og þeir eru mjög ánægðir með allt þarna", sagði Kjartan Másson, framkvæmdastjóri Knattspymudeildar Keflavíkur. Jón Ingi ósameistari Jón Ingi Ægisson, „Vogavélmenniö", hefur verið í miklu stuði í snókermótunum undanfarið. Hann sigraði í 4. ásamót- inu á Knattborðsstofu Suðumesja í fyrrakvöld. Hann lagði Hólmar Tryggvason í úrslitaviðureign 3:2. Jón Ingi er efstur að stigum eftir fjögur mót með 350 stig. | Jón Olafur Jónsson annar með 240. I 3.-4. sæti koma þeir Hólmar og Kristján með 155 stig hvor. Dropamótið verður haldið um helgina og er skráning hafin í síma 41 3822. Eggjabikarínn eftir bókinni Úrslit í fyrstu umferð Eggjabikarsins voru eftir bókinni og mæt- ast eftirfarandi lið í 8 liða úrslitum 23-26 okt.: ÍA-KR, Haukar- Njarðvík, KFÍ-Keflavík og Tindastóll- Grindavík. 3 dómarar dæmi leikina í Eggjabikamum og gaman verður að sjá hvemig til tekst, kannski Eggert(í þriðja veldi) í Eggjabikamum. Brott- hættir leikir þar. Víkurfréttir 15

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.