Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 31
MENNING 31
MORGUNBLAÐIÐ FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 2016
Silja Björk Huldudóttir
silja@mbl.is
„Það er ómetanleg reynsla fyrir
söngnemendur að spreyta sig á
sönghlutverki á sviði með hljóm-
sveit, fá tækifæri til að skapa kar-
akter og ekki síst að leika og syngja
á íslensku,“ segir
Þórunn Guð-
mundsdóttir, höf-
undur og leik-
stjóri ævin-
týraóperunnar
Hlina sem frum-
sýnd verður í
Iðnó í kvöld kl. 20
og sýnd alls fjór-
um sinnum fram
á þriðjudag.
Flytjendur eru
flestir nemendur í Tónlistarskól-
anum í Reykjavík, tuttugu söngv-
arar og sjö manna hljómsveit sem
Kjartan Óskarsson, skólastjóri Tón-
listarskólans, stjórnar.
Ævintýraóperuna um Hlina prins
samdi Þórunn fyrir nokkrum árum,
en óperan var frumflutt árið 2010 af
þáverandi nemendum Tónlistarskól-
ans. „Þetta var þriðja nemenda-
óperan sem ég samdi, næst á eftir
Mærþöll og Gilitrutt,“ rifjar Þórunn
upp, sem síðan þá hefur samið óp-
erurnar Tónlistarskólann og Sæ-
mund fróða sem settur var upp í
fyrra við góðar viðtökur. Auk þess
hefur Þórunn samið nokkra söng-
leiki fyrir leikfélagið Hugleik, þeirra
á meðal Stund milli stríða, sem val-
nefnd Þjóðleikhússins valdi athygl-
isverðustu áhugaleikhússýningu
leikársins árið 2014.
Erfið fjárhagsstaða
„Nemendaóperur mínar hef ég
samið með það í huga að skapa
áhugaverð hlutverk og að þær henti
fólki sem er mislangt komið í söng-
námi sínu,“ segir Þórunn og bendir á
að kórhlutverkin krefjist einnig mik-
illar túlkunar. Líkt og síðustu ár
heldur Þórunn sjálf um leikstjórnar-
taumana og tekur hún fram að það
helgist af erfiðri fjárhagsstöðu Tón-
listarskólans. „Það væri auðvitað
gott fyrir þátttakendur að fá at-
vinnuleikstjóra til verksins og gam-
an fyrir mig sem höfund, en fjár-
hagur skólans leyfir það ekki,“ segir
Þórunn, sem á umliðnum misserum
hefur sótt námskeið m.a. í leikstjórn
og leikritun hjá Leiklistarskóla
Bandalags íslenskra leikfélaga
ásamt því að starfa talsvert með
Hugleik. Þórunn heldur einnig utan
um allt útlit sýningarinnar. „Það eru
ekki mörg ár síðan það óx mér í aug-
um að sauma eina svuntu, en nú
finnst mér mjög skemmtilegt að
sitja við saumavélina og búa til bún-
inga,“ segir þúsundþjalasmiðurinn
Þórunn og tekur fram að neyðin
kenni naktri konu að spinna.
Að sögn Þórunnar er söguþráð-
urinn í Hlina tekinn úr gömlu ís-
lensku ævintýri, en hún bætti við
nokkrum persónum og leyfir hetjum
úr öðrum ævintýrum að bregða sér í
heimsókn. „Prinsinn Hlini, Signý
karlsdóttir, ástsjúkar skessur og
hjálpsamir fuglar, að ógleymdum
hinum stórhættulega óminnishegra,
stíga á svið og ganga í gegnum ýms-
ar þrautir áður en allt leysist farsæl-
lega,“ segir Þórunn og bendir á að í
óperunni sé slegið á létta strengi.
„Tónmálið er aðgengilegt, svo að
hún höfðar til allra aldurshópa.“
Mikið drama í þjóðsögum
Þórunn hefur í mörgum verka
sinna sótt í þjóðsagnaarfinn. „Mér
hefur fundist þjóðsagnaarfurinn
vera mjög góð uppspretta. Þjóðsög-
urnar búa yfir miklu drama, mikilli
ást, átökum og hættu. Þetta gekk
einna lengst í fyrra þegar ég var að
vinna með Sæmund fróða, því maður
finnur ekki mikið verri andstæðing
heldur en kölska sjálfan. En tröll,
álfar og huldufólk, prinsar og furst-
ar, karlssynir og kotungsdætur eru
allt mjög leikvænar persónur að
vinna með og kalla fram tónlist sem
ég held að sé skemmtileg fyrir nem-
endur að glíma við,“ segir Þórunn og
tekur fram að hún sé í raun undr-
andi yfir því hversu lítið íslenskir
höfundar hafa almennt unnið með
þjóðsagnaarfinn. „Það kallar mjög
sterkt á mig að vinna með þennan
gamla arf af því að þetta er svo sér-
íslenskt og eitthvað sem talar til
mjög margra á fleiri en einu plani.
Söguefnið talar til barnsins í okkur,
en börn hafa haft mjög gaman af því
að koma á nemendasýningarnar.
Auk þess er oft djúp viska og boð-
skapur í þessum sögum sem maður
skynjar öðruvísi sem fullorðinn.
Þetta eru ekki þjóðsögur sem maður
getur skautað yfir, heldur er ansi
margt í okkar Íslendingseðli í þess-
um sögum,“ segir Þórunn.
Heldur ljóðrænni en Wagner
Spurð hvort hún sé komin með
hugmynd að næsta verkefni svarar
Þórunn því játandi. „Það er alltaf
eitthvað sem leitar á mig. Ég hef
áhuga á að skrifa einsöngsóperu fyr-
ir Erlu Dóru Vogler mezzósópran og
litla kammerhljómsveit. Ég hef séð
Erlu Dóru bæði syngja og leika á
sviði og finnst að hún eigi að gera
meira af því. Þannig kviknaði hug-
myndin að þessu verki,“ segir Þór-
unn sem hefur talsverða reynslu af
því að skrifa eintal fyrir leiksviðið,
en hefur aldrei skrifað eintal fyrir
óperusviðið.
„Þetta er spennandi form,“ segir
Þórunn sem lokið hefur við að skrifa
texta einsöngsóperunnar sem hún
ætlar að tónsetja. „Ég er að vinna
með Brynhildi Buðladóttur. Það
hafa ýmsir töluvert stærri tónhöf-
undar en ég komið þar að,“ segir
Þórunn og nefnir í því samhengi
Richard Wagner. „Hann notaði ýms-
ar heimildir til að skapa sína Bryn-
hildi. Ég byggi að einhverju leyti á
hans sýn, en bæti auk þess ýmsu við
úr fornritum,“ segir Þórunn og tek-
ur fram að hennar nálgun verði auð-
vitað allt annars konar. „Tónlistin
mín verður heldur ljóðrænni en tón-
list Wagner.“
Næstu sýningar á Hlina verða
annað kvöld, laugardag, mánudag-
inn 4. apríl og þriðjudaginn 5. apríl
og hefjast allar kl. 20. Miðasala við
innganginn og á midi.is.
„Ómetanleg reynsla“
Ævintýraóperan Hlini frumsýnd í Iðnó í kvöld kl. 20
Semur nýja einsöngsóperu um Brynhildi Buðladóttur
Þórunn
Guðmundsdóttir
Burðarhlutverk Elfur Sunna Baldursdóttir sem Signý og Sigurjón Jóhanns-
son sem Hlini, en þau eru langt komin í söngnámi sínu hjá Diddú og Þórunni.
Vortónleikar Frí-
múrarakórsins
verða haldnir á
morgun kl. 14 og
17 í Regluheim-
ilinu við Bríet-
artún. Sérstakur
gestur kórsins
verður Egill
Ólafsson söngv-
ari og á söngskránni verða m.a. ís-
lensk karlakóralög, óperu- og söng-
leikjalög, frímúraratónlist, verk
eftir Jónas Þóri og lög eftir Egil.
Aðrir einsöngvarar verða Kristján
Jóhannsson tenór, Björn Björnsson
bassi og barítónarnir Eiríkur
Hreinn Helgason og Ásgeir Páll Ás-
geirsson. Hljóðfæraleikarar verða
Bjarni Sveinbjörnsson, Matthías
Stefánsson, Sigurður Hafsteinsson,
Grímur Sigurðsson, Kristján Her-
mannsson og Jónas Þórir. Stjórn-
endur kórsins eru Jónas Þórir og
Hákon Leifsson.
Egill syngur með
Frímúrarakórnum
Egill Ólafsson
Háskólakórinn, Kammerkór há-
skólans í Erfurt og Sinfóníu-
hljómsveit unga fólksins frumflytja
hér á landi Lofsöng eftir Felix
Mendelssohn í Langholtskirkju á
tvennum tónleikum um helgina, í
kvöld kl. 20 og á morgun kl. 17.
Lofsöngur Mendelssohns er sin-
fónískt verk, stórt í sniðum líkt og
9. sinfónía Beethovens, hefst á
þremur köflum fyrir hljómsveit en
síðan tekur við lokaþáttur þar sem
þrír einsöngvarar og kór bætast
við, eins og segir í tilkynningu.
Einsöngvarar á tónleikunum
verða Erla Björg Káradóttir sópr-
an, Sigríður Ósk Kristjánsdóttir
mezzósópran og Egill Árni Pálsson
tenór.
Á tónleikunum verður einnig
fluttur píanókonsertinn Elvira
Madigan eftir W.A. Mozart og ein-
leikari verður Guðrún Dalía Saló-
monsdóttir. Konsertinn hljómaði í
samnefndri sænskri kvikmynd og
er jafnan kenndur við hana. Í henni
segir af ungum elskendum sem
kjósa fremur að ganga í dauðann
en mega ekki unnast. Stjórnandi á
tónleikunum verður Gunnsteinn
Ólafsson.
Einleikari Guðrún Dalía Salómonsdóttir.
Lofsöngur Mendelssohns frumfluttur
5511200 | Hverfisgata 19 | leikhusid.is | midasala@leikhusid.is
DAVID FARR
Í hjarta Hróa hattar (Stóra sviðið)
Fös 1/4 kl. 19:30 63.sýn Fim 14/4 kl. 19:30 66.sýn Fim 28/4 kl. 19:30 69.sýn
Lau 9/4 kl. 15:00 64.sýn Fös 15/4 kl. 19:30 67.sýn Fös 29/4 kl. 19:30 70.sýn
Lau 9/4 kl. 19:30 65.sýn Sun 24/4 kl. 15:00 68.sýn
Eldfjörug fjölskyldusýning, uppfull af leikhústöfrum í anda Vesturports!
Sporvagninn Girnd (Stóra sviðið)
Sun 10/4 kl. 19:30 Lokasýn
"Sýningin er sigur leikhópsins alls og leikstjórans..."
Hleyptu þeim rétta inn (Stóra sviðið)
Lau 2/4 kl. 19:30 8.sýn Lau 16/4 kl. 19:30 11.sýn
Fös 8/4 kl. 19:30 10.sýn Lau 23/4 kl. 19:30 13.sýn
Hrífandi verk um einelti, einsemd og óvenjulega vináttu.
Um það bil (Kassinn)
Sun 3/4 kl. 19:30 21.sýn Sun 10/4 kl. 19:30 23.sýn
Fim 7/4 kl. 19:30 22.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 24.sýn
Síðustu sýningar!
Umhverfis jörðina á 80 dögum (Stóra sviðið)
Sun 3/4 kl. 13:00 10.sýn Sun 10/4 kl. 13:00 11.sýn
Æsispennandi fjölskyldusýning eftir Sigga Sigurjóns og Karl Ágúst!
Yfir til þín - Spaugstofan 2015 (Stóra sviðið)
Sun 3/4 kl. 19:30 24.sýn Fim 7/4 kl. 19:30 26.sýn
Mið 6/4 kl. 19:30 25.sýn Mið 13/4 kl. 19:30 27.sýn
Síðustu sýningar!
Mið-Ísland 2016 (Þjóðleikhúskjallari)
Fös 1/4 kl. 20:00 56.sýn Lau 2/4 kl. 22:30 59.sýn Lau 9/4 kl. 20:00
Fös 1/4 kl. 22:30 57.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 Fim 14/4 kl. 20:00
Lau 2/4 kl. 20:00 58.sýn Fös 8/4 kl. 22:30
Ef hláturinn lengir lífið stefnir Mið-Ísland að ódauðleika!
Improv Ísland (Þjóðleikhúskjallari)
Mið 6/4 kl. 19:30 10.sýn Mið 20/4 kl. 19:30 12.sýn
Mið 13/4 kl. 19:30 11.sýn Mið 27/4 kl. 19:30 13.sýn
Ný sýning í hverri viku - Ekkert ákveðið fyrirfram!
MAMMA MIA! (Stóra sviðið)
Fös 1/4 kl. 20:00 aukas. Þri 3/5 kl. 20:00 Mið 25/5 kl. 20:00
Lau 2/4 kl. 20:00 7.k Mið 4/5 kl. 20:00 Fim 26/5 kl. 20:00
Sun 3/4 kl. 14:00 aukas. Fim 5/5 kl. 20:00 Fös 27/5 kl. 20:00
Mið 6/4 kl. 20:00 8.k Fös 6/5 kl. 20:00 aukas. Lau 28/5 kl. 20:00
Fim 7/4 kl. 20:00 aukas. Lau 7/5 kl. 14:00 Sun 29/5 kl. 20:00
Fös 8/4 kl. 20:00 9.k Lau 7/5 kl. 20:00 aukas. Þri 31/5 kl. 20:00
Lau 9/4 kl. 20:00 aukas. Sun 8/5 kl. 20:00 Mið 1/6 kl. 20:00
Sun 10/4 kl. 14:00 aukas. Þri 10/5 kl. 20:00 Fim 2/6 kl. 20:00
Mið 13/4 kl. 20:00 10.k Mið 11/5 kl. 20:00 Fös 3/6 kl. 20:00
Fim 14/4 kl. 20:00 11.k Fim 12/5 kl. 20:00 Lau 4/6 kl. 20:00
Fös 15/4 kl. 20:00 aukas. Fös 13/5 kl. 20:00 Sun 5/6 kl. 20:00
Lau 16/4 kl. 20:00 12.k Lau 14/5 kl. 14:00 Þri 7/6 kl. 20:00
Mið 20/4 kl. 20:00 13.k Þri 17/5 kl. 20:00 Mið 8/6 kl. 20:00
Fim 21/4 kl. 20:00 14.k Mið 18/5 kl. 20:00 Fim 9/6 kl. 20:00
Fös 22/4 kl. 20:00 aukas. Fim 19/5 kl. 20:00 Fös 10/6 kl. 20:00
Lau 23/4 kl. 20:00 aukas. Fös 20/5 kl. 20:00 Lau 11/6 kl. 20:00
Sun 24/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 14:00 Sun 12/6 kl. 20:00
Fim 28/4 kl. 20:00 aukas. Lau 21/5 kl. 20:00 Mið 15/6 kl. 20:00
Fös 29/4 kl. 20:00 aukas. Sun 22/5 kl. 20:00 Lau 18/6 kl. 20:00
Lau 30/4 kl. 20:00 15.s Þri 24/5 kl. 20:00 Sun 19/6 kl. 20:00
Leikhúsmatseðill frá kl 18 í forsalnum, tónlist og kokteilar
Auglýsing ársins (Nýja sviðið)
Lau 16/4 kl. 20:00 Frums. Fös 22/4 kl. 20:00 4.sýn Fim 28/4 kl. 20:00 7.sýn
Mið 20/4 kl. 20:00 2.sýn Lau 23/4 kl. 20:00 5.sýn Lau 30/4 kl. 20:00 8.sýn
Fim 21/4 kl. 20:00 3.sýn Mið 27/4 kl. 20:00 6.sýn Fim 5/5 kl. 20:00 9.sýn
Ærslafullur og andstyggilegur gleðileikur e. Tyrfing Tyrfinsson
Njála (Stóra sviðið)
Sun 3/4 kl. 20:00 29.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 30..sýn Sun 17/4 kl. 20:00 síð. sýn.
Síðustu sýningar
Vegbúar (Litla sviðið)
Lau 2/4 kl. 20:00 35.sýn Fös 8/4 kl. 20:00 36.sýn Lau 16/4 kl. 20:00 37.sýn
Nýtt verk þar sem KK sýnir á sér óvænta hlið
Kenneth Máni (Litla sviðið)
Fös 29/4 kl. 20:00 106.sýn Fös 20/5 kl. 20:00 108.sýn
Fim 12/5 kl. 20:00 107.sýn Lau 28/5 kl. 20:00 109.sýn
Kenneth Máni stelur senunni
Illska (Litla sviðið)
Lau 9/4 kl. 20:00 Mið 20/4 kl. 20:00 Lau 30/4 kl. 20:00
Fim 14/4 kl. 20:00 Lau 23/4 kl. 20:00
Samstarfsverkefni Óskabarna ógæfunnar og Borgarleikhússins
Made in Children (Litla sviðið)
Fös 1/4 kl. 20:00 frums. Fim 7/4 kl. 20:00 3.sýn Fös 15/4 kl. 20:00 5.sýn
Sun 3/4 kl. 20:00 2.sýn Sun 10/4 kl. 20:00 4.sýn
Hvernig gera börnin heiminn betri?
NJÁLA – „Drepfyndið“★★★★★, AV – DV