Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 10

Víkurfréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 10
Útgerðarfélag Akureyrar kaupir Aðalvík KE og Njarðvík KE ásamt 1500 tonna kvóta Landsbankans: Suöurnesjaaðstoöin endar á Akureyri „skattfrjáls“ hagnaður Landsbankans á sölu skipanna 255 milljónir „Þetta voru mikil vonbrigði en það er hægt að sjá það eftir á að Suðurnesjamenn áttu ekki að fá skipin og kvótann. Þetta var bara góð leiksýning hjá Landsbank- anum að halda hér fund og segja að öllu jöfnu ættu Suðurnesjamenn að ganga fyrir í þessum viðskiptum“, sagði Eyþór Jónsson, út- gerðarmaður hjá Valbirni hf. í Sandgerði sem ásamt Fiskanesi hf. í Grindavík áttu næst lægsta tilboðið í Aðalvík og Njarðvík ásamt 1500 þorskigildistonnum. Kaldafell, sem alfarið er í eigu Útgerðarfélags Akur- eyrar var með hæsta tilboð- ið og var gengið frá kaupun- um í fyrradag. „Það er auðvitað súrt og mikil vonbrigði að verða af öllunr þessum kvóta og síðan að horfa upp á svona lítinn mun á tilboðunum. Við teygðum okkur eins langt og hægt var‘, sagði Eyþór. Sérkennilegt mat Friðrik J. Arngrímsson, lög- fræðingur og skipasali sem endurmat skip og aflaheimild- ir Islenskra aðalverktaka þeg- ar fyrirtækið var gert að hluta- félagi í vor er stjómarmaður og framkvæmdastjóri Kalda- fels ehf, sem átti hæsta tilboð- ið í Aðalvík KE og Njarðvík KE ásamt 1500 þorskígildum. Gengið var frá kaupum Kaldafels á skipunum og kvótanum sl. þriðjudag. Selj- andinn var Regin hf. dóttur- fyrirtæki Landsbanka fslands og auglýsti það „pakkann" til sölu fyrir skömmu. Þrjú tilboð bárust. Það hæsta var frá Kaldafelli upp á 1110 millj. kr. Næst hæsta var frá Suður- nesjafyrirtækjunum Fiskanesi hf. og Valbimi hf. um 50 m.kr. lægra eða samtals 1050 millj. kr. Þriðja tilboðið og það lægsta var frá Vinnslustöðinni í Vestmannaeyjum. Friðrik mat skipin og veiði- heimildirnar í aprfl sl. á 855 milljónir en í ársreikningum ÍAV um sfðustu áramót voru þau metin á 358 milljónir. Óeðlilegt „Það hlýtur að vera í hæsta máta óeðlilegt að sami aðili meti þessar eignir á 855 millj- ónir í aprfl en er síðan leppur fyrir Akureyrarfyrirtæki sem býður rúmar ellefu hundruð milljónir", sagði ónefndur að- ili í viðskiptalífinu á Suður- nesjum í samtali við blaðið. Þessi sami aðili telur að mat Friðriks hljóti að orka tvímæl- is. I mati Friðriks frá 9. aprfl upp á 855 millj. kr. er gert ráð fyrir aukningu á veiðiheimild- um á nýju fiskveiðiári. Því sé það sérkennilegt að hann sé í forsvari fyrir 255 milljónum kr. hærra tilboði aðeins nokkrum mánuðum síðar. Miðað við það er ljóst að eigendur IAV hafa tapað verulega, ríkið mest auðvitað, sem meirihlutaeigandi í ÍAV. Alla vega er það mörgum óljóst hvernig 855 milljóna króna mat í vor gat hækkað um 255 milljónir á rúmum fimm mánuðum. Landsbanki hagnast Landsbankinn, sem fékk skip- in og aflaheimildimar í sinn hlut við breytingu á IAV í hlutafélag, hagnast um 255 millj. kr. við söluna. Sam- kvæmt heimildum blaðsins þarf bankinn eða dótturfyrir- tæki hans ekki að greiða skatta af hagnaðinunt þar sem hann á óráðstafað tap. Aðilar á Suðumesjum buðu í skipin og veiðiheimildir fyrir tveimur árum síðan en fengu það svar þá að þeir yrðu látnir vita þegar þau yrðu boðin til sölu. „Við höfunt ekki heyrt í þeini ennþá“, sagði Eyþór Jónsson, útgerðarmaður Val- bjamarhf. f Sandgerði. „Af hverju voru skipin og kvóti ekki seld áður en Lands- bankinn fékk þau í sinn hlut. Hefði ekki verið eðlilegast að slíkt hefði verið gert ekki síst í ljósi þess að Islenskir aðal- verktakar eignuðust skipin og hófu útgerð í framhaldi af ákvörðun ríkisstjórnarinnar um fjárhags-aðstoð til Suður- nesja í efnahagslægð á svæð- inu fyrir nokkrum árum síð- an“, sagði Þorsteinn Erlings- son, formaður Útvegsmanna- félags Suðumesja. Ríkið notaði IÁV við „fram- kvæmdina“. Loforðið hljóð- aði upp á 500 millj. kr. sem reyndar urðu ekki nema 350 milljónir. Þessar milljónir hafa síðan hækkað í verði tæplega þrefalt. Bæði ríkið og Lands- bankinn hafa því hagnast vel á Suðurnesja-aðstoðinni. Hún endar að vísu endanlega á Ak- ureyri hjá fyrirtæki sem á síð- asta einu og hálfu ári hefur tapað mörg hundruð milljón- um á rekstri sínum en getur fjármagnað kaupin á Suður- nesjaskipunum með 200 milljón króna hlutafjárútboði á genginu fjórum. Til að tryggja að allt gengi upp keypti Landsbréf, verðbréfa- fyrirtæki í eigu Landsbankans öll bréfin. „Ótrúleg flétta“, varð einum útgerðannannin- um að orði. Erfítt verkefni Óhætt er að segja að nýráðinn Landsbankastjóri á Suðumesj- um, Viðar Þorkelsson fær ekki auðvelt verkefni á sínu fyrsta starfsári sem svæðisstjóri LÍ á Suðurnesjum. Blaðið hefur heimildir fyrir því að nokkrir útgerðarmenn í fremstu víg- línu á svæðinu hafi hótað því að færa viðskipti sín úr bank- anum verði kvóti verktaka- skipanna ekki áfram svæðinu. Viðar fær það erfiða verkefni að sætta sára Suðumesjamenn sem telja sig svikna í þessu máli. Fréttir um ad tilboði ÚA í Landsbankaskipin og kvótann hafi verid tekid var eins og köld vatnsgusa framan í útgerðarmenn á Suðurnesjum í upphafi aðalfundar þeirra i Vogum á þriðjudagskvöldið. Á myndinni sést i bakið á Valbjarnarstjoranum Eyþóri Jónssyni á tali við Þorstein Erlingsson, formann Útvegsmannafélagsins og Dagbjart Einarsson, Fiskanesi. Þeir Jón Ægir Ólafsson, HB. & Co, Eiríkur Tómasson, Þorbirni hf„ bróðir hans Stefán framkvæmdastjóri Útvegsmannafélagsins og Pétur Pálsson, framkvæmdastjóri Vísis í Grindavík blaða ísímbréfstilkynningu um niðurstöðu útboðsins. Áhafnarmeðlimir á Þuríði GK fengu hlýjar móttökur hjá að- standendum við heimkomuna á sunnudagskvöldið. VF/pket. Þuríðup GK frá veiðum í mánuð Tjón á annan tug milljóna varð í Þuríði Halldórsdóttur GK 94, sem er í eigu Valdimars hf. í Vogum þegar eldur kom upp í skipinu þegar það var á leið á veiðar síðdegis á sunnudag. Mesta tjónið er þó vegna nrán- aðarstopps sem verður vegna óhappsins að sögn Andrésar Guðmundssonar, skipsstjóra. Skipið var komið um 10 sjómfl- ur norð vestur af Garðskaga þegar skyndilega blossaði upp eldur á millidekki. Honum fylgdi fljótt mikill reykur. Skip- verjar gátu forðað sér út og að sögn Agústar Guðmundssonar, skipsstjóra var áhöfnin aðeins þrjár mínútur að koma sér út, loka lofttúðum og fara í flot- galla en mannskapurinn var ný- kominn af námskeiði hjá slysa- varnaskóla sjómanna. Þegar slökkviliðsmenn komu á vett- vang en þyrla Landhelgisgæsl- unnar flutti þá þangað, var eldur kafnaður og reykur að mestu koðnaður niður. Agúst Guðmundsson GK, skip frá sömu útgerð, var einnig á út- stými á sama tíma og skammt frá þegar óhappið varð. Hann var kominn að Þuríði eftir nokkrar mínútur og fór öll áhöfnin yfir í hann þegar búið var að tengja á milli skipanna, að skipstjóra og stýrimanni undanskildum sem voru eftir í Þuríði til að taka á móti slökkvi- liðsmönnum. Varðskip var einnig á nálægum slóðum og var komið að skipunum rétt á eftir þyrlunni. Ágúst GK tók Þuríði í tog og dró hana til Njarðvíkur. Varðskipið fylgdi skipunum sem komu í Njarð- víkurhöfh rétt fyrir miðnætti. Ágúst skipsstjóri segir að áhöfnin hafi aldrei verið í hættu og segist ánægður með hvað allt gekk vel. Þuríður sem er 270 tonna togari var á leið á karfaveiðar eftir vikutíma í slipp. 10 Víkuifiéttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.