Morgunblaðið - 01.04.2016, Síða 36
FÖSTUDAGUR 1. APRÍL 92. DAGUR ÁRSINS 2016
VEÐUR » 8 www.mbl.is
5 6 9 1 1 0 0
Ritstjórn: ritstjorn@mbl.is
Auglýsingar: augl@mbl.is
Áskrift: askrift@mbl.is | sími 5691100
mbl.is: netfrett@mbl.is
Í LAUSASÖLU 517 KR. ÁSKRIFT 5613 KR. HELGARÁSKRIFT 3505 KR. PDF Á MBL.IS 4978 KR. I-PAD ÁSKRIFT 4978 KR.
1. Elliði játar eignarhald á „suðrænni eyju“
2. Vann 130 milljónir króna
3. 56 milljóna gjaldþrot hjá Lindu Pé
4. Hún sagði honum upp og fékk …
»MEST LESIÐ Á mbl.is
FÓLK Í FRÉTTUM
Leikritið Hystory eftir Kristínu Ei-
ríksdóttur, sem sýnt var í Borgarleik-
húsinu í fyrra og hlaut einróma lof
gagnrýnenda, verður sýnt í Hofi hjá
Menningarfélagi Akureyrar í dag og á
morgun kl. 20.
Ljósmynd/Þorbjörn Þorgeirsson
Leikritið Hystory
sýnt tvisvar í Hofi
Björn Steinar
Sólbergsson, org-
anisti við Hall-
grímskirkju, tekur
þátt í orgelhátíð-
inni Orgelkraft í
tónleikahúsinu í
Stafangri í Noregi
í dag. Björn Stein-
ar mun leika ein-
leik í Orgelkonsert Jóns Leifs með
Sinfóníuhljómsveit Stafangurs. Hann
frumflutti konsertinn hér á landi árið
1999.
Leikur Orgelkonsert
Jóns Leifs í Stafangri
Plötusnúðurinn Illugi Magnússon,
sem kallar sig DJ Platurn, leikur á
Prikinu annað kvöld áður en hann
heldur í tónleikaferð um Evrópu. Ill-
ugi leikur sjaldan á Íslandi þar sem
hann hefur búið í Kali-
forníu frá 6 ára aldri
og komið fram í
þekktum klúbbum
og á tónlist-
arhátíðum og tekið að
sér verkefni fyrir fyr-
irtæki á borð við Adidas og
Pixar.
DJ Platurn heldur
tónleika á Prikinu
Á laugardag og sunnudag Austan- og suðaustan 5-10 m/s. Skúr-
ir eða slydduél, en úrkomulítið og bjart með köflum á Norður- og
Norðausturlandi. Hiti 2 til 7 stig yfir daginn.
SPÁ KL. 12.00 Í DAG Austan 13-20 m/s og rigning, einkum á Suð-
austurlandi og Austfjörðum, en slydda eða snjókoma nyrðra. Lægir
talsvert á Suður- og Suðvesturlandi eftir hádegi. Hiti 0 til 8 stig.
VEÐUR
„Ég er ekki óheiðarlegur
leikmaður og brýt ekki á
mönnum aftan frá eða
neitt slíkt. Ég ríf auðvitað
mjög mikinn kjaft og
reyni að æsa menn upp til
að koma þeim úr jafn-
vægi. Ef þeir vilja hjóla í
mig þá get ég svarað fyrir
mig,“ segir Jónas Breki
Magnússon, landsliðs-
maður í íshokkíi, sem hef-
ur slegið met í brottvís-
unum í Danmörku. » 4
Ég ríf auðvitað
mjög mikinn kjaft
Geir Sveinsson var kynntur til leiks
sem nýr landsliðsþjálfari karla í
handknattleik í gær og hann til-
kynnti jafnframt sinn fyrsta lands-
liðshóp. „Hlutirnir verða að vera í
stöðugri þróun og það er meðal ann-
ars mitt verkefni að sjá til þess að
svo verði,“ sagði Geir sem er á leið
með landsliðið til Noregs þar sem
það spilar tvisvar í Þrándheimi á
næstu dögum. »1
Hlutirnir verða að
vera í stöðugri þróun
Njarðvíkingar eru komnir í undan-
úrslit Íslandsmóts karla í körfuknatt-
leik eftir magnað einvígi við Stjörn-
una þar sem allir fimm leikirnir
unnust á útivelli. Njarðvík vann odda-
leikinn í Garðabæ í gærkvöld, 79:75,
og mætir Íslandsmeisturum KR, al-
veg eins og í fyrra, en fyrsta við-
ureignin verður í Vesturbænum á
sunnudagskvöldið. »2-3
Fimm útisigrar og
Njarðvík mætir KR
ÍÞRÓTTIR
Skannaðu
kóðann með
símanum þínum
og fylgstu með
veðrinu á
Steinþór Guðbjartsson
steinthor@mbl.is
Regluleg líkamsrækt undanfarin
fjögur ár hefur gefið Svavari Bene-
diktssyni, tæplega 85 ára gömlum
fyrrverandi togaraskipstjóra, nýtt og
betra líf. „Mér finnst eins og ég sé
sextugur,“ segir hann.
Svavar fór á sjóinn 1947 og var úti
á sjó í um 40 ár og þar af sem skip-
stjóri í yfir 20 ár, en síðan hefur hann
verið í hlutastarfi hjá Atlas hf. í Hafn-
arfirði.
„Ég vann lengi erfiðisvinnu og í
mikilli ágjöf á veturna var maður
stundum á kafi og blautur alla daga,
þegar við vorum að taka inn trollið,“
segir hann og áréttar að vinnan hafi
verið herðandi og bætandi. „Ég vann
mig upp og þegar ég var skipstjóri á
Guðsteini hentist ég eitt sinn út í hlið-
ina í brúnni í vondu veðri, rann
stjórnlaust og hnéð skall í brúarþilið
með þeim afleiðingum að liðþófinn
skemmdist. Ég var skorinn upp og
læknirinn sagði að þetta yrði gott, ég
fór draghaltur aftur út á sjó og þetta
bara versnaði. Ég stakk við og það
var ekki fyrr en ég fór til Gísla fyrir
um fjórum árum að hnéð lagaðist.
Hann bjargaði mér.“
Ánægjulegur lífsstíll
Gísli Sigurðsson, sjúkraþjálfari og
sérfræðingur í greiningu og með-
höndlun stoðkerfis, MT, stofnaði
Sjúkraþjálfunina Klínik í Kópavogi
2008. Svavar hóf meðferð hjá honum
og hefur æft þrisvar í viku undir hans
stjórn. „Nú eru öll tækin komin í botn
hjá mér og ég veit ekki hvað hann á
að gera en hann segir mér að halda
áfram að telja,“ segir Svavar. Hann
sleppir ekki úr æfingu þótt séu jól eða
páskar, tók til dæmis vel á því á föstu-
daginn langa og annan í páskum.
„Ég er mikill einfari og æfi einn áð-
ur en salurinn fyllist af fólki,“ segir
Svavar. Bætir við að hann fylgi dag-
skipun Gísla, byrji á því að ganga á
bretti til þess að koma sér í gírinn og
endi á teygjuæfingum. „Ég slugsa
ekki heldur tek hraustlega á því og
svitna mikið, geng til dæmis tæpa
þrjá kílómetra á 35 mínútum og sting
ekki lengur við. Ég æfi líka vel jafn-
vægið því það er nauðsynlegt að það
sé í lagi. Mér líður svo vel á eftir að
það er ótrúlegt. Þetta er minn lífsstíll,
ég er orðinn fíkill og get ekki verið án
þessara æfinga.“ Bætir við að hann
fari svo í qigong hjá Árna Bergmann
á þriðjudögum og fimmtudögum. „Þá
þjálfa ég mig í að læra að anda og nú
get ég andað með öðru lunganu í
einu.“
Svavar missti eiginkonuna 2009.
Hann segir að þau hafi verið samrýnd
og gert allt saman og hann sé fyrst
núna að átta sig á breytingunni. „Ég
geng ekki lengur eins og gamall mað-
ur og eftir að ég losnaði við 11 kíló er
ég nær kominn í kjörþyngd. Lífið
verður varla betra.“
Betra líf með líkamsræktinni
Svavar Bene-
diktsson, nær 85
ára, tekur á því
Morgunblaðið/Golli
Líkamsrækt Svavar Benediktsson gefur ekkert eftir í æfingunum og sleppir aldrei úr degi.
Klínik Gísli Sigurðsson hefur leiðbeint Svavari undanfarin fjögur ár.