Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 4

Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 4
4 FRÉTTIRInnlent MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Viðar Guðjónsson vidar@mbl.is Veglegt myndasafn Stefáns Þormars Guðmundssonar, fráfarandi veitinga- manns Litlu kaffistofunnar, hefur ver- ið selt. Um er að ræða sögulegar myndir úr heimi knattspyrnunnar á Íslandi og er sú elsta frá árinu 1911 þegar fyrsti knattspyrnuleikurinn fór fram á Melavellinum á milli Fram og Fótboltafélags Reykjavíkur, síðar KR. Stefán gekk út af vinnustaðnum í síð- asta skipti í gær eftir aldarfjórðungs rekstur fyrir Olís. „Það fengu færri safnið en vildu. Margir hringdu og spjölluðu við mig og komu að skoða þetta. Þegar ég fór yfir þetta fannst mér svo erfitt að gera upp á milli fólks. Ég valdi því þann fyrsta sem sýndi þessu áhuga. Ég seldi þetta ekki á neinu okurverði, heldur bara rétt upp í kostnað og kannski aðeins meira,“ segir Stefán og bætir við: „Ég gat ekki hugsað mér eftir 60 ára áhuga á knatt- spyrnu að okra á einum eða neinum. Þetta er mér persónulegt og ég mun sjá eftir þessu úr Litlu kaffistofunni en ég skil vel afstöðu stúlknanna tveggja sem fannst þetta tengjast minni per- sónu of mikið,“ segir Stefán. Vildi myndirnar ekki í kassa Hann segist hafa óttast það að safn- ið myndi enda ofan í kassa. „Safnið er fjölmiðlum að þakka því myndirnar eru fengnar þaðan. Ég byrjaði á því að klippa út úr blöðum. Höfuðdjásn kaffistofunnar er fyrsta símamyndin sem birtist í Morgunblaðinu 19. ágúst 1959. Á henni eru bræðurnir Hörður og Bjarni Felixsynir frá því Ísland keppti við Danmörku á Idrætsparken,“ segir Stefán en leik- urinn endaði með jafntefli, 1-1. Hann segir að kaupandinn hafi beðið um trúnað bæði hvað varðar kaupverð og hver hann sé. „Ég held að hann ætli að afhenda einhverjum öðrum það, einhverju safni eða í atvinnu- starfsemi,“ segir Stefán sem tók lof- orð af kaupandanum um að safnið mundi fá virðulegan sess. Tók loforð um að safnið mundi fá virðulegan sess  Safn knattspyrnumynda af Litlu kaffistofunni selt Morgunblaðið/Golli Genginn út Stefán Þormar Guðmundsson yfirgefur Litlu kaffistofuna í gær, í síðasta sinn sem rekstraraðili. Nýir aðilar taka við rekstrinum fyrir Olís. SVIÐSLJÓS Benedikt Bóas benedikt@mbl.is Veitingastaðurinn McDonalds verð- ur opnaður aftur á Íslandi í sumar en athafnamennirnir Sigmar Vil- hjálmsson og Jóhannes Ásbjörns- son hafa tryggt sér sérleyfi til að selja hamborgara frá matsöluris- anum. Til að fagna áfanganum verður boðið í fyrirpartí en þeir fé- lagar fengu stóra sendingu frá Bandaríkjunum á þriðjudag. Ætla þeir að bjóða upp á Big Mac-máltíð á aðeins 99 krónur á veit- ingastaðnum Shake & Pizza í Keiluhöllinni í Grafarvogi en stað- urinn verður opnaður klukkan 11 í dag. Þeir félagar stefna að því að opna fyrsta McDonalds-staðinn af fimm með pomp og prakt í júní og segja að dagsetningin 17. júní hugnist þeim vel. „Okkur hefur tekist að halda þessu leyndu töluvert lengi en fyrst þetta hefur spurst út þá get ég staðfest fréttirnar. McDonalds verður opnaður á ný og þetta fyrir- partí í dag er bara til að fá Íslend- inga til að muna eftir gamla góða bragðinu,“ segir Jóhannes en Sig- mar hefur unnið baki brotnu und- anfarna mánuði við að tryggja þeim félögum öll tilskilin leyfi. „Ég fór til Los Angeles fyrir skömmu til að klára þetta og við erum búnir að skrifa undir alla pappíra,“ segir Sigmar en Mc- Donalds seldi sinn síðasta ham- borgara hér á landi árið 2009. Hvergi bangnir McDonalds-staður var opnaður hér á landi hinn 9. september 1993 þegar Davíð Oddsson fékk sér fyrsta Big Mac-borgarann og urðu veitingastaðirnir mest fjórir; við Suðurlandsbraut, í Kringlunni, á Smáratorgi og í miðbænum. Eftir gengishrunið var rekstur McDon- alds erfiðari vegna gengis krón- unnar og tolla. En Jóhannes og Sigmar eru hvergi bangnir og munu að mestu flytja inn hráefni í McDonalds-- réttina, eins og kjöt, ost og græn- mæti, og aðföng frá erlendum birgjum samkvæmt kröfum og stöðlum McDonalds. „Þetta hefur verið í undirbúningi í langan tíma. Nú er þetta í höfn og það er gaman að geta boðið Íslendingum upp á þessa víðfrægu hamborgara aftur,“ segir Jóhannes. Fæða 68 milljónir á dag McDonalds er í 119 löndum og með 36 þúsund útibú. Hamborg- arakeðjan gefur um 68 milljón manns að borða á hverjum einasta degi. Um ein og hálf milljón manna vinnur fyrir McDonalds um allan heim. Þeir eru frægastir fyrir ham- borgara sína en einnig fyrir morg- unmat og eftirrétti. Þá hafa þeir víkkað matseðilinn og bjóða upp á salat, fisk og fleira heilsusamlegt. Hamborgari í pítsukeppni Þegar Sigmar fór til Las Vegas í byrjun mars sl. til að keppa í stærstu pítsusamkeppni í heimi, International Pizza Expo, þar sem beikonsultupizza Shake&Pizza hafnaði í fjórða sæti, fór hann í leiðinni til Los Angeles og skrifaði nafn sitt undir samninga við mat- sölurisann. „McDonalds lokar hér á landi ár- ið 2009 og við opnum Fabrikkuna ári síðar eða 2010 og það er gaman að hafa þetta tvennt á okkar veg- um. Þetta verður fyrsti staðurinn af fimm sem stefnt er á að opna og verður hér í Keiluhöllinni. Við mun- um opna klukkan 11 í dag og bjóða upp á Big Mac-máltíð á 99 krónur svo lengi sem birgðir endast,“ segir Sigmar. Gefa ársbirgðir Jóhannes segir að hérlent áhuga- mannafélag um McDonalds hafi tal- að við sig og það sé gott að vita af fastakúnnum nú þegar. „Nú getum við og megum til- kynna þessa opnun, sem verður, ef allt gengur að óskum, í júní. Af því tilefni höfum við sett saman lítinn leik á mbl.is þar sem við munum gefa ársbirgðir af Big Mac. En fyrirpartíið er í dag og það verður mikil hátíð hjá okkur hér í Grafar- vogi á Shake & Pizza. Plássið sem við höfum hér er mikið og McDonalds mun sóma sér vel í Keiluhöllinni. Hamborgari og keila fara vel saman,“ segir Jó- hannes. Sigmar bendir á í lokin að þótt fólk vinni ársbirgðir af Big Mac sé hann ekki endilega að mæla með því að borða slíkt á hverjum degi. McDonalds aftur til Íslands  Athafnamennirnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson ætla að opna fimm McDonalds- staði  Fyrirpartí í dag í Keiluhöllinni á Shake & Pizza  Bjóða upp á Big Mac á 99 krónur Morgunblaðið/Golli Tilbúnir Sigmar Vilhjálmsson og Jóhannes Ásbjörnsson með sýnishorn af veitingum McDonalds. Egilshöll Félagarnir fyrir utan Shake & Pizza þar sem gleðin fer fram. HEKLA · Laugavegi 170-174 · Reykjavík · Sími 590 5000 · hekla.is UP! MEÐ ÖRYGGIÐ VW Up! frá aðeins: 1.790.000 kr. Borgarráð samþykkti í gær tillögu að nýju deiliskipulagi á svonefndum Kennarahá- skólareit við Stakkahlíð, þar sem fyrirhugað er að þétta byggð með 160 íbúðum, þar af 100 fyr- ir námsmenn og 60 fyrir eldri borgara. Borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins sátu hjá við afgreiðslu málsins. Í bókun benda þeir m.a. á að þrátt fyrir hörð mótmæli íbúa í hverfinu, síðast á borgarafundi 9. mars sl., hafi tillögunni verið í engu breytt. Engin merki sjáist þess að tekið hafi verið tillit til sjónarmiða íbúanna. Velta þeir fyrir sér tilgangi opinna samráðsfunda, undir því yfirskini að verið sé að vinna með íbúum að mótun deiliskipulags, ef ekkert tillit er síðan tekið til ábendinga og athugasemda íbúa. Athugasemdir íbúa við KHÍ-reit hunsaðar Svona gæti KHÍ-reitur litið út.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.