Víkurfréttir


Víkurfréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 7

Víkurfréttir - 16.10.1997, Blaðsíða 7
I---------------------------, ■ Bæjarleikhúsið Vesturbraut: Opið hús hjá LK Opið hús verður hjá Leik- félagi Keflavíkur í nýja bæjarleikhúsinu við Vestur- braut 17 nk. sunnudag kl. 13-16. Þargefst fólki kostur á að skoða húsakostinn og kynna sér starfsemi félags- ins. Allir eru velkomnir og verður vel tekið á móti fólki. r r OANÆGJA MED VERÐKÖNNUN -Aldan flokkud sem stórmarkadur Nýleg verðkönnun Neytenda- samtakanna hefur vakið hörð viðbrögð verslunarmanna þar sem hún þykir illa unnin og sýna villandi niðurstöður. I könnuninni er verslunin Stað- arkaup í Grindavík í 7. sæti og verslanir Samkaupa á Isafirði og í Hafnarfirði í 4. og 6. sæti. Sparkaup í Sandgerði er í 43 sæti og Aldan í Sandgerði rekur lestina í 57. sæti sem dýrasta verslunin í könnuninni. Eigend- ur Öldunnar mótmæla því í grein á bls. 6 að verslunin sé sett í flokk með stórmörkuðum en hún verslar ekki með mat- vörur. Athygli vekur að verslanir Hag- kaupa og Samkaupa í Njarðvík auk verslunarinnar Kaskó eru ekki teknar með í könnunina. Að sögn Skúla Skúlasonar full- trúa Kaupfélagsstjóra þykir mönnum hjá Kaupfélagi Suður- nesja undarlega staðið að könn- uninni en engar aðgerðir eru fyrirhugaðar af þeirra hálfu. „Sú umfjöllun sem hefur verið um málið í DV og Morgun- blaðinu um könnunina og slag- urinn innan neytendasamtak- anna segir sína sögu um fram- kvæmdir á þessum verðkönn- unum. Verðkannanir eru vand- meðfamar og hafa þær hingað til tekist frekar illa. Verðkönn- unin sem um ræðir var t.d. gerð á á sitthvorum tímanum þannig að sumir verslunareigendur hafa haft nokkra daga til þess að laga hjá sér verðið“, sagði Skúli. Hann sagðist ekki hafa skýringu á því hvers vegna verslanir í Reykjanesbæ eru ekki inni í könnuninni og þá sér í lagi verslunin Kaskó sem sé lágvöruverslun með lægsta vöruverð á Suðurnesjum og þriðja lægsta vöruverð á land- Atvinna Skrifstofustjóri Óskum eftir að ráða skrifstofustjóra sem fyrst. Við leitum að sjálfstæðum einstakl- ingi sem er tilbúin að taka að sér krefjandi og skemmtilegt starf í fyrirtæki sem er í örum vexti. Reynsla af bókhaldi og almenn tölvukunnátta er nauðsynleg sem og hæfni í mannlegum samskipt- um s.s. hópstarfi. Um framtíðarstarf er að ræða. Allar umsóknir og fyrirspurnir eru trúnaðarmál. Öllum umsóknum verður svarað en þær óskast sendar að Brekkustíg 22, 260 Reykjanesbæ, fyrir 20. október nk. Bakkavör REYKJANESBÆR UTBOÐ Reykjanesbær óskar eftir tilboðum í verkið „GRUNNSKÓU íHEIÐARBYGGÐ - ÚTBOÐII FULLFRÁGENGIÐ AÐ UTAN". Verkið felst í byggingu grunnskóla í Heiðarbyggð í Keflavík og skal húsinu skilað fullfrágengnu að utan (ófrágengin lóð). Húsið er steinsteypt, flatarmál þess er 5600 m2 og rúmmál 29961 m3. Verkinu skal að fullu lokið eigi síðar en 1. júlí 1999. Útboðsgögn verða afhent á skrifstofu Reykjanesbæjar, Tjarnargötu 12, 230 Keflavík gegn 10.000.- kr. skila- tryggingu frá og með mánudeginum 20. október 1997. Tilboð verða opnuð á sama stað mánudaginn 10. nóvember 1997, kl. 11:00. BYGGINGARNEFND GRUNNSKÓLANS. Hu[ Rafpóstur til Víkurfrétta: hbb@ok.is AUKIN OKURETTINDI leigubifreid - vörubifreið - hópbifreið Suðurnesjamenn athugið! Námskeið til aukinna ökuréttinda hefst laugardaginn 18. október nk. kl. 10:00 f.h. Kennsla fer fram í húsi Verkalýðs- og sjómannafélags Keflavíkur. Aukin réttindi = Auknir atvinnumöguleikar Nú er mikill uppgangur í atvinnulífi á Suðurnesjum. Á slíkum tímum er mikilvægt að afla sér, sem mestra réttinda og auka þannig atvinnumöguleikana. r___ NYTT! Nú geta 18 ára einstaklingar öðlast vörubifreiðaréttindi. UKUSKÓLI 581 1 91 AIIKIN OKURI TTINÐI LEIGUBIFREIP - VÖRUBIFREIÐ - HÚPBIFREID Víkurfréttir 7

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.