Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 11

Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 11
Umræðufundur um ffkníefna- vandann Eitt sinn koin kona til prests í litlu þorpi. Hún sagðist liafa áhyggjur af því að sonur sinn reykti svo mikið. Ef þú, séra niinn, talaðir við hann, er ég viss um að hann myndi hætta þessum ósóma”, sagði konan. ‘'Komdu til mín eftir viku og þá skal ég tala við son þinn, sagði presturinn. En þegar konan kom eftir viku skellti presturinn dyrunum næstum á nefið á henni. Komdu eftir hálfan mánuð , sagði liann og skellti hurðinni. Þegar konan kom eftir hálfan mánuð fékk hún jafn kuldalegar mót- tökur. “Komdu eftir tvo mánuði”, sagði presturinn. Konan kom eftir tvo mánuði og hitti prestinn skælbrosan- di á tröppunum. Nú var hann fús til að fara með henni til stráksins síreykjan- di. “Hvernig stendur á þessu prestur minn”, sagði konan. “Þú ert búin að senda mig burtu hvað eftir annað. Þú getur ekki hafa haft svo mikið að gera að þú hefðir ekki tíma til að tala við son minn í fimm mínútur um skaðsemi reykinga.” “Nei, nei “ sagði presturinn. “Það var ekkert mikið að gera. Mér datt bara ekki í hug að það væri svona erfitt að hætta að reykja. Umræðufundur með ungu fólki verður um fíknefna- vandann í Kirkjulundi í kvöld, fimmtudag, kl. 20.30 Stefán Jóhannsson MA, meðferðarfulltrúi talar. Prestar á Suðurnesjum. Keppendur í rallýkrossi þakka fyrir sig! Laugardaginn 18. sept- ember var haldin kvennakeppni í rallý- krossi eða krónukrossi eins og það er kallað og meirihluti keppenda Suður- nesjakonur. Ein af Suður- nesjakonunum lenti í verð- launasæti og var það Sig- ríður A. Omarsdóttir sem lenti í 3. sæti. Eftir að kvennakeppninni lauk fengu Suðurnesjamenn að spreyta sig og var sett upp Suðumesjakeppni sem varð til þess að ekki var mikið eftir af bílunum sem höfðu komust nokkuð heilir út úr kvenna- keppninni. Úrslit urðu þessi: 1. sæti Ottar A. Gunnarsson 2. sæti Pétur Guðjónsson, 3, sæti Sveinn Hilmarsson. þátt- takendur vom sammála um að dagurinn hefði tekist með eindæmum vel og vilja að- standendur keppninnar þakka Georg V. Hannah í úrabúðinni og Jóni Norðfjörð hjá Skipa- afgreiðslunni fyrir góðar mót- tökur með litum fyrirvara. Einnig viljum við þakka öllum fyrirtækjum á Suður- nesjum fyrir góðan stuðning í sumar. Með kveðju. A.I.F.S. Snrefnisvörnr Karin Herzog • enduruppbyggja húðina • vinna gegn öldrunareinkennum • vinna á appeisínuhúð og sliti • vinna á unglingabólum • viðhalda ferskleika húðarinnar • Þær eru ferskir vindar í umhirðu huðarinnar Kynning í Apóteki Keflavíkur föstudaginn 8. okt. kl. 13 -18 & Apótek Keflavíkur Sn yrti vörudeild Sudurgötu 2 - Sími 421 3200 10* ifslátjiim* vöium verslunaiinnaf Syluania (óskaskóguiinn) meðalltað með allt að 50% afslætti 50% afslætti Opidi hádeginu 'gildii ekki þar sem önnui tilbod eru i qangi /STAPAFELL Vy HAFNARGÖTU 29 • SÍMI 421 2300 V íkurfréttir HAUSTDAGAR 1999

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.