Morgunblaðið - 01.04.2016, Page 14
14 FRÉTTIRInnlent
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
Til sölu eru eignir þrotabús Sveinbjörns Sigurðssonar hf.
Eignirnar samanstanda af bifreiðum, vinnuvélum, vinnupöllum, vinnubúðum og ýmsum öðrum búnaði.
Eignirnar verða til sýnis næstu daga. Tilboð í eignir skulu berast í síðasta lagi föstudaginn 8. apríl nk. til
undirritaðrar.
Nánari upplýsingar um eignir eru veittar samkvæmt beiðnum sem óskast sendar á netfangið hulda@LL3.is
Hulda Rós Rúriksdóttir hrl.
skiptastjóri þrotabús Sveinbjörns Sigurðssonar hf.
semi félagsins eru aðgengileg á vef
fyrirtækjaskrár Lúxemborgar.
Helstu atburðir í sögu félagsins eru
raktir á grafi hér fyrir ofan. Þar má
sjá að það var stofnað í samstarfi við
Kaupthing Bank Luxembourg.
Sama mynstur kemur hér fram og
hjá mörgum félögum sem voru í eigu
Íslendinga í Lúxemborg, að félög frá
Tortóla eiga sæti í stjórn og eru
skráð sem umsjónarmaður (fr.
commissaire). Vilhjálmur kemur inn
í stjórnina 2007, en árið 2010 hætta
hann og fulltrúar Tortóla-félaganna í
stjórn félagsins og í staðinn koma
Hollendingur, Lúxemborgari og
félag skráð í Belize, skattaskjóli í
Karíbahafinu, sem heitir Diretora
Corporate Services S.A.
Sumarið 2014 kemur fram í skjöl-
um Meson Holding að kona að nafni
Denise Lopez komi inn í stjórn sem
fulltrúi félagsins frá Belize.
Vísar til óstöðugleika á Íslandi
Hafði Meson Holding þá tekið upp
evru sem uppgjörsmynt í ársbyrjun
2014. Það vekur athygli í ljósi þeirra
skrifa Vilhjálms í áðurnefndum pistli
að félagið væri „ekki í Lúxemborg
vegna skattahagræðis, heldur fyrst
og fremst vegna krónunnar, gjald-
eyrishafta og óstöðugleika íslensks
efnahags og stjórnmálaumhverfis“.
Tveir einstaklingar koma inn í
stjórn félagsins í nóvember sl.,
Fabrice Geimer og Roberto Chi-
appalone (ættarnafn er tilgreint á
undan eiginnafni í grafinu hér). Þá
kom André Spörri, búsettur í Sviss,
inn sem fulltrúi Diretora Corporate
Services í byrjun þessa árs.
Frá stofnun hefur eignarhalds-
félagið Meson Holding því m.a. haft
fulltrúa félaga/félög frá Tortóla, Be-
lize, Lúxemborg, Hollandi og Sviss.
Þá hefur félagið sem áður segir átt
hlutabréf í félagi í Bretlandi og 100%
hlut í félögum á Guernsey og Kýpur.
Vilhjálmur tjáði sig um félagið í
Lúxemborg í spjallþræði á Facebook
í fyrradag og skrifaði þar að „Lúx-
emborg ætti reyndar ekki að nefna í
sömu andrá og Panama og Tortóla
(Jómfrúreyjar) því landið er innan
EES, hlutafélög þar eru skattlögð
hærra en á Íslandi (21,84% tekju-
skattur vs. 20%), og í gildi er tví-
sköttunarsamningur milli Íslands og
Lúxemborgar … Ég á félag í Lúx-
emborg … það er ekkert leyndar-
mál. Það er fullskattlagt félag sem
greiðir 21,84% tekjuskatt. Skattar
eru ekki ástæðan fyrir því að ég vil
hafa félagið þar, heldur krónan,“
skrifaði Vilhjálmur.
Var skattfrjálst að mestu
Fram kemur í eldri skjölum
Meson Holding að það var svokallað
1929-félag og skattfrjálst að mestu. Í
mars 2010 er hlutverk félagsins
endurskilgreint og virðist það hafa
haldið því skipulagi síðan.
Vilhjálmur á margar eignir á Ís-
landi. Fram kemur í ársreikningi
Miðeindar árið 2013 – félagið hét áð-
ur Teton B. ehf. – að hluthafar voru
þrír; Meson Holding S.A. (40%), K13
Holding S.A. (40%) og GSSG Hold-
ing S.A. (20%). Samkvæmt fyrir-
tækjaskrá Creditinfo áttu félögin
sömu hlutdeild í Teton 31.12. 2014.
Athugun á skjölum K13 Holding
S.A. í fyrirtækjaskrá Lúxemborgar
sýnir að hjónin Örn Karlsson og
Hellen Magnea Gunnarsdóttir hafa
þar setið í stjórn. Þá sýnir athugun á
skjölum GSSG Holding S.A. í sömu
skrá að Gunnlaugur Sigmundsson
sat þar í stjórn. Heimilisfang K13
Holding var flutt frá Lúxemborg til
Möltu í lok síðasta árs. Loks hefur
GSSG Holding nýbirt fimm skjöl
með ársreikningum 2009-13.
Meson Holding SA
Helstu atburðir í sögu félagsins*
*Heimild: Fyrirtækjaskrá Lúxemborgar, alls 31 skjal.
30.10.2000
Félagið stofnað
í Lúxemborg.
Íslensk króna er
uppgjörsmynt
félagsins.
8.2.2008
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2006.
4.4.2008
Tilkynning
um
óbreytta
skipan
stjórnar-
manna.
3.2.2010
Tilkynning
um breytt
markmið
með rekstri
félagsins.
Fjallað er
um það í
greininni.
3.2.2010b
Önnur
sambærileg
tilkynning.
16.3.2010
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2007.
16.3.2010b
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2008.
17.3.2010
Heimilisfangi félagsins breytt í 5 Avenue Gaston Diderich.
Birefield Holding Limited, Starbrook International Limited,
Rothly Company Limited, ogVilhjálmur Þorsteinsson
hætta í stjórn. Hollendingurinn Dennis Marc Bosje kemur
inn í stjórn, sem og Lúxemborgarinn Sinan Omer.
Jafnframt kemur félagið Diretora Corporate Services SA
inn í stjórn. Það er skráð til heimilis íWithfield Tower, Coney
Drive, Belize-borg, Belize. Fram kemur að Svíþjóð sé nú
heimalandVilhjálms. Félagið Kohnen &Associés S.á.r.l.
tekur við sem commissaire hjá félaginu.
27.4.2010
Tilkynning
um að
Waverton
Group
Limited
sé farið úr
stjórn.
11.8.2011
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2009.
Hlutafjáreign
í einstökum
félögum er
tilgreind.
28.11.2011
Sömu
upplýsingar
en á ensku.
26.3.2012
Tilkynning
um hluta-
fjáreign.
11.6.2012
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2010.
10.12.2012
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2011.
13.6.2014
Tilkynning um að
Denise Lopes, til
heimilis að Jaribu
Street í Belize, sé
fulltrúi Diretora
Corporate
Services S.A.
16.6.2014
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2012.
11.8.2014
Tilkynning um
að uppgjörsmynt
félagsins sé króna
frá og með 1. janúar
2014. Miðað er við
gengi svissneska
bankans Credit
Suisse, sem sagt er
229,62 krónur fyrir
evruna.
11.8.2014b
Tilkynning
ummarkmið
félagsins og
skiptingu
hlutafjár
sem nú er
tilgreind í
evrum.
20.1.2015
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2013.
20.11.2015
Tilkynning um að
Dennis Marck Bosje
og Sinan Omer
hafi hætt í stjórn.
Breyting á skráningu
Diretora Corporate
Services SA.Geimer
Fabrice og Chiap-
palone Roberto
koma inn í stjórn.
18.12.2015
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2014.
2.2.2016
Tilkynning um
aðAndré Spörri,
búsettur í Basel
í Sviss, sé nú
fulltrúi Diretora
Corporate
Services SA.
28.5.2003
Fulltrúi Kaupthing Bank Luxembourg
S.A. undirritar ársreikning fyrir árið
2001. Rothley Company Limited,
félag á Tortóla-eyju, fór með gerð árs-
reikningsins. Björn Jónsson undirritar
ársreikninginn sem skoðunarmaður.
12.4.2006
Ársreikningur birtur fyrir
árið 2002. Fram kemur að
félagið gangi í 100.096.034
króna ábyrgð fyrir Kaup-
thing Bank Luxembourg,
samkvæmt samkomulagi
(e. „M-trade“).
20.12.2006b
Ársreikningur
birtur fyrir árið
2004. Hluthafar
samþykkja að
auka hlutafé um
allt að 100 millj.
9.10.2007
Ársreikningur
birtur fyrir
2005. Fram
kemur að
heimild til að
auka hlutafé
hafi verið nýtt
að hluta, eða
að fjárhæð
29.340.000 kr.
7.7.2003
Félögin Birefield Holding
Ltd.,Waverton Group Ltd. og
Starbrook International Ltd.
á Tortóla-eyju koma inn sem
stjórnandi (fr. administrateur).
Rothley Company Ltd. er um-
sjónarmaður (fr. commissaire).
6.11.2006
Félagið breytir
um heimilisfang,
flytur sig yfir
til 35a Avenue
J.F. Kennedy,
Lúxemborg.
20.12.2006
Ársreikningur
birtur fyrir
árið 2003.
12.2.2007
Vilhjálmur Þorsteinsson kemur inn
sem stjórnandi (fr. administrateur)
hjá félaginu. Birefield Holding Ltd. og
Starbrook International Limited eru
áfram sem administrateur. Rothley
Company Limited er commissaire.
5.11.2007
Tilkynning
um óbreytta
skipan
stjórnar-
manna.
Tengsl við mörg skattaskjól
Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir hefur átt hluti í félögum í Guernsey, Kýpur, Íslandi og Lúxemborg
Í eignarhaldsfélagi hans í Lúxemborg hafa meðal annars verið fulltrúar frá Tortóla, Belize og Sviss
*Evra varð uppgjörsmynt 1. 1. 2014.
Afkoma Meson Holding
S.A. í krónum
Eignir
félagsins
Hagnaður/
tap
2000 270.698.387 -27.661.669
2001 175.401.110 -145.447.412
2002 193.333.926 29.818.945
2003 185.798.231 20.720.083
2004 226.191.403 13.257.213
2005 212.991.427 15.690.853
2006 460.812.764 101.289.268
2007 354.230.457 31.714.460
2008 519.719.882 162.722.109
2009 1.699.035.468 721.892.685
2010 1.025.697.343 -681.314.999
2011 1.052.581.275 13.224.777
2012 1.058.052.353 9.729.318
2013 1.031.854.493 -21.930.575
2014
(í evrum)*
6.313.906 -204.014
Eignarhlutur Meson Holding S.A. í öðrum félögum
Samkvæmt ársreikningum félagsins 2009, 2012, 2013 og 2014*
*Þessar upplýsingar eru ekki tilgreindar í ársreikningi 2010.
Félag Heimili Hlutur2009
Hlutur
2011
Hlutur
2012
Hlutur
2013
Hlutur
2014
Teton ehf. Ísland 40% 40% 40% 40% 40%
Teton B. ehf. Ísland 100%
Verne Holdings ehf. Ísland 1% 1% 0,2% 0,2% 0,2%
CCP hf. Ísland 2,4% 2,4%
Extrada Limited Bretland 19,89% 19,89% 19,89%
Auður Capital hf. Ísland 9,17% 8,44% 8,33%
Gogogic ehf. Ísland 2,5%
DataMarket ehf. Ísland 6,12% 6,90% 5,69% 5,69%
Gogo Holdings slhf. Ísland 10% 10% 10% 10% 10%
Jacinth Guernsey 100%
Dohop ehf. Ísland 2,09% 2,19% 2,19% 1,97%
Alamina Limited Kýpur 100% 100% 100%
Virðing hf. Ísland 4,01% 3,63%
AC eignarhald hf. Ísland 7,56%
Miðeind ehf. Ísland 100%
Green Qloud Ísland 3,14% 2,3%
BAKSVIÐ
Baldur Arnarson
baldura@mbl.is
Vilhjálmur Þorsteinsson fjárfestir
hefur frá aldamótum átt eignar-
haldsfélagið Meson Holding S.A. í
Lúxemborg. Hefur það farið með
eignarhald á félögum á Kýpur og
Guernsey, auk þess að eiga fimmt-
ungshlut í breska félaginu Extrada
Limited. Flestar eignirnar hafa þó
verið á Íslandi,
eins og sýnt er
hér til hliðar.
Vilhjálmur rifj-
aði í fyrradag upp
í pistli á Eyjunni,
með fyrirsögnina
Um meint
„aflandsfélög“ og
„skattaskjól“, að
hann stofnað hug-
búnaðarfyrirtæki
árið 1983, ásamt
félaga sínum, og seldi það svo til
erlends félags á tíunda áratugnum.
„Síðan þá hef ég verið vel settur
fjárhagslega,“ skrifaði Vilhjálmur en
í niðurlagi greinarinnar greindi hann
frá afsögn sem gjaldkeri Samfylk-
ingarinnar, vegna umræðu um félag-
ið í Lúxemborg. Sú umræða tæki at-
hyglina frá almennri umræðu um
„aflandsfélög og skattaskjól [og] það
sem máli skiptir: ríkisstjórnina og
stjórnarmeirihlutann í landinu“.
Skilaði hagnaði flest árin
Eignarhaldsfélagið Meson Hold-
ing, eða Miðeind á íslensku, hefur
skilað hagnaði flest árin frá stofnun.
Um 30 skjöl sem tengjast starf-
Vilhjálmur
Þorsteinsson