Morgunblaðið - 01.04.2016, Qupperneq 22
✝ Árni Ingólfs-son fæddist á
Flugustöðum í
Álftafirði 5. desem-
ber 1935. Hann lést
á Landspítalanum í
Fossvogi 21. mars
2016.
Árni var sonur
hjónanna Stefaníu
Stefánsdóttur, f.
29. ágúst 1907, d.
2. mars 1992, og
Ingólfs Árnasonar, f. 11. októ-
ber 1895, d. 2. mars 1972. Hann
var fjórði í röð sjö systkina en
þau eru: Aðalbjörg, f. 1930, d.
1996, Anna, f. 1932, Svava, f.
1933, d. 1989, Sigurður, f. 1938,
d. 2002, Flosi, f. 1940, d. 2016,
og Eysteinn, f. 1945.
Þann 11. ágúst 1962 kvæntist
Árni Þóru Kristinsdóttur, f. 4.
desember 1942, d. 23. maí 2015.
Hún var dóttir hjónanna Guð-
í Álftafirði við hefðbundin bú-
skaparstörf en sem ungur mað-
ur fór hann að starfa við brúar-
vinnu og smíðar í sveitinni sinni
og nærliggjandi sveitum. Hann
fluttist til Reykjavíkur 1958 og
fór að starfa við smíðar, lauk
sveinsprófi í húsasmíði árið
1964 og meistaraprófi 1968.
Hann starfaði við húsasmíðar
allan sinn starfsaldur uns hann
lét af störfum árið 2003.
Árni kynntist Þóru árið 1960
og hófu þau búskap nýgift árið
1962 í Grundargerði og síðar á
Háaleitisbraut. Eftir fæðingu
barna þeirra fluttu þau í Eyja-
bakka 10 en byggðu sér síðan
hús í Grjótaseli 17 og bjuggu
þar í 21 ár. Árið 1998 minnkuðu
þau við sig og fluttu í Rauða-
gerði 10 og síðar í Ársali 1 í
Kópavogi. Árni seldi síðan Ár-
salina í vetur og afhenti íbúðina
og flutti í Boðaþing 24 nokkr-
um dögum fyrir andlát sitt.
Árni verður jarðsunginn frá
Seljakirkju í dag, 1. apríl 2016,
og hefst athöfnin kl. 15.
rúnar Þórð-
ardóttur, f. 27.
mars 1921, d. 17.
ágúst 2013, og
Kristins Níls Guð-
mundssonar, f. 7.
nóvember 1909, d.
13. október 1972.
Systur Þóru eru
Guðrún, f. 1948, og
Erna, f. 1962.
Börn Árna og
Þóru eru: 1.) Ing-
ólfur, f. 10. júlí 1966, sambýlis-
kona Guðbjörg Lilja Bergsdótt-
ir, f. 14. október 1981. Synir
Ingólfs eru: a) Ketill Árni, f. 19.
apríl 1996, b) Tómas Kristinn, f.
20. janúar 1998, og c) Hinrik
Ari, f. 29. júní 2001. Sonur Guð-
bjargar Lilju er Anton Snær
Guðjónsson, f. 25. mars 2002.
2.) Kristrún, f. 10. október
1967.
Árni ólst upp á Flugustöðum
Elsku pabbi minn kvaddi okk-
ur snögglega, þetta var svo óvænt
og aðeins tæpum 10 mánuðum á
eftir mömmu, lífsförunaut sínum
til 55 ára sem hann saknaði svo
sárt. Ég hugga mig þó við að for-
eldrar mínir séu nú saman á ný og
er þakklát að pabbi hafi ekki þurft
að þjást og fékk að fara svona
fljótt fyrst ástand hans var alvar-
legt.
Pabbi var einstaklega góð-
hjartaður, rólegur og yfirvegaður,
jarðbundinn en gat verið fastur á
sínu. Hann var sveitastrákur sem
elskaði sveitina sína Álftafjörð og
æskuheimilið Flugustaði. Hann
var einstaklega góður smiður,
vandvirkur og útsjónarsamur og
hefur átt ansi mörg handtök í
gegnum tíðina á mínu heimili.
Þegar eitthvað bilaði hjá mér
hringdi ég í pabba og sagði að nú
værum „við“ í vanda. Hann var
alltaf fljótur að bregðast við og
aðstoða stelpuna sína.
Ég datt svo sannarlega í lukku-
pottinn þegar mér var úthlutað
foreldrum, saman bjuggu þau
okkur systkinunum hlýtt og
öruggt umhverfi og vildu allt fyrir
okkur gera. Bróðursynir mínir
þrír veittu foreldrum mínum
ómælda gleði, þau nutu þess að
hafa þá hjá sér og stjana við þá.
Það var pabba mikils virði að hafa
þá og bróður minn í kringum sig
eftir að mamma lést síðasta vor.
Elsku drengirnir hafa því misst
mikið síðasta árið en hafa staðið
sig eins og hetjur.
Það var einstaklega gaman að
fara með pabba austur á æsku-
slóðirnar og það styrkti feðgina-
bönd okkur enn frekar þegar við
fórum nokkur skipti bara tvö. Þá
fórum við að vori í lok sauðburðar
á Flugustöðum og nutum þess að
reyna að hjálpa til við að merkja
lömb og keyra fé inn í dal. Í sept-
ember sl. drifum við okkur austur
og áttum góðar stundir á Flugu-
stöðum og í Júllatúni með bræðr-
um pabba og þeirra konum. Það
var ákveðin hvíld eftir erfitt ár
vegna veikinda og andláts
mömmu. Síðasta ferð okkar
pabba saman í Álftafjörðinn var í
janúar sl. til að fylgja Flosa, bróð-
ur hans, til grafar og voru það
honum þung spor. Ekki hvarflaði
að manni þá að svona stutt yrði
milli þeirra bræðra en það er
ákveðin huggun í því að þarna
hitti hann marga ættingja og
gamla sveitunga sem hann hafði
ekki séð lengi, sem er dýrmætt
núna.
Síðustu vikur voru annasamar,
pabbi var búinn að selja íbúðina í
Ársölum og leigja sér fallega þjón-
ustu- og öryggisíbúð í Boðaþingi.
Þar ætlaði hann að njóta þess
starfs og þjónustu sem í boði er í
þjónustumiðstöðinni. Hann flutti í
byrjun mars en eyddi dögunum í
Ársölum að pakka og þrífa ásamt
góðum hópi fólks og afhenti íbúð-
ina að kvöldi 17. mars. Að kvöldi
næsta dags veiktist hann og lést
rúmum tveimur sólarhringum síð-
ar. Eftir stöndum við dofin og í
áfalli en við eigum góða að og hafa
systur mömmu og þeirra fjölskyld-
ur verið okkur ómetanleg hjálp á
þessum erfiðu stundum sem og oft
áður.
Ekkert getur búið mann undir
að missa helstu stoðir lífs síns
með svona stuttu millibili, pabba,
mömmu og ömmu Dúnu en á að-
eins rúmum tveimur og hálfu ári
eru þau öll farin. En ég trúi því að
þau vaki yfir okkur og sendi okk-
ur styrk.
Elsku hjartans pabbi minn,
hafðu þökk fyrir allt og allt. Þín
dóttir,
Kristrún.
Elsku pabbi. Nú hefur þú kvatt
þetta líf svo skömmu eftir að
mamma dó. Þú hefur á þeim
stutta tíma verið ótrúlega sterkur
og sýnt svo um munaði hvað þú
elskaðir mömmu mikið. Allar pæl-
ingarnar í því hvernig leiðið ætti
að vera og blómin og svo allir
göngutúrarnir sem þú fórst í í
sumar að vökva og dytta að leið-
inu. Þú hefur líka verið ótrúlega
sterkur í þínum veikindum í 18 ár
og tekið þeim af algjöru æðru-
leysi. Þú hefur sigrast á tveimur
krabbameinum og svo ofan á það
veikindum ömmu og mömmu.
Ég veit ekki hvar ég á að byrja
og gat aldrei þakkað þér að fullu
fyrir allt sem þú hefur gert fyrir
mig. Þú varst náttúrlega ótrúleg-
ur þegar þú varst að hjálpa mér
að byggja í Tunguásnum. Komst
þar á hverjum degi þegar þú hafð-
ir heilsu til. Síðan veittuð þið mér
húsaskjól þegar ég skildi og svo
fékk Ketill að fylgja með þegar
hann fór í Versló. Hann fékk svo
að vera hjá ykkur þegar ég flutti
til Vestmannaeyja. Svo veiktist
mamma og ég kom til baka en þá
bættust bara hinir tveir gaurarnir
við. Við höfum haft þau forréttindi
að fá að vera hjá ykkur allan
þennan tíma. Ég vona í hjarta
mínu og trúi því að þið hafið haft
ánægju af því líka.
Það er margs að minnast frá
æskunni en helst eru það náttúr-
lega ferðirnar austur í sveitina
þína, Álftafjörðinn, sem standa
upp úr. Þá var oft gist í tjaldi ein-
hvers staðar á leiðinni úti í nátt-
úrunni við lítinn læk. Þú varst nú
samt oft orðinn ansi pirraður á
okkur systkinum fyrir að muna
ekki hvað fjöllin heita á leiðinni en
ég man núna alltaf hvar Lóma-
gnúpur er. Ég man ekki mikið eft-
ir árunum sem þú fórst og vannst
á Grænlandi en man þó eftir
namminu sem ég fékk þegar þú
komst til baka enda bara fimm
ára. En það var oft talað um þetta
ár í fjölskyldunni … þ.e. t.d. þetta
eða hitt gerðist árið eftir eða áður
en Árni var á Grænlandi svipað og
við kristnir menn notum fyrir og
eftir Krist.
Ég og strákarnir mínir eigum
eftir að sakna þín mjög mikið.
Takk fyrir allt og allt, þinn son-
ur,
Ingólfur Árnason.
Ég fékk að verja meiri tíma
með afa en flest barnabörn. Ég
bjó hjá honum og ömmu í þrjú ár
og eftir að amma dó fyrir tæpu ári
bjó ég áfram hjá afa. Það var gott
að búa með ömmu og afa í Ársöl-
um og afar erfitt að kveðja þau
bæði á jafn stuttum tíma. Afi var
nýbúinn að flytja í nýja íbúð þegar
hann veiktist skyndilega. Aðeins
tveimur sólarhringum seinna
kvöddum við fjölskyldan hann að-
faranótt mánudags. Það er erfitt
að takast á við svo óvænt brott-
hvarf úr lífi okkar. Ég held að
ekkert okkar hafi grunað á sunnu-
deginum að við ættum aðeins fá-
einar klukkustundir eftir með afa.
Síðasta ár var afa erfitt. Fyrst
missti hann ömmu og svo yngsta
bróður sinn, Flosa, fyrir stuttu,
bæði dóu þau úr krabbameini. Afi
bar alltaf höfuðið hátt en hann
saknaði ömmu innilega. Hann sá
vel um leiðið hennar og tók nánast
daglega göngutúra að heimsækja
hana. Afi mætti þessu sorgarári af
æðruleysi og svo fór alveg fram að
síðustu stundu.
Takk fyrir þann kærleika og
hlýju sem þú sýndir mér, það ör-
læti og þolinmæði og að leyfa mér
að búa hjá ykkur í þessi ár. Það
var alltaf gott að geta komið heim
til ykkar ömmu, ég á eftir að
sakna þess sárt.
Ketill Árni.
Árni mágur er búinn að vera
lengur en ég í fjölskyldunni. Árið
sem ég fæddist kvæntist Árni
henni Þóru systur. Þetta er sér-
stakt en vegna aldursmunar á
mér og Þóru systur, sem eru 20
ár, hefðu þau getað verið foreldr-
ar mínir. Þegar ég er síðan 10 ára
gömul deyr pabbi en þá umvöfðu
Þóra og Árni okkur. Oft tóku þau
mig með í ferðalögin austur á
æskuslóðirnar við Álftafjörðinn.
Þar voru skyldmennin heimsótt
og finnst mér nú sem þau tilheyri
mér líka.
Þegar Gunna systir mörgum
árum seinna var eitthvað að ýja að
því að ég hefði verið svo mikil
frekja og erfiður krakki sagði
Árni að ég hefði alltaf verið svo
góð og yndisleg. Ég veit nú ekki
alveg með það. Árni hefur verið
mér og mínum svo góður og um-
hyggjusamur að ég á erfitt með að
koma því í orð hversu vænt mér
þótti um hann.
Ég fór oft með þeim Þóru,
Árna, Ingólfi og Kristrúnu í önnur
ferðalög en bara austur. Þvæld-
umst hingað og þangað og áttum
dýrmæta tíma saman á sumrin,
t.d. í sumarbústöðum með allri
fjölskyldunni í Munaðarnesi, Apa-
vatni og síðar á Stóra-Hofi. Þá var
spilað og leikið frá morgni til
kvölds. Oftast mættu allir og var
þá þröng á þingi.
Mamma hafði ofurtrú á Árna.
Sem dæmi er enn hlegið að því í
fjölskyldunni þegar mamma flutti
í Dalselið en þá var Elías minn
kominn til sögunnar og mældi fyr-
ir hana hvort ísskápurinn myndi
komast fyrir í innréttingunni.
Sagði hann henni að hann passaði
ekki, það væri of þröngt. Mamma
svaraði þá: „Já, já – við skulum nú
láta hann Árna mæla þetta.“ Eins
og opið stækkaði eitthvað við það.
Hún gat hreinlega lagst í rúmið ef
ég var að þrasa við Árna og henni
fannst ekki fyndið þegar ég sagði
að þetta væri Álftafjarðar-þver-
móðskan.
Árni var listasmiður, frá því ég
man eftir mér hefur Árni alltaf
lagað allt. Ef eitthvað bilaði voru
dætur mínar ekki gamlar þegar
þær sögðu Árni lagar.
Eftir að hann hætti að vinna
innréttaði hann allan kjallarann
hjá okkur Elíasi, smíðaði skápa,
skrifborð og kojur. Hann var
ótrúlega útsjónarsamur og hver
hlutur átti sinn stað. Hann var
nýtinn á efni og fleygði helst ekki
nothæfu timbri eða plötum sem
gætu nýst einhverjum einhvern
tímann seinna enda var bílskúrinn
yfirfullur af smíðaefni. En hann
var meistari í að koma hlutum
þannig fyrir að auðvelt væri að
nálgast þá aftur.
Síðastliðið ár var Árna erfitt
vegna veikinda og andláts Þóru
og síðar Flosa bróður hans.
Að lokum vil ég segja:
Takk, elsku Árni, fyrir að gera
æsku mín svona skemmtilega.
Takk fyrir að reynast mömmu
svona vel. Takk fyrir umhyggju
þína fyrir fjölskyldunni minni.
Takk fyrir elsku þína til Kolfinnu
og Siggu. Takk fyrir allar
skemmtilegu stundirnar. Takk
fyrir góðu fjölskylduna þína í
Álftafirði.
Takk fyrir alla ást þína og
hlýju.
Elsku Ingólfur, Kristrún, Ket-
ill, Tómas og Hinrik, söknuðurinn
er sár en minning um góðan mann
mun lifa.
Blessuð sé minning Árna mágs.
Erna Kristinsdóttir.
Ég kveð þig, hugann heillar minning
blíð,
hjartans þakkir fyrir liðna tíð.
Lifðu sæll á ljóssins friðarströnd,
leiði sjálfur Drottinn þig við hönd.
(Guðrún Jóhannsdóttir.)
Árni mágur minn hefur nú
kvatt okkur hér á jörðu og er
kominn í Sumarlandið góða að
hitta stóru ástina sína, hana Þóru,
systur mína, en þau voru aðeins
aðskilin í tíu mánuði, þessi ein-
staklega samrýndu hjón.
Árni kom inn í okkar sam-
heldnu fjölskyldu upp úr 1960
þegar ég var 12 ára en þá var
Þóra systir að verða 18 ára gömul
og loksins búin að finna sér fal-
legan kærasta af Austurlandi, og
ég sem hélt hún myndi aldrei
ganga út eins gömul og hún var
orðin. Betri mann var vart hægt
að hugsa sér, hann var ljúfur og
góður og alveg einstakt prúð-
menni. Árni ræktaði svo sannar-
lega garðinn sinn í orðsins fyllstu
merkingu. Hann elskaði að dunda
í garðinum í Grjótaselinu enda fá-
ir garðar í hverfinu fallegri en
hans. Hann var fjölskyldumaður
af lífi og sál og fannst fátt
skemmtilegra en hitta fólkið sitt.
Þegar við fólkið „hennar ömmu
Dúnu“ hittumst þá skemmti hann
sér manna best þó stundum væri
ansi hávaðasamt því allir þurftu
að koma sínum skoðunum á fram-
færi og auðvitað hann líka.
Árni elskaði börnin sín og var
prúðu afadrengjunum sínum hinn
besti afi, einnig reyndist hann for-
eldrum mínum yndislegur
tengdasonur og mér afar góður
mágur. Þegar faðir minn lést og
mamma varð ekkja með Ernu
litlu systur okkar 10 ára gamla, þá
reyndist hann mömmu sem besti
sonur. Mamma kunni svo vel að
meta Árna sinn og var það gagn-
kvæmt því hann bauð henni að
búa í aukaíbúðinni í Grjótaselinu
hjá þeim Þóru þegar Erna litla
flutti að heiman. Þar leið mömmu
einstaklega vel, enda sagði og
gerði Árni „allt rétt“ og þótti
henni miður og setti jafnvel ofan í
við okkur ef við mótmæltum því
sem hann sagði.
Árni reyndist okkur systrum
eins og besti faðir. Hann leiddi
mig upp að altarinu þegar ég gift-
ist Jóa mínum, hann var strákun-
um mínum afar góður og alltaf
tilbúinn að rétta þeim hjálpar-
hönd þegar á þurfti að halda.
Ömmustelpunum mínum var
hann sem besti afi og minnumst
við hans öll með miklu þakklæti
og virðingu. Hann Árni minn var
sveitapiltur af lífi og sál, unni sínu
landi og virti það sem landið gaf.
Hann var heiðarlegur og réttsýnn
en hafði engu að síður sterkar
skoðanir á landi og þjóð.
Hann Árni minn var búinn að
selja fallegu íbúðina þeirra Þóru í
Ársölum þar sem við fjölskyldan
höfum átt yndislegar stundir sam-
an og var um það bil að flytja í
glæsilega þjónustuíbúð í Boða-
þingi þegar hann lést svo skyndi-
lega. Hans er sárt saknað af öllu
fólkinu hennar ömmu Dúnu og vil
ég þakka honum af öllu hjarta fyr-
ir samfylgdina – það var gott að
hafa Árna með sér á lífsins göngu
í ríflega hálfa öld.
Svo, vinur kæri, vertu sæll,
nú vegir skilja að sinni.
Þín gæta máttug verndarvöld
á vegferð nýrri þinni.
Með heitu, bljúgu þeli þér
ég þakka kynninguna,
um göfugan og góðan dreng
ég geymi minninguna.
(Höf: ókunnugur)
Guðrún Guðmunda
(Gunna mágkona).
Árni Ingólfsson
22 MINNINGAR
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
✝ María Trausta-dóttir fæddist
19. júlí 1963 í
Reykjavík. María
lést á líknardeild
Landspítalans í
Kópavogi 21. mars
2016.
Foreldrar Maríu
eru Trausti Þor-
láksson, fæddur
30. mars 1938, og
Guðbjörg Ingunn
Magnúsdóttir, fædd 21. júní
1942.
Systkini Maríu eru Magnús
Traustason, fæddur 28. ágúst
1959, Guðlaug Traustadóttir,
fædd 6. desember 1960, og
Þorlákur Trausta-
son, fæddur 26.
janúar 1972.
María eignaðist
fjögur börn, þau
Trausta Þrastar-
son, fæddur 20.
janúar 1981, Viðar
Þrastarson, fædd-
ur 3. júní 1983,
Evu Sólveigu
Þrastardóttur,
fædd 3. febrúar
1985, og Elvar Þór Gunn-
arsson, fæddur 28. september
1993.
Útför Maríu fer fram frá
Fossvogskapellu í dag, 1. apríl
2016, klukkan 13.
Elsku María systir, nú þegar
Drottinn hefur kallað þig til sín og
þú kvatt okkur lít ég yfir farinn
veg. Við áttum margar góðar
stundir og elskulegar. Þegar við
vorum krakkar varstu hrókur alls
fagnaðar og alltaf með létta lund
og lífsglöð. Ég veit að lífið hefur
ekki verið dans á rósum fyrir þig
og oftar en ekki mjög erfitt, svo
erfitt að það hefði bugað venjulega
manneskju. Alltaf stóðstu upp aft-
ur með lífsviljann og kátínuna að
leiðarljósi. Þú stappaðir stáli í aðra
og varst alltaf tilbúin að rétta
hjálparhönd, hvernig sem viðraði
hjá þér, þú varst alltaf mætt til að
hugga og gefa af þér.
Ég veit að þú hefur alltaf verið
mjög trúuð og við áttum mörg
samtöl um Drottin, trúna og gjöf
hans til okkar. Við vorum þess
fullviss að við myndum upp rísa
og lifa í ljósinu við sæti Guðs.
María mín, þegar þú veiktist
varstu ekki að ásaka hann eða
nokkurn annan. Þú tókst veik-
indum þínum af ótrúlegum dugn-
aði og seiglu, sama hvað þú
varðst mikið veik gastu hlegið og
gert að gamni þínu. Svo þessi
ótrúlegi kraftur sem þú hafðir til
að velja vers og sálma við kistu-
lagningu og jarðarför þína – því-
lík kjarnakona sem þú varst,
María mín.
Í kistulagningunni las prestur-
inn vers sem þú valdir og bað
Drottin í seinasta skiptið að fyr-
irgefa þér og létta þér förina til
hans. Mig langaði að færa þér tvö
ljóð sem ég veit að þú elskaðir.
Legg ég nú bæði líf og önd,
ljúfi Jesús, í þína hönd,
síðast þegar ég sofna fer
sitji Guðs englar yfir mér.
(Hallgrímur Pétursson)
Ég fel í forsjá þína,
Guð faðir, sálu mína,
því nú er komin nótt.
Um ljósið lát mig dreyma
og ljúfa engla geyma
öll börnin þín, svo blundi rótt.
(Matthías Jochumsson)
Elsku María mín, nú kveð ég
þig. Við sjáumst síðar við sæti
Drottins og þá leikum við okkur
saman eins og forðum.
Elska þig, systir.
Magnús (Maggi bróðir).
Bilið milli lífs og dauða er
stundum stutt. María hafði glímt
við erfið veikindi í langan tíma en
fráfall hennar var mikið áfall því
enginn bjóst við að hún myndi
kveðja svona skyndilega. Það
verður ekki fyllt í hennar skarð en
minning um góða systur og mág-
konu lifir með okkur áfram.
María var mjög fjörugur
krakki. Hún var mikill dýravinur
María
Traustadóttir
Ástkær eiginmaður minn, faðir okkar,
tengdafaðir og bróðir,
ÓLAFUR GUNNARSSON,
Lundargötu 12,
Akureyri,
andaðist að morgni 24. mars í faðmi
fjölskyldunnar. Útför hans fer fram frá Akureyrarkirkju
fimmtudaginn 7. apríl klukkan 13.30.
Blóm og kransar afþakkaðir en þeim sem vilja minnast hans er
bent á Heimahlynningu á Akureyri. Sendum þeim hjartans
þakkir fyrir ómetanlega hjálp og stuðning í veikindum hans.
.
Kristín Antonsdóttir,
Rósa Björg Hema Ólafsdóttir, Bragi Magnússon,
Anton Gunnar Ólafsson,
systkini og fjölskyldur.