Morgunblaðið - 01.04.2016, Blaðsíða 10
10 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
ar, sagði á kynningarfundinum í
gær að huga þyrfti að laxastofninum
við umhverfismat og leyfisveitingar.
Í verndarflokk er lagt til að fari
fjögur svæði með eftirtöldum virkj-
anakostum: Héraðsvötn, Skjálf-
andafljót, Skaftá og Þjórsá vestur.
Á þessum svæðum eru Villinganes-
virkjun og Skatastaðavirkjanir í
Héraðsvötnum í Skagafirði. Í
Skjálfandafljóti eru þrjár útgáfur af
Hrafnabjargavirkjun auk Fljóts-
hnúksvirkjunar. Kjalölduveita er í
Þjórsá. Fyrir eru í verndarflokki
svæði með 16 virkjanahugmyndum.
Þau rök eru einkum færð fyrir
verndun Héraðsvatna að Jökulsárn-
ar séu mikilvægar fyrir ferðaþjón-
ustu í héraði og á landsvísu. Einkum
er vísað þar til nýtingar þeirra til
flúðasiglinga. Rætt er um áhrif
Hrafnabjargavirkjana og annarra
virkjana í Skjálfandafljóti á ferða-
mennsku og útivist en einnig áhrif á
menningarminjar og varpstöðvar
fugla.
Í biðflokk eru ellefu virkjanakost-
ir flokkaðir. Þar eru tveir kostir í
Hólmsá, Búðartunguvirkjun, Haga-
vatnsvirkjun, Stóra-Laxá, Trölla-
dyngja, Innstidalur, Hágönguvirkj-
un, Fremrinámar og Búrfellslundur.
Ekki lágu fyrir nægjanleg gögn til
að meta Austurgilsvirkjun í Ísa-
fjarðardjúpi og fer sá kostur því
einnig í biðflokk.
Þá eru ótaldir 28 virkjanakostir
sem bíða frekari umfjöllunar.
Athygli vekur að þeir tveir vind-
myllugarðar sem Landsvirkjun til-
kynnti um fóru hvor í sinn flokkinn.
Blöndulundur er í nýtingarflokki,
samkvæmt tillögunni, en Búrfells-
lundur sem er lengra kominn í um-
hverfismatsferli, í biðflokk. Blöndu-
lundur er á röskuðu svæði með
frekar lágu verndargildi. Búrfells-
lundur er einnig á röskuðu svæði en
áhrif hans á ferðir og útivist eru tal-
in mikil. Mikill munur er á einkunn-
um faghópa og telur verkefnisstjórn,
með tilliti til almannahagsmuna, að
bíða með ákvörðun um ráðstöfun
svæðisins.
Þrjú fljót fara í verndarflokk
Verkefnisstjórn rammaáætlunar kynnir drög að tillögum Skjálfandafljót, Héraðsvötn og Skaftá
verði vernduð svæði Virkjanir í Neðri-Þjórsá settar í orkunýtingarflokk en með rauðu „flaggi“
Kynning
» Verkefnisstjórnin kynnir
drög að tillögu sinni á opnum
fundum víða um land á næst-
unni.
» Að þeim loknum og eftir
samráð við nokkrar stofnanir
mun verkefnisstjórn ganga frá
tillögum sínum og auglýsa
formlega eftir athugasemdum.
» Ætlunin er að ganga frá til-
lögu og afhenda umhverfis-
ráðherra 1. september þannig
að hægt verði að leggja þings-
ályktunartillögu um verndar-
og orkunýtingaráætlun fyrir
Alþingi í haust.
BAKSVIÐ
Helgi Bjarnason
helgi@mbl.is
Allar virkjanahugmyndir í Héraðs-
vötnum í Skagafirði, Skjálfandafljóti
í Þingeyjarsýslu og Skaftá, auk Kjal-
ölduveitu í Þjórsá, fara í verndar-
flokk samkvæmt drögum að tillögu
verkefnisstjórnar 3. áfanga ramma-
áætlunar sem kynnt var í gær. Sjö
virkjanakostir bætast við orkunýt-
ingarflokk, þar á meðal Holta-
virkjun og Urriðafossvirkjun í
Þjórsá.
Verkefnisstjórnin leggur til að í
nýtingarflokk fari eftirtaldir
virkjanakostir: Skrokkölduvirkjun,
Holtavirkjun, Urriðafossvirkjun,
Austurengjar, Hverahlíð II, Þverár-
dalur og Blöndulundur. Bætast
þessir virkjanakostir við 10 kosti
sem fyrir eru í orkunýtingarflokki
samkvæmt núgildandi rammaáætl-
un.
Verndað vegna ferðamennsku
Þess er getið í greinargerð verk-
efnisstjórnar við Holtavirkjun og
Urriðafossvirkjun að þótt þær komi
báðar vel út úr einkunnagjöf fag-
hópa þurfi að huga að laxastofninum
sem hafi sérstöðu á heimsvísu hvað
varðar stærð og aðlögun að óvenju-
legu umhverfi. Faghópur lagði
þannig til að Urriðafossvirkjun fengi
„rautt flagg“ af þeim sökum. Stefán
Gíslason, formaður verkefnastjórn-
„Við munum nýta niðurstöðurnar sem enn eitt lóð á þá
vogarskál að friðlýsa allt miðhálendið sem þjóðgarð.
Þetta er sterk stuðningsyfirlýsing við okkur og önnur
náttúruverndarsamtök,“ segir Snorri Baldursson, for-
maður Landverndar. Hann segir drög verkefnastjórnar
vera betri en samtökin þorðu að vona.
Hann segir að svo virðist sem verkefnastjórnin hafi
fallist á mikið verndargildi hálendisins með því að færa
þrjú vatnasvið í verndarflokk, það er að segja Skjálf-
andafljót, Héraðsvötn og Skaftá. „Þegar þetta er tekið
saman er langt yfir helmingur hálendis Íslands þegar verndaður og restin
þjóðlenda. Við erum býsna sátt við þetta,“ segir Snorri.
Fallist á mikið verndargildi hálendisins
Snorri Baldursson
„Ég varð fyrir vonbrigðum að þessir kostir skyldu þó ekki
allavega fara í biðflokk þannig að okkur gæfist kostur á
að rannsaka ýmsa þætti frekar,“ segir Helgi Jóhannesson,
forstjóri Norðurorku, sem hefur verið að þróa Hrafna-
bjargavirkjun í Skjálfandafljóti í samvinnu við fleiri fyrir-
tæki og heimamenn. Allt Skjálfandafljót er sett í verndar-
flokk í tillögunum.
Helgi segir að fljótt á litið virðist flokkunin ráðast af
víðerni og ósnortinni náttúru. Það sé metið út frá ferða-
mönnum. „Mér finnst sérstakt að mat fárra einstaklinga
ráði slíku.“ Hrafnabjargavirkjun er eini stóri virkjanakosturinn sem Norður-
orka á aðild að. „Þetta er ákveðið áfall, ekki aðeins fyrir Norðurorku heldur
Norðlendinga, að bæði Héraðsvötn og Skjálfandafljót fari í verndarflokk.
Það sitja eftir spurningar. Ekki virðist mega virkja á okkar svæði af því að
það er öðrum svo mikilvægt en við horfum meira á atvinnu og þá möguleika
sem svæðin gefa okkur, þótt auðvitað viljum við öll vernda náttúruna.“
Áfall fyrir Norðlendinga
Helgi Jóhannesson
„Það hefur orðið stórkostlegt tjón af tveggja ára töf á
að hefja undirbúning að virkjunum,“ segir Jón Gunn-
arsson, formaður atvinnuveganefndar Alþingis. Hann
vísar til þess að meirihluti atvinnuveganefndar lagði til
að fleiri virkjanir yrðu færðar með Hvammsvirkjun úr
biðflokki í nýtingarflokk, sérstaklega hinar virkj-
anirnar í Neðri-Þjórsá og Skrokkölduvirkjun. Það
komst ekki í gegn um þingið. Jón segist hafa áhyggjur
af stöðunni á orkumarkaði þótt þrjár vatnsaflsvirkjanir
bætist við. Lengri tíma taki að undirbúa jarðvarma-
virkjanir. „Mikil þörf er á orku fyrir orkutengdan iðn-
að og þar liggja mikil tækifæri, ekki síst í hinum dreifu byggðum lands-
ins. Við erum að sjá fram á áframhaldandi stopp í því og erfitt er að
svara eftirspurn frá fjölbreyttum fyrirtækjum sem þurfa orku til sinnar
starfsemi,“ segir Jón.
Mikið tjón vegna tafa á virkjunum
Jón Gunnarsson
„Það vekur athygli að ekkert er horft til spurning-
arinnar um hagkvæmni eða til efnahagslegra áhrifa.
Ákvarðanir eru teknar út frá svæðum og verndargildi
þeirra en ekki metið á móti efnahagslegt mikilvægi eða
hagkvæmni,“ segir Gústaf Adolf Skúlason, fram-
kvæmdastjóri Samorku.
Hann vekur athygli á því að umframeftirspurn er eftir
orku í landinu og því séu þessar spurningar uppi. „Þessi
nálgun, að horfa ekki til hagkvæmninnar, endurspeglast
meðal annars í því að það eru stórir og hagkvæmir
vatnsaflskostir sem hljóta ekki náð fyrir augum verkefn-
isstjórnarinnar.“
Gústaf Adolf
Skúlason
Ekki horft til hagkvæmni og efnahags
„Ég get ekki ann-
að sagt en að
verkefnisstjórnin
hafi unnið sína
vinnu vel. Henni
var falið vanda-
samt verk. Þetta
er ákveðin jafn-
vægislist, að meta
þessa kosti, og
endalaust hægt
að takast á um flokkun þeirra,“ seg-
ir Sigrún Magnúsdóttir, umhverfis-
ráðherra.
Að loknu samráðsferli mun verk-
efnisstjórnin afhenda umhverfis-
ráðherra endanlega tillögu sína, 1.
september. Hún mun síðan leggja
tillögu sína fyrir Alþingi á haust-
þingi. „Ég veit ekki hvort tillagan
verður svipuð og var kynnt í dag. Ef
ég verð sæmilega sátt mun ég leggja
hana fram óbreytta. Það er mín
óskastaða að þurfa engu að breyta.“
Óskastaðan
að þurfa engu
að breyta
Sigrún
Magnúsdóttir
Opið 09-23 | Laugavegi 12 | 101 Rvk. | Sími 551 5979 | lebistro.is
franskur, íslenskur,
enskur eða heilsu
Brunch
alla daga frá 9-14
ÞÚF
ÆRÐ
VÉLS
LEÐA
-
FATN
AÐIN
NHJ
ÁOK
KUR
STORMUR EHF | KLETTHÁLSI 15 | S: 577 1717 | WWW.STORMUR.IS