Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 13

Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 13
Morgunblaðið/Eggert Ástríðufullur kokkur „Ég rækta kryddjurtir til þess að geta eldað betri mat,“ segir Auður Rafnsdóttir sem var að gefa út bókina Kryddjurtarækt fyrir byrjendur, sem er samantekt á haldgóðum ráðum. hverju ári og því mikilvægt að halda utan um þær upplýsingar. Ræktar til að elda „Ég rækta kryddjurtir til þess að geta eldað betri mat. Ég er ekki þessi ástríðufulli ræktandi heldur vil ég rækta heima í stofu og úti á svöl- um. Markmiðið með bókinni er að nálgast þennan hóp fólks sem býr í blokk og er með lítinn garð en vill samt rækta,“ segir Auður. Innt eftir því hvort hún hljóti ekki að vera mik- ill matgæðingur segist hún ekki geta neitað því. „Þeir sem þekkja mig vita að ég hef yndi af matreiðslu og elska að borða góða mat. Ég hef líka svo gaman af að gefa að borða, það er þessi móðurtilfinning í manni.“ Auður segir áhugann á heima- ræktun hafa aukist mikið á síðustu árum. Hún rekur það bæði til hruns- ins og eins til breytinga á lífsstíl fólks. Fólk vill í auknum mæli vita hvaðan hráefnið sem það neytir kemur. „Það er tvennt ólíkt að nota sína eigin kryddjurt í matargerð og einhverja sem er keypt úti í búð því þá veit maður ekkert hverju hefur verið sprautað yfir hana. Það er svo gaman að sjá kryddjurtina vaxa og dafna í eldhúsglugganum og nota hana svo í matargerð,“ segir Auður. Áhuga Auðar á kryddjurtum má líkja við snjóbolta sem heldur áfram að rúlla og stækka. Hún held- ur ekki eingöngu utan um facebook- síðuna sem hún stofnaði fyrir þrem- ur árum heldur hefur hún skrifað pistla á Spyr.is, verið með þætti á sjónvarpsstöðinni Hringbraut og í ofanálag er hún öflug á samfélags- miðlunum. Á instagram og á snapc- hat er hægt að fylgjast með henni undir nafninu kryddjurtir. Núna undirbýr hún gerð þátta heima hjá sér sem verða væntanlega á dagskrá hjá Hringbraut næsta vor. Hún bendir á að þetta sé eins og svo margt sem fólk hefur áhuga á að áhugamálið tekur yfir. „Fyrir mér er bókin líka það að þora. Þegar maður þorir þá er maður svolítið óöruggur í smátíma á meðan bókin er að koma út. Ef maður þorir ekki þá er maður svolítið að missa sjálfan sig. Þú ert að tapa og hika. Maður þarf að þora í lífinu, það þýðir ekkert annað. Ann- ars situr maður bara heima fyrir framan sjónvarpið,“ segir Auður og hlær. Hún viðurkennir að það ein- kenni hana að vera frekar drífandi og kjörkuð. Það sem hún tekur sér fyrir hendur verður henni að takast, eins og hún orðar það sjálf. „Ég tók þetta markvisst enda er bókin fyrir þá sem vilja gera þetta á sem mögu- lega réttastan hátt,“ segir Auður. Í þessu samhengi nefnir hún að al- gengustu mistökin sem fólk gerir, t.d. með basilíku, séu að taka stærstu blöðin af henni. Það á að taka efst af plöntunni því stóru blöð- in taka birtuna svo hún geti vaxið og dafnað. Þegar litlu nýju blöðin eru tekin þá þéttist plantan. Auður eins og allir kryddjurta- ræktendur á þessum árstíma er að sá fræjum núna og hlakkar til sum- arsins sem er víst rétt handan við hornið. Hægt er að fylgjast með krydd- jurtaræktun Auðar undir nafninu kryddjurtir á instagram og snap- chat og einnig á facebook.com í hópnum áhugafólk um krydd- jurtaræktun. DAGLEGT LÍF 13 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Enn eru laus pláss á stutt, létt og lif- andi leiklistarnámskeið sem Leiklist- arskólinn Opnar dyr heldur 5. apríl næstkomandi. Námskeiðið er fyrir alla 17 ára og eldri. Á þessu nám- skeiði er áherslan á sköpun, leik og gleði. Gerðar verðar æfingar sem auka jákvæðni og gleði og opna fyrir sköpunarflæði og tjáningarfrelsið. Kennarar á námskeiðinu eru Ólöf Sverrisdóttir leikari og leiklistar- kennari og Ólafur Guðmundsson leik- ari og leiklistarkennari. Námskeiðið verður á þriðjudögum kl 20.15 -22.30 í fimm þriðjudaga og kostar 28 þúsund krónur. Skráning og frekari upplýsingar í iceolof- @hotmail.com og í síma 845-8858. Leiklistarskólinn Opnar dyr hefur það að markmiði að gefa fullorðnu fólki tækifæri til að kynnast leik- rænni tjáningu í afslöppuðu og öruggu umhverfi. Námskeiðin eru ætluð þeim sem vilja skemmta sér, losa um hömlur og fá útrás fyrir sköpunargleðina í spuna og leik. Leiklistarnámskeið Morgunblaðið/G.Rúnar Leikari Ólöf kennir á námskeiðinu. Æfingar sem auka gleðiAð nota næringarsnauða mold Mikilvægt er að nota alltaf næringarmikla mold. Hjá rækt- unarstöðvum er hægt að kaupa góða mold sem blönduð hefur verið með moltu. Kryddjurtin mun einfaldlega sýna þér það í stærð og vexti að hún nærist vel. Að leyfa jurtinni að blómstra Mikilvægt er að klippa burt blóm ef jurtin fer að blómstra. Annars mun hún einbeita sér að blómguninni á kostnað lauf- anna. Að gefast upp Ekki gefast upp eftir fyrstu tilraun. Þolinmæði er mikill kostur þegar fólk prófar sig áfram með ræktun af öllu tagi. Þegar þú nærð tökum á rækt- uninni færðu erfiðið margfald- lega launað. Það er fátt meira gefandi en að nota sínar eigin kryddjurtir í matreiðslu og miklu ódýrara en að kaupa ferskar kryddjurtir úti í búð. ÚR BÓKINNI Nokkur atriði sem ber að varast Ég er loksins orðinn ögnlíkari uppáhalds StarWars-karakternum mín-um. Ég er nefnilega orð- inn faðir, eins og Svarthöfði. Reynd- ar vona ég að ég verði ögn betri faðir en Svarthöfði var. Líkurnar á því að ég mæti syni mínum í einvígi um ör- lög vetrarbrautarinnar eru sem bet- ur fer hverfandi, hvað þá að því ein- vígi muni ljúka með því að hann þurfi að leita á náðir stoðtækja- smiðsins Össurar. Það er því kannski ekki svo hár þröskuldur sem ég þarf að yfirstíga til þess að toppa Svarthöfða gamla í foreldra- deildinni. Ekki það að ég hafi ekki freistast nokkrum sinnum til þess að segja „Nei, ég er faðir þinn!“ við litla krílið í örmum mér. Hann mun skilja það seinna, þegar ég neyði hann til þess að horfa á Empire Strikes Back með mér. Gamli bíð- ur þeirrar stundar með mikilli eftirvæntingu. En þangað til þarf að sinna ýmsum verkefnum. Bleyjuskiptum, pelagjöfum, sótthreins- unum. Ég efast um að tedrekk- andi Tjalli frá Tálknafirði sem er sísólginn í Earl Grey hafi soðið jafnmikið vatn síðustu tvær vikurnar og ég. Á verstu stundunum hugsar maður með sér hvað maður sé eiginlega bú- inn að koma sér út í. En þær líða fljótt hjá og það næsta sem ég veit er að ég get eiginlega ekki hugsað mér lífið eins og það var áður. Krílið brosir, og þótt ég viti að hann sé enn of ungur til þess að gera það vilj- andi fyllist ég ótrúlegri gleði og gleymi því að nokkrum sekúndum fyrr prumpaði hann framan í mig. Faðir. Þetta orð. Það pass- ar eitthvað svo illa við það að mér líður enn eins og ég sé 18 ára gamall, jafnvel þó að sá tími tilheyri annarri öld. Ég er faðir þinn. Tími til að fullorðnast. Við Benni getum kannski bara gert það saman? »Faðir. Þetta orð. Þaðpassar eitthvað svo illa við það að mér líður enn eins og ég sé 18 ára gamall, jafnvel þó að sá tími tilheyri annarri öld. Heimur Stefáns Gunnars Stefán Gunnar Sveinsson sgs@mbl.is Salvör Davíðsdóttir Sölufulltrúi www.fr.is Sylvía G.Walthersdóttir Löggiltur fasteignasali. sylvia@fr.is FRÍTT VERÐMAT ENGAR SKULDBINDINGAR HRINGDUNÚNA 8208081

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.