Morgunblaðið - 01.04.2016, Page 16
16 FRÉTTIRViðskipti | Atvinnulíf
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
!
"#
"
$"
# !
"
%"
$#!
$%"
&'()* (+(
,-&.&+/0 -'+(1(23& 45+(2/5
$
$
"##
$
#
%"!#
#
$%"
#
"#$
!
$"!
#
#$
%""
"%$
$%#
!%
Skannaðu kóð-
ann til að sjá
gengið eins og
það er núna á
● Gistinóttum á hótelum hérlendis
fjölgaði um 37% í febrúar, miðað við
sama mánuð í fyrra. Voru þær 267.900
að þessu sinni. Gistinætur erlendra
gesta voru 89% af heildarfjölda þeirra
og fjölgaði gistinóttum um 41% hjá
þeim hópi. Gistinóttum Íslendinga fjölg-
aði í febrúar um 15% frá sama tímabili í
fyrra.
Bretar voru með 101.600 gistinætur,
Bandaríkjamenn 47.900 og Þjóðverjar
komu þar á eftir með 17.700 nætur.
Langflestar gistinæturnar voru skráðar
í Reykjavík eða ríflega 200 þúsund tals-
ins. Næstflestar voru þær á Suðurlandi,
35.600.
Sprenging varð í fjölda
gistinátta í febrúar
● Úrvalsvísitala Kauphallarinnar hækk-
aði um 0,23% í viðskiptum gærdagsins
og hefur nú hækkað um 0,26% frá því
um áramótin. Í gær voru mest viðskipti
með hlutabréf í VÍS og nam heildarvelta
þeirra viðskipta rúmum milljarði króna.
VÍS var jafnframt það félag sem leiddi
hækkun gærdagsins en bréf þess
hækkuðu um 1,86% frá fyrra degi.
Næstmest voru viðskipti með bréf í Ice-
landair Group eða 453 milljónir og þar á
eftir kom Marel en viðskipti með bréf í
fyrirtækinu námu 340 milljónum króna.
Úrvalsvísitalan nálægt
gildi sínu um áramót
STUTTAR FRÉTTIR ...
BAKSVIÐ
Stefán E. Stefánsson
ses@mbl.is
Sjávarútvegsfyrirtækið Icelandic
Group skilaði rúmlega fjögurra
milljóna evra hagnaði í fyrra, sem
jafngildir um 560 milljónum króna.
Fól það í sér umskipti upp á tæpar
níu milljónir evra frá árinu á undan
þegar félagið tapaði 4,8 milljónum
evra eða 570 milljónum króna.
Á síðasta ári seldi Icelandic starf-
semi sína í Asíu til útgerðarfyrir-
tækisins Brims hf. Bókfært tap af
sölu þess hluta starfseminnar nam
3,9 milljónum evra. Því nam hagn-
aður af þeirri starfsemi sem enn er á
höndum félagsins ríflega 7,9 millj-
ónum evra á síðasta ári, eða 1,1
milljarði króna. Tap af sömu starf-
semi nam 5,4 milljónum evra á árinu
2014, en það ár afskrifaði félagið
rúmlega 6,7 milljónir evra, eða um
940 milljónir króna, af óefnislegum
eignum og hafði það töluverð áhrif á
niðurstöðu ársins.
Tekjuvöxtur upp á 9%
Tekjur af starfsemi síðasta árs
námu ríflega 536 milljón evrum,
rúmum 75 milljörðum króna, og juk-
ust þær um 9% frá fyrra ári þegar
þær námu 494 milljónum evra.
Árni Geir Pálsson, sem tók við
sem forstjóri Icelandic Group í októ-
ber 2014, segir að bætta rekstrar-
niðurstöðu megi að stærstum hluta
þakka samstilltu átaki starfsfólks
félagsins. „Fyrirtækið er á mörgum
stöðum í mörgum löndum og okkur
hefur tekist að stilla vel saman
strengina, bæði hér heima og í ein-
ingunum erlendis. Stærsti einstaki
parturinn snýr einnig að því að við
sameinuðum þrjú fyrirtæki í Bret-
landi og hagræðing í tengslum við
það hefur skilað sér vel og dregið
verulega úr kostnaði við yfirstjórn.
Um leið náum við að koma sterkari
fram gagnvart stórum viðskiptavin-
um okkar í Bretlandi.“
Kostnaðarverð seldra vara fór úr
432 milljónum evra í 466 milljónir
evra á síðasta ári. Rekstrarkostnað-
ur félagsins jókst lítillega milli ára
og nam hann rúmum 59 milljónum
evra eða 8,3 milljörðum króna en var
tæpar 58 milljónir króna árið 2014.
EBITDA-hagnaður reyndist 18,3
milljónir evra á árinu 2015, eða 2,6
milljarðar króna, í samanburði við
12,6 milljónir evra á árinu 2014.
EBITDA-hlutfallið fór á sama tíma
úr 2,7% í 3,4%.
Traust eiginfjárstaða
Eiginfjárhlutfall Icelandic í lok
árs 2015 reyndist 47,3% og nam eig-
ið fé þess 139,7 milljónum evra eða
19,6 milljörðum króna. Heildareign-
ir jukust um rúm 11% og voru 295
milljónir evra. Skuldir félagsins
námu 117,9 milljónum evra í lok árs
en voru í upphafi þess 96 milljónir
evra.
Umskipti hjá
Icelandic Group
Morgunblaðið/Golli
Uppgjör Icelandic er með 15% markaðshlutdeild á sínu sviði í Bretlandi.
Eigendur Icelandic
» Icelandic Group er að öllu
leyti í eigu Framtakssjóðs Ís-
lands (FSÍ).
» Fyrirtækið komst í eigu FSÍ
þegar sjóðurinn keypti eignar-
haldsfélagið Vestia af Lands-
bankanum í ágúst 2010.
» FSÍ er í eigu 15 lífeyrissjóða,
Landsbankans og trygginga-
félagsins VÍS.
570 milljóna tapi snúið í ríflega 560 milljóna hagnað í fyrra
Fjármálaeftirlitið telur að verklag
Landsbankans við sölu á eignarhlut í
Borgun hafi ekki að öllu leyti sam-
ræmst eðlilegum og heilbrigðum við-
skiptaháttum samkvæmt lögum um
fjármálafyrirtæki. Athugun FME á
viðskiptaháttum Landsbankans á
sölu á 31,2% hlut í Borgun í nóvem-
ber 2014 bendir til að verklagi hafi
verið áfátt og það hafi ekki verið til
þess fallið að skila bestri niðurstöðu
fyrir bankann.
FME hóf athugunina eftir að í ljós
kom að Landsbankinn hafði ekki
samið um tilkall til hlutdeildar í
greiðslum til Borgunar í tengslum
við kaup Visa Inc. á Visa Europe.
Var markmið hennar að kanna hvort
verklag bankans við framkvæmd söl-
unnar samræmdist eðlilegum og
heilbrigðum viðskiptaháttum og
venjum á fjármálamarkaði.
Í niðurstöðu FME segir meðal
annars að gera verði sérstaklega
ríka kröfu til fagmennsku og vand-
virkni í vinnubrögðum þegar verið sé
að selja eignir í eigu viðskiptabanka
að stærstum hluta í eigu ríkisins,
ekki í opnu söluferli og með einn til-
boðsgjafa. Í því felist m.a. að leggja
sérstakt mat á orðsporsáhættu sem
getur fylgt því að hafa söluferlið ekki
opið og kanna hvort sérfræðiaðstoð
þriðja aðila og/eða sjálfstæð áreiðan-
leikakönnun sé til þess fallin að veita
bankanum aukinn aðgang að gögn-
um og upplýsingum um félagið í
söluferlinu.
Í kjölfar niðurstöðu FME í gær
tilkynnti Landsbankinn nýja stefnu
og aðgerðaáætlun sem bankaráð
hefur samþykkt til að efla stjórnar-
hætti varðandi sölu eigna.
Morgunblaðið/Kristinn
Eignir Landsbankinn hyggst efla
stjórnarhætti varðandi sölu eigna.
Verklagi áfátt
við Borgunarsölu
Samrýmist ekki
eðlilegum viðskipta-
háttum, segir FME
Aflaverðmæti íslenskra skipa jókst
um 11% á síðasta ári samkvæmt
bráðabirgðatölum Hagstofu Íslands.
Alls nam aflaverðmætið 151 millj-
arði króna á árinu 2015 og jókst um
tæpa 15 milljarða á milli ára.
Verðmæti þorksafla nam 61 millj-
arði króna á síðasta ári og jókst um
15% á milli ára. Alls nam aflaverð-
mæti botnfisks 103 milljörðum sem
var tæplega 12% aukning. Verðmæti
uppsjávarafla nam tæplega 35 millj-
örðum, 3,6% meira en árið 2014, en
aflaverðmæti loðnu jókst mjög á
meðan verðmæti síldar dróst veru-
lega saman.
Mest aflaverðmæti fór beint til
vinnslu innanlands eða fyrir 81,6
milljarða króna. Það var 21% aukn-
ing á milli ára. Sjófryst var fyrir 43,9
milljarða en afli fyrir 20,4 milljarða
fór á markað til innlendrar vinnslu.
Sé litið til verðmætis afla eftir
staðsetningu verkunarstaðar var
það mest í Reykjavík eða 38 millj-
arðar króna og jókst um 13% milli
ára. Á Suðurnesjum var aflaverð-
mætið ríflega 25 milljarðar króna á
síðasta ári og á Austurlandi nam
verðmæti aflans tæplega 24 millj-
örðum. Þar jókst einnig aflaverð-
mæti mest á milli ára eða um 27%.
Morgunblaðið/Helgi Bjarnason
Þorskar Verðmæti þorskafla nam
61 milljarði í fyrra og jókst um 15%.
Verðmæti
afla jókst
um 11%
Heildarverðmæti
151 milljarður í fyrra
HAGI ehf Stórhöfða 37 • 110 Reykjavík • S. 414-3700 • hagi@hagi.is • Hagi ehf HILTI
Hágæða
vinnuföt
í miklu úrvali
Sérmerkjum fyrir fyrirtæki
Verkfæri og festingar
Mikið úrval af
öryggisvörum