Morgunblaðið - 01.04.2016, Qupperneq 28

Morgunblaðið - 01.04.2016, Qupperneq 28
28 DÆGRADVÖL MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016 Víkverji verður seint talinn meðvildarvinum sjónvarps enda hef- ur hann gefið sjónvarpi frí að mestu það sem af er ári. Fyrir vikið hefur hann misst af hverju stórvirkinu á eftir öðru, að sögn sjónvarpsfíkla, en ekki þýðir fyrir hann að byrja að horfa á framhaldsþætti vegna þess að hann nær aldrei að sjá þá alla og kemst því aldrei inn í söguþráðinn. x x x Sænski spennusagnahöfundurinnHenning Mankell skrifaði marg- ar góðar bækur um lögregluforingj- ann Kurt Wallander og mynd eftir einni þeirra var á dagskrá danska sjónvarpsins DR1 í fyrrakvöld. Vík- verji ákvað að gefa sér tíma til þess að horfa á spennumyndina og gerði tilheyrandi ráðstafanir. Byrjaði á því að fara út með hundinn svo hann myndi ekki trufla þegar verst stæði á, lagaði sænskt te til þess að tengj- ast enn betur sögusviðinu og braut niður páskaegg, sem hafði óvart gleymst í hamaganginum á páska- dag. x x x Súkkulaðið og teið kláraðist áðuren myndin hófst og dreifði því ekki huganum og hundurinn svaf vært eftir göngutúrinn. Eins og gengur í spennumyndum var fólki rutt úr vegi og síðan kom til kasta Wallanders. Þegar lítið var eftir og spennan í hámarki mátti heyra saumnál detta. Víkverji heyrði fyrst eitt plúmm. Svo annað. Það þriðja. Taktfast og öruggt. Þegar hraði plúmmanna óx stóðst Víkverji ekki mátið og gekk á hljóðið í rökkvaðri stofunni. Það er ofsagt að hann hafi lent í sturtu en það dropaði ört úr loftinu og fimm handklæði og tvær stórar skálar þurfti til þess að þurrka gólfið og taka við gruggugu vatninu. x x x Íbúarnir á efri hæðinni hringdu þeg-ar í tryggingafélag sitt og fljótlega var starfsmaður Varðar kominn til þess að meta ástandið og fyrirbyggja meira tjón. Víkverji fékk líka góð ráð hjá sínum manni í TM og í bítið í gærmorgun voru viðgerðarmenn mættir. Vel að verki staðið en Vík- verji missti af endi myndarinnar og sér ekki fram á að horfa á sjónvarp í bráð. víkverji@mbl.is Víkverji Stjörnuspá 21. mars - 19. apríl  Hrútur Einhver undirmál eru í gangi, sem beinast gegn starfi þínu. Best er að ganga hreint til verks og láta engan velkjast í vafa um fyrirætlanir þínar. 20. apríl - 20. maí  Naut Þér finnst þú eiga gott skilið fyrir verk þín. Vertu ekki með áhyggjur – fólk tekur þér bara eins og þú ert. Gakktu glaður til verks. 21. maí - 20. júní  Tvíburar Vertu þolinmóður, að öðrum kosti getur þú skapað meiri ringulreið en þú ræður við. Taktu greind fram yfir reynslu ef þú vilt ráða fólk eða fara á stefnumót. 21. júní - 22. júlí  Krabbi Þú hefur nóg á þinni könnu þessa dagana og skalt ekki taka meira að þér í fé- lagsstarfinu en þú ert fær um að standa við. 23. júlí - 22. ágúst  Ljón Þú er svoddan snillingur í að skapa þér þína eigin velgengni að þú gleymir að stund- um þarftu þess ekki. Ef þér mistekst geturðu huggað þig við það að þú hafir að minnsta kosti reynt. 23. ágúst - 22. sept.  Meyja Þetta er ekki rétti tíminn til að byrja á einhverju nýju. Nálgun þín við þetta framandi ævintýri er hálfgerð klikkun. 23. sept. - 22. okt.  Vog Það getur reynst hollt að draga sig að- eins í hlé frá skarkala lífsins. Eigi allir hags- muna að gæta væri viturlegast fá hlutlausan aðila til að leysa málið. 23. okt. - 21. nóv. Sporðdreki Þú hefur oft skipt um skoðanir yfir árin, en sumum hugmyndum viltu alls ekki láta af. Vegna hæfileikans til þess að nýta sér það sem hún hefur, ber hún meira úr býtum en þú. 22. nóv. - 21. des. Bogmaður Hættu við þessa áætlun sem veldur þér streitu og byrjaðu upp á nýtt. Taktu þátt í samræðunum því þú getur lært ýmislegt sem þú átt eftir að meta mikils. 22. des. - 19. janúar Steingeit Samskiptamálin eru á oddinum og allir vilja fá sneið af þeirri verðbréfaköku. Njóttu athyglinnar. Og þú sem elskar þá! Óreiða er svo skemmtileg! Haltu í skítinn sem þú elskar mest. 20. jan. - 18. febr. Vatnsberi Skipuleggðu tíma þinn svo að þú komir sem mestu í verk á sem skemmstum tíma. Mundu að börn hugsa öðruvísi en full- orðnir. 19. feb. - 20. mars Fiskar Fegurðarskyn þitt verður óvenju næmt næsta mánuðinn. Margt er sagt í öf- und og afbrýðisemi en þú skalt láta vera að detta niður á það plan. Því að hjá þér er uppspretta lífsins, í þínu ljósi sjáum vér ljós. Sálm. 36:10 Fía á Sandi segist yrkja þessa vísu áhverju vori, – og er gaman að þvi! Vorið góða grátt og hvítt góð er blessuð tíðin. Allt er nú senn orðið nýtt einkanlega hríðin. Á mánudaginn skrifaði Ólafur Stef- ánsson að hún fyndist ekki í dag lykt- in, – „ekki í þurrafrostinu og svagl- andanum, en hún var komin fyrir nokkrum dögum og spáði vori. Það var ekki birkilykt eða asparilmur, ekki einu sinni fnykur af haug á frosnu túni, heldur hin óbrigðula ís- úra lykt sem berst með austanvind- inum frá mýrarflæmunum, þegar snjórinn gufar upp í þey og vet- urstaðið gas losnar úr efstu lögum jarðvegsins. Þá getur vorið komið hvenær sem er. Við hálfopinn glugga með hönd undir kinn, hugsi, en enn þó á sporinu, í leiðslu og vongleði lyktina finn, sem leggur af ókomnu vorinu.“ Þessar hugleiðingar kalla fram vísu úr Alþingisrímum: Út við grænan Austurvöll sem angar lengi á vorin stendur væn og vegleg höll vonin mænir þangað öll. Hér er Ólafur Stefánsson í heim- spekilegum hugleiðingum: Hann fæddist, óx og eignaðist konu, óðalsjörð og nokkra sonu. En lítið entist það lífsins bras, hann laut sem aðrir fljótt í gras. Og vitnar í opinberunarbókina: Um miðnæturstund sá ég mána í skýjum, það merlaði hrím við svörð. Og hugsun mín leitaði að himni nýjum, himni nýjum og jörð Ólafur heldur síðan áfram: Ég velti upp vonlausri byrði, og vó það í hendi mér, í lokin hvað um mig yrði, að endaðri vistinni hér. Sr. Skírnir Garðarsson sagðist um daginn hafa farið til læknisins síns, hans Kára, vegna eymsla og greind- ist með sýkingu í nára. – „Þetta gerðist hratt og þetta er sá nárinn sem er normalt að norðanverðu í hjónarúminu, svo það hlýtur að vera útnárinn, ekki suðurnárinn. Altsvo skarpgreindur með slæmsku í útnára. Ég upplifði óþekktan fjára, og óðara dreif mig til Kára, hann mig skoðaði’ að bragði og við skarpgreindan sagði „þetta’ er sclerosis prior í nára.“ Halldór Blöndal halldorblondal@simnet.is Vísnahorn Vorið góða og hin óbrigðula ísúra lykt Í klípu „KANNSKI ER ÞETTA REYNDAR EKKI BARA ENN EITT KVÍÐAKASTIÐ.“ eftir Mike Baldwin eftir Jim Unger „VISSIRÐU AÐ VIÐ HÖFUM VERIÐ GIFT Í ÞRJÁR HEILAR VIKUR OG HVORUGT OKKAR HEFUR EINU SINNI MINNST Á SKILNAÐ?“ Hermann Ferdinand Hrólfur hræðilegi Grettir ... þegar uppáhalds- frændinn kemur í heimsókn. ÉG ÆTTI AÐ HÆGJA Á MÉR OG TAKA LÍFINU RÓLEGA KANNSKI SEINNA ÞÚ GETUR ENN BJARGAÐ ÞÉR!! SEGÐU MÉR HVERNIG! BEYGÐU ÞIG! 1. Notandi þarf að vera með fulla áskrift og skráður á mbl.is 2. Það er gert á forsíðu mbl.is, efst í vinstra horninu (Innskráning · nýskráning) 3. Þú færð Morgunblaðs-appið á App Store og Play Store 4. Kennitala er skráð sem notandanafn 5. Lykilorð er það sama og á mbl.is SVONA SKRÁIR ÞÚ ÞIG Ef þú þarft frekari aðstoð hafðu þá samband við okkur í síma 569 1100 VIÐBÓT FYRIR ÁSKRIFENDUR v Fáðu Moggann þinn hvar sem er og hvenær sem er Nú fylgir Morgunblaðið í rafrænni útgáfu fyrir spjaldtölvur og snjallsíma MOGGINN ÁSKRIFENDUR ATHUGIÐ *RAFRÆN ÚTGÁFA MORGUNBLAÐSINS, E-MOGGINN, FÆST BÆÐI FYRIR IPAD OG ANDROID 2.2. OG NÝRRI ÚTGÁFUR. **GILDIR FYRIR ÞÁ SEM ERU MEÐ FULLA ÁSKRIFT. * **

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.