Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 12

Morgunblaðið - 01.04.2016, Side 12
12 DAGLEGT LÍF MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Þórunn Kristjánsdóttir thorunn@mbl.is Ástæðan fyrir því að þessibók verður til er að églendi í því að gera alls kon-ar mistök í krydd- jurtarækt. Ég fer að kortleggja mis- tökin og líka að skrifa niður það sem ég geri rétt. Út frá þessu stofnaði ég facebook-síðu fyrir mig og vinkonur mínar til að halda utan um þetta, eins konar gagnagrunn sem stækk- aði og stækkaði,“ segir Auður Rafns- dóttir, höfundur bókarinnar Krydd- jurtarækt fyrir byrjendur, sem kom út nýverið. Þess má geta að í dag eru meðlimir í facebook-hópnum sem hún stofnaði, Áhugafólk um krydd- jurtaræktun, orðnir tæplega 10 þús- und. Í þessum hóp hefur fólk skipst á ráðum og upplýsingum á þeim þrem- ur árum sem síðan hefur verið í loft- inu. „Mér fannst það liggja einhvern veginn beinast við að gefa þetta út á pappír. Í rauninni er fólkið á síðunni búið að skrifa þessa bók en ég tók hana saman,“ segir Auður. Gagnagrunnsmiðuð Auður vinnur hjá fyrirtækinu Creditinfo sem sérhæfir sig í fjöl- miðla- og fjármálagagnagrunni. Hún segist sjálf vera svolítið „gagna- grunnsmiðuð“. Í bókinni er farið yfir öll helstu atriði sem byrjendur þurfa að hafa í huga þegar þeir hefja kryddjurta- ræktun. Ýtarlegar upplýsingar eru um 12 kryddjurtir allt frá sáningu til gómsætra uppskrifta og krydd- blandna. Í bókinni eru einnig minn- isblaðsíður til að skrifa niður hjá sér. Auður bendir á að reynslumiklir ræktendur læri alltaf eitthvað nýtt á Mistök leiddu til bókarskrifa Einlægur áhugi á kryddjurtaræktun hefur leitt Auði Rafnsdóttur til bókarskrifa, í sjónvarpsþáttagerð, pistlaskrif og á samfélagsmiðla. Kryddjurtarækt fyrir byrj- endur nefnist bókin hennar sem kom nýverið út. Hún segir það ekki í boði að vera kjarklaus í lífinu heldur fylgja áhuganum á þann stað sem það leiðir mann. Matargerð Ferskar kryddjurtir eru einstaklega góðar í matargerð. Þurrkun Vel ræktaðar kryddjurtir gefa mikið af sér sem gott er að þurrka. Það er alltaf gaman að leyfa huganum að reika, sérstaklega í ferðalög til framandi landa. Heimasíða ferða- bloggarans Alastairs Humphreys er forvitnileg fyrir margra hluta sakir. Þar er að finna flottar og fræðandi sögur af ferðalögum til ýmissa landa. Humphrey er ævintýramaður fram í fingurgóma og hefur m.a. ferðast gangandi yfir Indand, róið yfir Atlants- hafið, hjólað um heiminn og gengið um Ísland. Tímaritið National Geo- graphic útnefndi Humphrey ævintýra- mann síðasta árs fyrir að hvetja fólk til að fara í litlar ævintýraferðir og stíga út fyrir þægindarammann. Hann hefur skrifað fjölda bóka og heldur einnig fyrirlestra víða um heim. Það þurfa ekki allir að takast á við jafn krefjandi verkefni og Humphrey en á heimasíðunni hans er að finna ýmis góð ráð, t.d. við val á áfangastöðum og heppilegar fjallgöngur. Vefsíðan www.alastairhumphreys.com Fjallganga Alastair Humphrey hvetur fólk til að stunda fjallgöngur. Hvetur fólk til ævintýraferða Þær Gyða Valtýsdóttir og Shahzad Is- maily halda tónleika í Mengi í kvöld, föstudagskvöld. Tónleikarnir hefjast klukkan 21 og er miðaverð tvö þús- und krónur. Gyða hóf tónlistarferilinn á tán- ingsaldri með hljómsveitinni Múm. Hún yfirgaf sveitina til að einbeita sér að klassísku tónlistarnámi og lærði meðal annars í Rimsky- Korsakov Conservatory í St. Péturs- borg og Hochschule für Musik í Basel þar sem hún lauk meistaranámi í sellóleik hjá Thomas Demenga og frjálsum spuna hjá Walter Fähndrich. Shahzad Ismaily er þúsundþjala- smiður í tónlist sem hefur unnið með stórum hópi tónlistarmanna. Endilega … … hlýðið á Gyðu og Shahzad Tónlistarkona Gyða Valtýsdóttir. Kvikmyndin Crossing Iceland verður sýnd í Bíó Paradís í kvöld kl. 19.30 og frítt er inn. Þar segir frá ofurhug- anum Jerome Josserand sem fór 200 km leið yfir hálendi Íslands á skíðum og á flugdreka. Hann langaði að fara yfir hálendið frá suðri til norðurs á einum degi á þessum búnaði. Jerome Josserand býr í frönsku Ölpunum þar sem hann ólst upp og eyddi mikilum tíma á skíðum. Hann setti heimsmet árið 2007 þegar hann flaug í 450 metra hæð yfir jörð í flug- dreka. Hann er hugfanginn af kraft- miklum vindi sem myndast oft í kringum fjöll. Þegar hann kynntist Ís- landi þá þótti honum snjórinn og vindurinn heillandi og ákvað því að kanna hvort hann gæti komist yfir þetta landsvæði á þessum tiltekna tíma. Þess má geta að við tökur á myndinni fór vindhraðinn í 80 km/ klst. Hvort honum tókst ætlunar- verkið kemur í ljós í myndinni. Kvikmyndin Crossing Iceland Á skíðum og á flugdreka yfir stormasamt hálendi Íslands Ofurhugi Mynd um ferð Jerome Josserand yfir hálendi Íslands sýnd í kvöld. Skannaðu kóðann til að fara inn á vefsíðuna. fenix 3 sameinar glæsilega hönnun og fjölnota GPS snjallúr Íþrótta- og útivistarfólk þarf ekki lengur að velja á milli – fenix 3 er bæði fullkomið íþróttaúr, útivistarúr, snjallúr og úr sem þú notar daglega í vinnu og leik. Þú getur einnig sérsniðið úrið að þínum þörfum með mismunandi upplýsingagluggum, forritum eða úraskífu með Connect IQ appinu frá Garmin. Ögurhvarfi 2, 203 Kópavogur, sími 577 6000, garmin.is toppaðu gærdaginn

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.