Morgunblaðið - 01.04.2016, Qupperneq 30
Menning
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
Einar Falur Ingólfsson
efi@mbl.is
Made in children er heiti leiksýning-
arinnar sem verður frumsýnd í
Borgarleikhúsinu í kvöld, í samstarfi
við listrænu stjórnendurna Ásrúnu
Magnúsdóttur, Aude Busson og Al-
exander Roberts. Verkið er nýtt,
sagt nærgöngult og með tíu börn á
aldrinum átta til tólf ára í aðal-
hlutverkum. Börnin eru sögð hafa
verið skilin eftir í heimi sem þau
bjuggu ekki til. Þau taka yfir sviðið
og eyða tíma saman, dansa, spila
tónlist og tala hvert við annað. Þessi
börn mæta heimi fullum af svart-
sýni, rómantík og ruglingi sem þau
hafa erft en báðu aldrei um. Verkið,
sem aðstandendur sýningarinnar
hafa samið, er sagt vera á mörkum
mikils vonleysis og öfgafullrar bjart-
sýni og er börnunum gefinn laus
taumur og þau send af stað í leit að
háleitu siðferði, djúpstæðum innri
friði og betri framtíð.
„Verkið kann að hljóma sem
óvenjulegt en að vissu leyti má segja
að þetta sé eitthvert hefðbundnasta
verk sem við höfum sett upp sem
listamenn,“ segir Alexander Rob-
erts, einn hinna listrænu stjórnenda.
„Þetta er leiksýning með texta, tón-
list, dansi, lýsingu og sviðsmynd, en í
stað þess að vinna með atvinnufólki
vinnum við hér með áhugamönnum,
börnum.
Við Ásrún og Aude Busson höfum
öll mikla reynslu í að vinna að viða-
miklum verkefnum með áhugafólki.
Það hlaut að koma að því að einn
daginn ynnum við með börnum …“
Þegar spurt er hvort lagt hafi ver-
ið upp með ákveðna sögu segir Alex-
ander að svo hafi ekki verið.
„Hugmyndin var að vinna með
ungu fólki og takast á við framtíðina
sem bíður þess. Það verður annars
konar heimur en til að mynda blasti
við mér þegar ég var á þeirra aldri;
ég held að sá hafi verið vonbetri en
sá sem blasir við þeim.
Þegar við byrjuðum á verkefninu
vorum við að hugsa um stórar og
sammannlegar hugmyndir um fram-
tíðina, eins og stríðsátök og hækk-
andi hitastig. En í vinnunni þróaðist
sýningin yfir í að fjalla um hvers-
dagslegar og persónulegar spurn-
ingar um framtíðina, eins og óttann
við dauðann, við krabbamein, þörf-
ina á að verða ástfanginn og vera
elskaður, möguleikann á að hætta að
láta sig heiminn nokkru skipta eða
missa vonina. Umfjöllunarefnið
dansar þannig á milli þess að vera
persónulegt og sammannlegt.“
Standa sig stórkostlega
Listrænir stjórnendur sýning-
arinnar þróuðu hana því með börn-
unum sem leika í henni, þeim Matt-
hildi Björnsdóttur, Herdísi Sig-
urðardóttur, Jörundi Orrasyni,
Flóka Dagssyni, Ylfu Aino Eldon
Aradóttur, Margréti Vilhelmínu
Nikulásardóttur, Freyju Sól Franc-
isco Heldersdóttur, Kolbeini Orfeusi
Eiríkssyni, Kolbeini Einarssyni og
Óðni Sastre Freyssyni.
Alexander segir verkefnið hafa
hafist með samtali þeirra Ásrúnar
og þau fengu Aude í hópinn, en hún
hefur mikla reynslu af því að vinna
með börnum að listsköpun. „Síðan
buðum við Borko að vera með, til að
sjá um tónlistina, því hann er ekki
bara frábær tónlistarmaður heldur
hefur reynslu af því að skapa tónlist
með börnum. Svo bættust Guðný
Hrund Sigurðardóttir, Friðþjófur
Þorsteinsson og Baldvin Þór Magn-
ússon í hópinn, að hanna sviðsmynd,
lýsingu og hljóðmynd. Það má segja
að hver einasti þáttur þess sem mun
birtast og heyrast á sviðinu sé af-
rakstur samstarfs hópsins, og vita-
skuld barnanna þar með talinna.
Tónlistin er til að mynda öll samin
með þeim og allur textinn hefur
sprottið af samræðum við börnin.“
En þrátt fyrir að börn leiki er
þetta ekki barnasýning.
„Það er satt. Frá upphafi var hug-
myndin að skapa sýningu fyrir full-
orðna, þar sem þau fullorðnu mæta
börnunum í samræðu um framtíðina
sem þau munu eiga.
Þetta er algengt og eðlilegt um-
hugsunarefni fullorðinna, hvað verði
um heiminn og um börnin okkar
þegar þau vaxa úr grasi. Í verkinu er
leikið með það að setja þessar hugs-
anir fullorðinna í munn barnanna
sem leika. Sumt af því sem þau segja
er þannig afar fullorðinslegt.“
Alexander segir æfingar á verkinu
hafa staðið yfir síðan um áramót.
„Og það hefur verið einstaklega gef-
andi tími en ögrandi um leið. Við
höfum unnið með unglingum en
aldrei fyrr með börnum á þessum
aldri og eftir fyrstu æfingarnar vor-
um við gáttuð á því hvað börnin
gerðu þetta vel! Sum umfjöllunar-
efni verksins eru þess eðlis að okkur
finnst ekki auðvelt að byrja að ræða
þau við börn en þau hafa staðið sig
stórkostlega.“
Leikið um framtíð
Tíu börn fara með aðalhlutverkin í Made in children
Sýning fyrir fullorðna um framtíðina sem bíður barna
Ljósmynd/Hörður Sveinsson
Fullorðinsleg „Í verkinu er leikið með það að setja þessar hugsanir fullorðinna í munn barnanna sem leika.“
New York, Los Angeles, Toronto,
Hong Kong, Singapúr, Brisbane,
Róm, Berlín, Amsterdam og Vín-
arborg. „Hátíðinni er ætlað að
Kvikmyndahátíðin Reykjavík
World International Film Festival
verður haldin í Bíó Paradís um
helgina, 1.-3. apríl, og verða 10 nýj-
ar kvikmyndir frá öllum heims-
hornum sýndar. „Markmiðið er að
bjóða upp á kvikmyndir sem munu
hafa víðtæk áhrif t.a.m. á nýjar
kynslóðir kvikmyndagerðarmanna
og alla áhugasama áhorfendur, þar
sem kvikmyndaveislan miðar að því
að bjóða upp á afar fjölbreytt úrval
kvikmynda,“ segir um hátíðina í til-
kynningu. Hátíðin færi fólk saman í
að uppgötva stórkostlegar kvik-
myndir í alþjóðlegu samhengi og
hafi farið víða, m.a. verið haldin í
koma kvikmyndamenningu víðs-
vegar að úr heiminum á framfæri
þar sem fjölbreytnin er í fyrir-
rúmi,“ segir ennfremur í tilkynn-
ingu.
Kvikmyndirnar sem sýndar
verða á hátíðinni eru I dine hænder
frá Danmörku, bandaríska kvik-
myndin Daddy, spænska kvikmynd-
in Camela, Agnus dei frá Kósóvó,
Black Mud frá Kanada, Pechorin og
Star frá Rússlandi, Huidas frá
Spáni, Leaves of the Tree frá
Bandaríkjunum og enska kvik-
myndin Stolen Path. Upplýsingar
um myndirnar og sýningartíma má
finna á bioparadis.is.
Drama Stilla úr dönsku kvikmynd-
inni I dine hænder.
Tíu kvikmyndir sýndar
frá öllum heimshornum
BLÁRAPRÍL
Styrktarfélag barna
með einhverfu
#blarapril
902 1010
Blár er alþjóðlegur litur einhverfu. Rétt eins og
blæbrigði bláa litarins eru birtingarmyndir einhverfu
óteljandi því hver einstaklingur hefur sinn stað á rófinu
með öllum þeim áskorunum sem einhverfu fylgja.
Blár apríl er árlegt vitundarátak Styrktarfélags barna
með einhverfu. Leggjum átakinu lið og beinum sjónum
okkar aðmálefnum barnameð einhverfu – því lífið er
blátt á mismunandi hátt.
Aron, 7 ára