Víkurfréttir


Víkurfréttir - 29.10.1997, Síða 23

Víkurfréttir - 29.10.1997, Síða 23
Nokkrir aðalhvatamanna að stofnun Tónlistarfélags Keflavíkur mættu á afmælistónleikana í leikhúsinu. Meðal þeirra voru Vigdís Jakobsdóttir, Guðmundur Norðdal og Ragnar Björnsson sem sjást ásamt fleirum á þessari mynd. Ekið var á sjötugan mann á reiðhjóli á Frekjunni við Samkaup í vikunni. Hann slasaðist ekki alvarlega og fékk að fara heim að lokinni skoðun á Sjúkrahúsi Suðurnesja. EKIÐÁ UNGAN DRENG Ekið var á ungan dreng á Njarðvíkurbraut í Innri Njarðvík kl. átta í morgun. Hann slasaðist ekki alvar- lega en varflutturá Sjúkrahús Suðurnesja til skonunar. Hann fékk að fara heim að lokinni skoðun. t Elskulegi eiginmaður minn, faðir okkar, tengdafaðir, afi og langafi Matthías Guðmundsson Hringbraut 104 Keflavík Iéstsunnudaginn26. október. Jarðarförin ferfram frá Keflavíkurkirkju miðvikudaginn 5. nóvemberkl. 14:00. Friðbjörg Ólina Kristjánsdóttir Sigurður Sævar Matthiasson Hafdís Matthíasdóttir Sigurbjörn Ingimundarson barnabörn og barnabamabarn. Afmælisveisla Tónlistarskólans Þriðji þáttur í afmælishaldi Tónlistarskólans i Keflavík fór fram á sunnudag en þá komu yngstu nemendur skólans fram á tón- leikum í leikliúsinu við Vesturbraut í Keflavík. Að tónleikunum loknum var kaffisamsæti í KK-salnum og voru þar margir velunnarar skólans, kennarar, nemendur og fyrrverandi forvígismenn og upphafsfólk hans. Vikurfréttamenn voru og staðnum og tóku meðfylgjandi myndir. Tímapantanir í síma 421-4585 Náttúruvæn hárgreiðslustofa Ica-v &LÍNUR Hafnargötu 35 - Keflavík HaraldurArni Haraldsson, skólastjóri Tónlistarskólans í Njarðvík afhenti Eiríki Arna Sigtryggssyni gjöfí tilefni frumflutnings á sinfóníunni sem hann samdi. VF/mynd-hbb. Viðamikil Suðunnesjasinfónía á vel heppnuöum sinfoniutonleikum aveda Sinfóníuhljómsveit íslands hélt tónleika í Iþróttahúsinu í Keflavík sl. laugardag í tilefni þess að 40 ár eru liðin frá stofnun Tónlistarfélags og Tónlistarskóla Keflavíkur. Það var ánægjulegt að sjá all- an þann fjölda bæjarbúa sem mætti á tónleikana og margir tóku böm sín með enda aldrei of snemmt að njóta klassískr- ar tónlistar. Lúðrasveit Tónlistarskóla Keflavíkur lék í upphafi ásamt Sinfóníuhljómsveitinni j og fórst þeim það vel úr hendi j og sérstaka aðdáun vakti ung- ur trommuleikari sem aldrei missti úr slag og stóðst fylli- lega samanburð við reynda slagverksleikara Sinfóníu- hljómsveitarinnar. Það hefur án efa verið mikilvægt fyrir nreðlimi lúðrasveitarinnar að fá tækifæri til þess að leika með Sinfóníuhljómsveitinni en stjómandi sveitarinnar er Karen Sturlaugsson. Sinfóníuhljómsveitin lék nokkur lög í útsetningu Her- berts H. Agústssonar sem starfaði lengi sem skólastjóri Tónlistarskóla keflavíkur. Eftir hlé var verk keflvíkings- ins Eiríks Áma Sigtryggsson- j ar, Sinfónía nr. 4 með undir- j titlinum Keflavík, frumflutt og tóku bæði Kvennakór Suð- urnesja og karlakór Suður- nesja þátt í flutninginum ásamt þremur einsöngvurum; Steini Erlingssyni, Marfu Guðmundsdóttur og Birnu Rúnarsdóttur. Hljómsveitar- stjóri var Guðmundur Óli j Gunnarsson. Þetta var viðamikið verkefni og greinilegt að mikið er til af söngfólki á Suðurnesjum. Tónleikagestir tóku sinfóní- | unni vel og könnuðust þeir j við nokkur stef. Mátti m.a. | heyra óminn af laginu Suður- nesjamenn sem átti vel við. náttúrulegar hársnyrti- vörur unnar úr lífrænt ræktuðum jurtum Er hárið þurrt og slitið eftir sumarið? Remedy blómaolíu næringakúrinn endurlífgar þurrt og þreytt hár, gefur því glans og fyllingu. Við bjóðum þér að koma og prufa. 15% AFSLÁm/R af öllum litunum og Remedy djúpnæringu -fimmtudag til þriðjudags Víkurfréttir 23

x

Víkurfréttir

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.