Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 18

Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 18
18 MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Hægt er að lýsa skoðun á ritstjórnargreinum Morgunblaðsins á http://www.mbl.is/mogginn/leidarar/ Fimm árverða liðin ísumar frá því að Suður-Súdan fékk formlega inn- göngu í Sameinuðu þjóðirnar. Allan þann tíma hafa íbúar þessa unga ríkis mátt þola blóðsúthellingar og stríð. Óöld- in hefur hins vegar fallið í skuggann af öðrum átökum og misindismenn geta því farið sínu fram án þess að þurfa að óttast afleiðingarnar eða íhlut- un annarra ríkja. Skálmöldin hefur jafnframt getið af sér urmul flóttamanna, sem líta svo á að alls staðar sé betra að vera en í Suður-Súdan. Oft eru aðstæður þessa fólks napurlegar. „Maðurinn minn var dreginn að víglínunni, ég átti enga peninga til að fram- fleyta börnunum. Ég varð að fara,“ sagði Helen Minga, ellefu barna móðir, í magnþrunginni frásögn Sunnu Óskar Logadótt- ur af lífinu í flóttamannabúðum í Úganda sem birtist í Morg- unblaðinu í gær. Helen veit ekki hvort hún mun nokkurn tímann sjá mann sinn aftur. Hún er einungis ein af um tveimur milljónum sem hafa neyðst til þess að flýja heimili sín vegna átakanna. Flestir þeirra reyna að flýja land, en leiðin til annarra landa er stráð rotnandi líkum og beinagrind- um þeirra sem fallið hafa. Fyrir þá sem komast ekki burt blasir hungursneyðin við. Í máli flóttafólksins kom fram að stjórnarherinn og upp- reisnarmenn skipt- ust nánast á að brenna þorp og níð- ast á saklausum borgurum. Það er vart til sá stríðsglæpur sem ekki hefur verið framinn í þess- um átökum og heilu kynslóð- irnar hafa sogast í ófriðarbálið. Þetta fólk á sér vonir um betra líf, en langt er í að þær geti ræst. Borgarastríðið sem geisað hefur í Suður-Súdan hefur nú kostað tugþúsundir lífa, auk þess sem innviðir landsins eru að engu orðnir. Börn eru neydd til þess að taka þátt í átökum og langan tíma mun taka að græða þau sálrænu ör, sem af slíku hljótast, ef það þá tekst nokk- urn tímann. Því miður er ástandið ekki bundið við Suður-Súdan. Í lönd- unum rétt sunnan Sahara- eyðimerkurinnar hefur skapast mikill óstöðugleiki undanfarið. Sums staðar hafa erlend ríki skorist í leikinn og sent frið- argæslulið með misjöfnum ár- angri. Annars staðar, líkt og í Suður-Súdan, hefur ástandið fengið að fara úr böndum, án þess að gripið hafi verið til nokkurra haldbærra aðgerða. Heimsbyggðin hefur brugð- ist Suður-Súdan og íbúum þess, ekki síst með því að hafa leyft þessu ófremdarástandi að falla í gleymskunnar dá. Það er löngu orðið tímabært að ríki heims taki sig á, og reyni sitt ýtrasta til þess að koma á friði og end- urreisa samfélag Suður-Súdan. Suður-Súdan er flestum gleymt}Hörmungarástand Hneykslismálskekur nú Brasilíu. Sannað þykir að Petro- bras, olíufyrirtæki ríkisins, hafi um langt skeið stund- að mútur, auk þess sem fyr- irtækið hafi beint fjármagni í kosningasjóði Verkamanna- flokksins og tveggja síðustu forseta landsins, þeirra Lulu da Silva og Dilmu Rousseff. Staða Rousseffs þykir sér- staklega veik í ljósi þess að hún gegndi um skeið forstjórastöð- unni í Petrobras, einmitt á þeim tíma þegar spillingin á að hafa verið sem mest. Það hall- aði enn frekar undan fæti hjá henni í vikunni, þegar PMDB, stærsti stjórnmálaflokkur Brasilíu, samþykkti að slíta stjórnarsamstarfi sínu við Verkamannaflokk Rousseffs. Var haft á orði að þetta væri „síðasti naglinn í líkkistuna“, og stefnir allt í að brasilíska þingið muni reyna að svipta Rousseff embætti í apríl eða maí. Það segir sitt um óvinsældir Rous- seffs og stefnu hennar, að mark- aðir í Brasilíu tóku kipp við þau tíðindi að dagar hennar í embætti kynnu að vera taldir. Það er þó ekki tryggt að betra taki við. Líklegasti eftirmaður hennar er talinn vera Michel Temer, varaforseti landsins og leiðtogi PMDB, en hann þykir litlaus og óspennandi kostur, þó að reynsla hans úr bras- ilísku stjórnkerfi sé víðtæk. Þá er ekki loku fyrir það skotið að spillingarmál Rousseffs muni einnig fella Temer, komi í ljós að sameiginlegt framboð hans og Rousseffs í forsetakosning- unum árið 2014 hafi þegið ólög- leg framlög frá Petrobras. Það er því óhætt að segja að veruleg óvissa er framundan í Brasilíu, sem er áhyggjuefni, enda um að ræða sjöunda stærsta hagkerfi heims sem fyrir utan pólitíska erfiðleika gengur í gegnum erfitt efna- hagslegt samdráttarskeið. Brasilía glímir við pólitíska kreppu ofan á efnahags- erfiðleika} Síðasti naglinn H vað fær einhvern til að klæðast sprengjuvesti, fara inn í mann- þröng, virkja sprengjuna og senda þar með sjálfan sig og við- stadda, sem í flestum tilvikum eru grunlausir vegfarendur, í dauðann? Öfgatrú er skýring sem oft hefur verið nefnd, sér í lagi eftir hryllilegar hryðjuverkaárásir í Brussel og París fyrir skömmu og í fyrra þar sem ódæðis- mennirnir hafa átt það sameiginlegt að aðhyllast öfgafullar stefnur íslamstrúar. Bent hefur verið á að ekki eigi allir þeir, sem ganga til liðs við hryðjuverkasamtök íslamista, trúarlegan bakgrunn. Í hópi þeirra sem stóðu að baki árásunum í París og Brussel voru t.d. ungir smákrimmar sem neyttu vímuefna, höfðu kom- ist í kast við lögin og höfðu lítinn áhuga sýnt á ísl- amstrú fyrr en þeir gengu til liðs við öfgasamtök. Það sama má segja um mörg þeirra ungmenna sem hafa gengið til liðs við samtök sem þessi. Robert Pape er prófessor við Chicago-háskóla og veitir þar forstöðu rannsóknarstofnun á sviði hryðjuverka. Hann segir að trú og trúaröfgar séu nytsamt tæki í höndum hryðjuverkamanna til að fá áhrifagjarna einstaklinga til liðs við sig, en það sé ekki þar með sagt að starfsemi hryðjuverkasamtaka eigi eitthvað skylt við trú eða iðkun hennar. Á vefsíðu stofnunarinnar, sem heitir The Chicago Project on Security and Terrorism, er gagnagrunnur yfir öll þekkt hryðjuverk frá árinu 1982. Þar má m.a. sjá að í fyrra var gerð 481 hryðjuverkaárás sem leiddi til dauða 4.554 manna og í þeim særðust 8.320 einstaklingar. „Það sem 95% af öllum sjálfsmorðsárásum eiga sameiginlegt er ekki trú, heldur eru helstu hvatirnar að þeim viðbrögð við hernaði eða hern- aðaríhlutun,“ sagði Pape í viðtali skömmu eftir árásirnar í París í fyrra. „Oft eru þetta viðbrögð við hersetu, ýmist á eigin landi eða landsvæði sem er eftirsótt og hryðjuverkamennirnir vilja komast yfir.“ Hann segir mikilvægt að greina á milli skammtíma- og langtímaáætlana hryðju- verkasamtakanna. Langtímamarkmið þeirra sé að vestrænar þjóðir hætti öllum íhlutunum og starfsemi á olíusvæðunum í Asíu, eins og t.d. við Persaflóa. Með hryðjuverkum á Vesturlöndum sé verið að þvinga vestrænar þjóðir til hernaðar- aðgerða með ófyrirséðum afleiðingum. Þetta er áhugavert. Samkvæmt þessu gilda sömu lögmál hjá þessum samtökum og í öllum öðrum hernaði; einfaldlega að ná völdum og ná undir sig land- svæði. Það eru þá engin háleit markmið á borð við trú eða að varðveita forn lífsgildi sem liggja þarna á bak við. Í þessu sambandi kemur upp í hugann fréttin um Bret- ann unga frá Birmingham sem gekk til liðs við Ríki íslams í Sýrlandi fyrir nokkru. Hann hafði aldrei lagt rækt við ísl- amstrú eða sýnt henni nokkurn áhuga en áður en hann fór pantaði hann bók um íslamstrú fyrir byrjendur og barna- útgáfu af Kóraninum af netinu. Og fyrir þetta var hann tilbúinn til að láta lífið og jafnvel taka líf annarra í leiðinni. annalilja@mbl.is Anna Lilja Þórisdóttir Pistill Bretinn ungi frá Birmingham STOFNAÐ 1913 Útgáfufélag: Árvakur hf., Reykjavík. Ritstjóri: Davíð Oddsson Aðstoðarritstjóri: Karl Blöndal Ritstjóri og framkvæmdastjóri: Haraldur Johannessen FRÉTTASKÝRING Guðmundur Magnússon gudmundur@mbl.is Ekki ríkir leynd til 110 árayfir skjölum stjórnsýsl-unnar um uppgjör og slitviðskiptabankanna eftir hrun, heldur lúta þau hinni al- mennu reglu laga um opinber skjalasöfn um að skjöl sem geyma viðkvæm fjárhagsmálefni ein- staklinga eða upplýsingar sem varða almannahagsmuni skuli vera lokuð í 80 ár. Hægt er að rjúfa leynd yfir slíkum skjölum með sam- þykki þess sem þau varðveitir eða úrskurðarnefndar um upplýsinga- mál. Bankaskjölin í Alþingishúsinu, sem nokkuð hafa verið í opinberri umræðu, eru eingöngu afrit af skjölum í fjármála- og efnahags- ráðuneytinu og gilda þessar reglur því um þau. Sérstakri undantekningarreglu um 110 ára leynd yfir viðkvæmum skjölum stjórnsýslunnar hefur aldrei verið beitt frá því að hún var lögfest fyrir tveimur árum og á hún því ekki við hér. Samþykkt þingflokks fram- sóknarmanna á miðvikudaginn um „afnám 110 ára reglunnar er varðar aðgang að gögnum sem varða ákvarðanir stjórnsýslunnar“, eins og það er orðað á vefsíðu Framsóknar- flokksins, mundi því ekki hafa nein áhrif á meðferð bankaskjalanna, hvorki hjá Alþingi né í stjórnsýsl- unni. Vilja aflétta trúnaði Formaður og varaformaður fjárlaganefndar Alþingis, Vigdís Hauksdóttir og Guðlaugur Þór Þórð- arson, eru að undirbúa bréf til fjár- mála- og efnahagsráðuneytisins þar sem þess verður formlega óskað að trúnaði verði aflétt af fyrrnefndum bankaskjölum. Guðlaugur Þór stað- festi þetta í samtali við Morgunblaðið í gær. Þau Vigdís hafa lengi talað fyr- ir því að skjölin verði almenningi að- gengileg. Guðlaugur Þór sagði að ef í skjölunum væri vikið að einhverjum viðkvæmum fjárhagslegum einka- málefnum einstaklinga, sem leynt ættu að fara samkvæmt lögum, væri sjálfsagt að þeir hlutar skjalanna kæmu ekki fram opinberlega, enda breyttu þau atriði ekki neinu um þýð- ingu opinberrar birtingar gagnanna. Guðlaugur Þór sagði að meiri- hluti fjárlaganefndar væri sammála þeim Vigdísi um að létta ætti leynd- inni af skjölunum. Sigrún Brynja Einarsdóttir, for- stöðumaður nefndasviðs Alþingis, segir að umrædd bankaskjöl hafi komið til þingsins 12. júní 2015 eftir að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd hafði óskað eftir þeim frá fjármála- og efnahagsráðuneytinu. Það hafi verið í tengslum við svokallað Víg- lundarmál, kennt við Víglund Þor- steinsson, fyrrverandi fram- kvæmdastjóra, sem barist hefur fyrir því að öll skjölin verði gerð opinber. Sigrún Brynja sagði að áskilinn hefði verið trúnaður af hálfu ráðu- neytisins um skjölin. Það væri því ráðuneytisins að svara til um mögu- lega afléttingu trúnaðar á þessum gögnum. Þess má geta að Alþingi ákvað fyrir tveimur árum að skjöl þess væru ekki skilaskyld til Þjóðskjala- safns eins og allra annarra opinberra aðila. Öll skjöl þingsins, hvort sem um er að ræða frumrit eða afrit, eru því í varanlegri geymslu hjá þinginu. Lögfræðileg óvissa mun um það hvort þetta gildi einnig um skjöl sem urðu til áður en lögunum var breytt. Þetta kemur þó bankaskjölunum umræddu ekki við. Ekki 110 ára leynd yfir bankaskjölunum Morgunblaðið/Eggert Trúnaður Þingmenn mega ekkert segja opinberlega um efni skjalanna um uppgjör þrotabúa bankanna eftir hrun. Þeir fá að skoða þau einn í einu. Skjölum um viðkvæm einkamál- efni og sem varða almannahag má lengst loka í 80 ár. En með breytingum á lögum um opinber skjalasöfn fyrir tveimur árum var sett ný regla í 29. gr. sem svo hljóðar: „Þegar sérstaklega stend- ur á getur opinbert skjalasafn ákveðið að synja um aðgang að skjali sem er yngra en 110 ára, svo sem þegar það hefur að geyma upplýsingar um einkamál- efni einstaklings sem enn er á lífi eða um almannahagsmuni er að ræða.“ Aldrei hefur reynt á þessa grein. Henni er ætlað að vernda viðkvæm einkalífsmálefni fólks sem er á lífi og tryggja að til að mynda teikningar af húsum sem varða öryggi ríkisins (svo sem fangelsi) séu ekki opinberaðar. REGLUR UM SKJALALEYND 110 ár hrein undantekning

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.