Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 9

Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 9
Jóhann neitar að klóra yfir skítinn Jóhann Geirdal (J) sagði á síð- asta bæjarstjórnarfundi að nauðsynlegt væri að bæjar- stjómin tæki „Casino-málið” til efnislegrar umfjöllunar. Hann benti á að mögulegt væri að ýmis leyfi hefðu verið veitt á röngum forsendum, þ.e. að menn hefðu ekki vitað að þetta ætti að vera nektar- dansstaður. Jóhann hélt áfram og sagði að bæjarstjómarfull- trúar yrðu að skoða vel hvort rétt hefði verið staðið að af- greiðslu málsins en ekki reyna að klóra yfir eigin skít. Þá tók Kjartan Már Kjartans- son (B) til máls og tók sér- staklega fram að hann teldi sig ekki eiga þennan skít sem Jó- liann talaði um. Hann sagði að málið hefði ekki farið rétta L:Rlil: 11L LLAL’blKb' leið því menn hefðu vitað til hvers ætti að nota húsið þegar leyfi voru veitt og auk þess var umræddur veitingamaður þegar með áfengisveitinga- leyfi. Kjartan lagði til að mál- ið yrði ekki tafið frekar og bæjarstjómarfulltrúar og fleiri sem sáu um afgreiðslu rnáls- ins, ættu að læra af reynsl- unni. Böðvar Jónsson (D) tók næst- ur til máls og sagði að nú væru fulltrúar J-listans að finna sér leið til að skafa upp skítinn eftir sjálfan sig, en þeir hefðu fengið mörg tækifæri til þess á undangengnum fund- um bæjarstjórnar og bæjar- ráðs. Böðvar sagði það hefði verið rangt að leyfa, títtnefnd- um veitingamanni, að halda áfram framkvæmdum og veita honum öll leyfi, vitandi hvað ætti að fara þarna fram. Ef bæjaryfirvöld hafi aldrei ætlað að leyfa nektardansstað að opna í Reykjanesbæ, þá hefði átt að stöðva framkvæmdir við skemmtistaðinn strax. Til- lagan um að taka málið til efnislegrar umfjöllunar var borin undir atkvæði og sam- þykkt með öllum greiddum atkvæðum. LífæOar á i Myndlistar- og Ijúðasýn- ingin Lífæðar verður sett upp á ellefu sjúkrahúsum víðsvegar um landið á árinu 1999 í boði lyfjafyrirtæk- isins Glaxo Wellcome á Islandi. Sýningin verður opnuð á Heilbrigðisstofnun Suðurnesja föstudaginn 8. október kl. 15. Islenska menningarsam- steypan ART.IS gengst fyrir myndlistar- og ljóðasýningu, sem hlotið hefur nafnið Lífæðar, á sjúkrahúsum víðsvegar um landið á árinu 1999. Sýningunni var hleypt af stokkum á Landspítalanum af heilbrigðisráðherra og for- stjóra Ríkisspítala í byrjun janúar sl. en þaðan fór hún til sjúkrahúsanna á Akranesi, Isafirði, Sauðárkróki, Akur- eyri, Húsavík, Vopnafirði, Seyðisfirði og Selfossi. Tíundi og næst síðasti viðkomustaður sýningarinnitr á hringferð hen- nar um landið er Heilbrigðis- stofnun Suðurnesja þar sem hún verður opnuð föstudaginn 8. október kl. 15. Sýningunni á Heilbrigðisstofnun Suður- nesja lýkur 6. nóvember, en þaðan heldur hún til Sjúkrahúss Reykjavíkur. Atvinna Starfsfólk óskast til ræstingastarfa. Upplýsingar 421 3451. Nýr og betri Subway ... ma Opnum á Hafnargotu 32 laugardaginn 9. oktober Opnunartilboð laugardag og sunnudag 2. Þú kaupir eina 6 tommu og miðstærð af Coca-Cola og færð aðra 6 tommu fría*. Fjölskyldutilboð: Þú kaupir tvær 12 tommur og 2 lítra af Coca-Cola og færð eina 12 tommu fría'. •Qlldir aðelns 9. og 10 október. Qildir ekhl með öðrum tllboðum Qreltt er fyrir dýrarl kafbátana. -suBuiny' Ferskleiki er okkar bragð.™ tlAFMARQÖTU 32 - KEPLAVÍK - 5Íhl 421 7756 Víkurfréttir HAUSTDAGAR 1999

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.