Morgunblaðið - 01.04.2016, Page 1
F Ö S T U D A G U R 1. A P R Í L 2 0 1 6
Stofnað 1913 75. tölublað 104. árgangur
MISTÖKIN
LEIDDU TIL
BÓKARSKRIFA
LEIKIÐ
UM
FRAMTÍÐ
STARFAR VIÐ
FRAMANDI
AÐSTÆÐUR
MADE IN CHILDREN 30 DAGUR VERKFRÆÐINNAR 15KRYDDJURTARÆKT 12
Uppgjör Icelandic Group komst í eigu
Framtakssjóðs Íslands árið 2010.
Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic
Group, sem að öllu leyti er í eigu
Framtakssjóðs Íslands, skilaði ríf-
lega 560 milljóna hagnaði í fyrra og
sneri við taprekstri ársins 2014.
Það ár skilaði félagið ríflega 570
milljóna tapi.
Árni Geir Pálsson, forstjóri fyr-
irtækisins, segir við Morgunblaðið
að sameining þriggja fyrirtækja í
Bretlandi og samstillt átak alls
starfsfólksins hafi skilað þeim
árangri sem rekstrarniðurstaða
ársins ber vitni um.
Á síðasta ári seldi Icelandic starf-
semi sína í Asíu til Brims hf. Við söl-
una bókfærði fyrirtækið tap. Sé lit-
ið til þeirrar starfsemi sem félagið
hefur áfram á sinni hendi nam
hagnaður af starfsemi þess hluta
um 1,1 milljarði króna.
Velta Icelandic Group á síðasta
ári nam rúmum 75 milljörðum
króna. »16
Icelandic Group
skilaði hagnaði á
nýliðnu rekstrarári
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir
hefur frá aldamótum byggt upp
eignarhaldsfélag sem hefur tengsl
við mörg skattaskjól.
Þannig hefur félag hans, Meson
Holding, sem er skráð í Lúxemborg,
átt að fullu félög í Guernsey og á
Kýpur. Þá hafa fulltrúar, eða félög,
frá Tortóla á Jómfrúreyjum, Belize
og Sviss átt sæti í
eignarhaldsfélag-
inu. Vilhjálmur
var skráður í
stjórn félagsins
árið 2007 en var
afskráður 2010.
Vilhjálmur
sagði af sér sem
gjaldkeri Sam-
fylkingarinnar í
fyrradag vegna
umfjöllunar um eignarhaldsfélagið.
Athugun á skjölum félagsins í fyrir-
tækjaskrá Lúxemborgar bendir til
að Vilhjálmur hafi enn ekki gert fulla
grein fyrir fjárfestingum sínum í
afsagnarbréfi sínu á Eyjunni.
Þá virðist eignarhaldsfélag hans í
Lúxemborg hafa framan af verið
skattfrjálst að mestu. Hins vegar rit-
aði Vilhjálmur á Facebook-síðu í
fyrradag að hann hefði ekki skráð fé-
lagið í Lúxemborg af skattalegum
ástæðum, heldur vegna ókosta krón-
unnar sem gjaldmiðils. Félagið var
með krónu sem uppgjörsmynt þar til
í ársbyrjun 2014.
Fulltrúar Kaupþings í Lúxemborg
áttu í samstarfi við Vilhjálm vegna
stofnunar og reikningsskila félags-
ins í Lúxemborg. Fyrsti aðgengilegi
ársreikningurinn er gerður af félagi
sem er skráð á Tortóla.
Á þremur aflandseyjum
Félag Vilhjálms Þorsteinssonar hefur tengingu við Kýpur, Guernsey og Tortóla
Fulltrúar frá Belize hafa verið skráðir í eignarhaldsfélagi hans í Lúxemborg
MTengsl við mörg … »14
Vilhjálmur
Þorsteinsson
Morgunblaðið/Árni Sæberg
Þjórsá Urriðafoss er í nýting-
arflokki en með „rauðu spjaldi“.
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
„Það vekur athygli að ekkert er
horft til spurningarinnar um hag-
kvæmni eða til efnahagslegra áhrifa.
Ákvarðanir eru teknar út frá svæð-
um og verndargildi þeirra en ekki
metið á móti efnahagslegt mikilvægi
eða hagkvæmni,“ segir Gústaf Adolf
Skúlason, framkvæmdastjóri Sam-
orku, um drög að tillögum verkefna-
stjórnar 3. áfanga rammaáætlunar
sem kynnt voru í gær.
„Við munum nýta niðurstöðurnar
sem enn eitt lóð á þá vogarskál að
friðlýsa allt miðhálendið sem þjóð-
garð,“ segir Snorri Baldursson, for-
maður Landverndar.
„Þetta er ákveðið áfall, ekki aðeins
fyrir Norðurorku heldur Norðlend-
inga, að bæði Héraðsvötn og Skjálf-
andafljót fari í verndarflokk,“ segir
Helgi Jóhannesson, forstjóri Norð-
urorku, en fyrirtækið á aðild að
Hrafnabjargavirkjun í Skjálfanda-
fljóti sem gert er ráð fyrir að fari allt
í verndarflokk. »10
Ekki spurt um hagkvæmni
Skiptar skoðanir um nýjar tillögur um rammaáætlun
Litfagur mandarín-andarsteggur var í gær á
andapollinum við Sundlaug Akureyrar. Slíkur
fugl hefur ekki áður sést þar í bæ, segir Sverrir
Thorstensen fuglaáhugamaður, en þeirra hefur
þó orðið vart á Norðurlandi. Mandarínendur eru
flækingar frá Bretlandi, voru forðum ræktaðar í
görðum aðalsmanna og hafðar til skrauts, og
þær sem flækjast hingað hafa trúlega sloppið úr
dýragörðum. „Mandarínendur sjást víða um land
á hverju vori, einkum steggirnir. Kollurnar hafa
aldrei orpið hér, eftir því sem best er vitað,“ seg-
ir Jóhann Óli Hilmarsson fuglafræðingur.
Leikur og gleði í sambúð andanna á Akureyri
Morgunblaðið/Skapti Hallgrímsson
Litskrúðug mandarínönd er flækingsfugl sem vekur athygli
Ekki ríkir 110 ára leynd yfir
skjölunum um uppgjör gömlu
bankanna, sem alþingismenn hafa
fengið að skoða í trúnaði, eins og
skilja hefur mátt af fréttum. Um
þau atriði í skjölunum þar sem er
að finna upplýsingar um fjár-
hagsleg málefni einstaklinga gild-
ir 80 ára trúnaðarregla sam-
kvæmt lögum um opinber
skjalasöfn.
Formaður og varaformaður
fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís
Hauksdóttir og Guðlaugur Þór
Þórðarson, ætla að óska eftir því
við fjármálaráðuneytið að trúnaði
yfir skjölunum verði aflétt. » 18
Ekki 110 ára leynd
yfir bankaskjölum
Samningar sem Ríkisútvarpið gerir
við verktaka skulu gerðir eftir opnu,
faglegu og gagnsæju ferli. Þá skulu
allar lausar stöður auglýstar og í
þær ráðið eftir opnu ferli. Þetta er,
samkvæmt heimildum Morgun-
blaðsins, meðal atriða í nýjum þjón-
ustusamningi menntamálaráðuneyt-
isins við Ríkisútvarpið ohf. en efni
hans var kynnt stjórn fyrirtækisins í
fyrrakvöld. Einnig eru í samningn-
um ný ákvæði um til dæmis stjórnun
og starfsemi RÚV, svo og starfs- og
siðareglur.
Gunnlaugur G. Sverrisson, stjórn-
arformaður RÚV, segir að strangar
kröfur um stjórn og starfsemi Rík-
isútvarpsins séu í þjónustusamn-
ingnum nýja, sem sé betra stjórn-
tæki en fyrri samningur var.
Samningurinn feli ekki í sér að fara
þurfi í hagræðingaraðgerðir hjá
RÚV, því ásættanleg niðurstaða um
fjármögnun starfseminnar á líðandi
ári hafi þegar legið fyrir.
Reiknað er með að samningurinn
verði undirritaður af stjórn RÚV
ohf. nk. þriðjudag. »11
Samið verði við verk-
taka RÚV í opnu ferli