Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 30
Erótíkin, - og vandi bæjarstjómar
Höfnun bæjarstjórnar á
áfengisveitingaleyfi til
handa Jóni Magnúsi
Harðarsyni hefur
orðið tilefni blaðaaskrifa.
Síðasta tölu-
blað Víkur-
frétta gerir
úttekt á mál-
inu undir
fyrirsögninni
“Klúður hjá
bæjarstjórn"
þar sem koma
fyrir stór orð
um ólögmæta ákvörðun,
þvingun bæjarstjórnar og
valdníðslu að veita ekki vín-
veitingaleyfi fyrir nekrar-
dansstað Jóns í Gróf.
Kjartan Már Kjartansson,
(B-lista) varaforseti bæjar-
stjórnar sér ástæðu til þess
að útskýra fyrir bæjarbúum
af hverju hann var fylgjandi
leyfinu. Það er vegna þess
að annars hefði hann þurft
að brjóta lög og sem ábyrg-
ur bæjarfulltrúi gat hann
það ekki. Mér þótti sjón-
armið bæjarfulltrúans
merkilegt. “Það hefur
ekkert að gera með hvað
mér finnst um nekrtar-
dansstaði almennt. Við
verðum að fara eftir gildan-
di lögum hverju sinni.
Bæjarfulltrúar geta ekki
leyft sér að brjóta lög eða
| reglu eða halda að
bæjarstjórn eigi að vera
siðgæðissamviska bæjar-
búa.” segir Kjartan Már.
Lögfræði er fræðigrein sem
fæst við að lýsa og skýra rétt-
inn. Stundum er vandséð hver
er rétt niðurstaða í máli og
leita þarf til dómstóla um
ágreining manna, sé önnur
leið ekki fær. Sveitarstjómir
hafa ákveðnum skyldum að
gegna þótt stundum sé vand-
ratað til réttrar niðurstöðu svo
öllum lfki. Samkæmt áfengis-
lögum skal sækja um leyfi til
áfengisveitinga á veitingastað
til sveitarstjómar í viðkom-
andi sveitarfélagi. Það er á
valdi bæjarstjómar að veita
leyft eða gera það ekki, en
sveitarstjóm skal rökstyðja
niðurstöðu sína og gera grein
fyrir þeim sjónarmiðum sem
henni réðu. Við endumýjun
leyfa má haga gildistíma
þeirra með hliðsjón af þeirri
reynslu sem fengist hefur af
veitingarekstrinum. Það er til-
gangur löggjafans með þess-
um ákvæðum að gera sveitar-
stjómum mögulegt að geta
stýrt eða haft áhrif á þróun
skemmtana- og veitinga-
rekstrar í hverju sveitarfélgi
fyrir sig og grípa inn í þá
atburðarás ef til óheilla horfir
t.d.um vímuefnaneyslu, vændi
eða ef reksturinn truflar
almannarfrið. I hegningar-
lögum segir að "hver sem
með lostugu athæfi særir
blygðunarsemi manna eða er
til opinbers hneykslis skal
sæta fangelsi allt að 4 ámm,
en fangelsi allt að 6 mánuðum
eða sektum ef brot er smá-
vægilegt.” og “ Ef klám birtist
á prenti, skal sá, sem ábyrgð
ber á birtingu þess eftir
prentlögum, sæta sekturn eða
fangelsi allt að 6 mánuðum.
Sömu refsingu varðar það að
búa til eða flytja inn í út-
breiðsluskyni, selja, útbýta
eða dreifa á annan hátt út
klámritum, klámmyndum eða
öðrum slíkum hlutum, eða
hafa þá opinberlega til sýnis,
svo og að efna til opinbers
fyrirlestrar, eða leiks, sem er
ósiðlegur á sama hátt.” Af
þessu má sjá að það getur
reynst þrautin þyngri að vera
sveitarstjómarmaður þegar
einhver vill fá sér vínveitinga-
leyfi til að styðja við erótíkina
að sínum skilningi í bænum.
Kjartani Má er vorkunn í
sínum vanda.
Tilgangur Jóns í Grófinni er
að selja nekt, efna til leiks
sem getur sært blygðunarsemi
manna. Að hafna því er ekki
lögbrot heldur sýnist mér
bæjarstjóm vera að hafna
stuðningi við starfsemi sem
getur varðað við lög, verið
lögbrot eða brot á almennu
siðgæði. Varla ætlar Kjartan
sér slfkt, eða hvað? Það er
ekki ætlan mín að leggja mat
á ákvörðun bæjarstjórnar, það
er annarra þurfi til jtess að
koma, en hún virðist rétt
miðað við yfirlýstan tilgang
umsækjanda en e.t.v. röng út
frá almennum forsendum.
Heimilt er að bera ákvörðun
sveitarstjómar undir úrskurð-
amefnd um áfengismál sem
úrskurðar um ágreininginn.
Kjartan Már hefur af því
áhyggjur að ólögmæt
ákvörðun bæjarstjómar muni
baka bæjarsjóði kostnað. Að
því geti hann ekki staðið.
Abyrgð bæjarfulltrúa sem
höfnuðu umsókninni er mikil
að hans mati. Ef Kjartani Má
er annt um að farið sé að
lögum og varfæmi sýnd, hvar
var hann þá staddur þegar
bæjarstjóm tók ákvörðun um
að skuldbinda bæjarsjóð um
níuhundmð og fimmtíu
milljónir vegna fjölnota fót-
boltahúss þvert á lögfræðiálit
þess efnis að sá samningur
bryti í mjög líklega bága við
ákvæði Evrópska efnahags-
svæðisins um útboð. Sú
ákvörðun getur e.t.v. bakað
bæjarsjóði háar sektargreiðs-
lur. Það ntál sætir nú rannsókn
hjá Eftirlitsstofnun EFTA.
Það sem Kjartan Már vill vera
láta ábyrga afstöðu bæjarfull-
trúa, virðist mér vera
“búmerang” út í loftið sem
hittir hann sjálfan. Slíkt getur
gerst, ekki væni ég hann um
skinhelgi.
Skúli Thoroddsen
Enn
Mikið er orðið hart í heimi hér
þegar fólki er meinað að
nota lýðræðislegan rétt sinn
til að koma í veg fyrir að
óæskileg starfsemi fái starfsleyfi, á
ég þá við fyrirhugaða klámbúllu í
Grófinni. Menn geta fundið ýmis
falleg nöfn á klámi, en klám er og
verðuralltaf klám. Klámi hefur
alltaf og mun alltaf fylgja spilling,
sama hvar það er viðhaft, jafnvel
hér í Reykjanesbæ. Það verður ekki
fram hjá því litið að því fylgir vændi
og eiturlyf eru ávalt á næstu grö-
sum. Þetta er það sem fjöldi fólks í
bæjarfélagi okkar gerir sér grein
fyrir og vill því ekki að margum-
ræddur nektarstaður verði opnaður.
Það er alls ekki vegna einhverrar
illkvittni í garð Jóns M. Harðarsonar
að fólk hefur jxssa afstöðu, heldur
höfum við áhyggjur af afleiðingum
þess á bæjatfélagið og þá sérstaklega á
unga fólkið okkar. Mig furðar
um erótík og
viðbrögð ritstjóra Víkurfrétta og
annarra sem tönnlast á því að það sé
ekki hægt og megi bara alls ekki
banna honum Jóni að opna þennan
stað. Það er skrýtið lýðræði þar sem
fólki er leyft að hella yfir okkur alls-
konar sora í nafni lýðræðisins, en
meirihluti bæjarbúa hefur ekki rétt til
hins sama lýðræðis, til að verjast og
hafna soranum. Eg er ekki hér með að
segja það að Jón hafi það í hyggju að
koma á vændi eða sölu eituríyfja, ég
tilreikna honum ekki slíkar áætlanir,
en í kring um starfsemi sem þessa
verða alltaf til slíkir óæskilegir hlutir
og auk þessa þá er óþarfi að ögra
hjónaböndum og heimilislífi bæjarbúa.
Það er með ólíkindum að menn skulu
gera lítið úr persónulegu siðferðissjón-
armiðum bæjarfulltrúa. Þegar fólk er
kosið til ábyrgðarstarfa er því uppálagt
að fara eftir eigin sannfæringu og
samvisku, síðan jregar það gerist eins
og nú að menn greiða atkvæði eftir
UULI TIL fiL/d’blKk
samvisku
sinni ætlar
allt að
verða vit-
laust. Til
hvers er
annars ver-
iðað
leggja mál,
eins og t.d.
þessi, fyrir
bæjarstjóm, ef menn mega ekki taka
málefnilega afstöðu til jreirra. Ég vil
hrósa þeim hjá J-listanum fyrir einurða
afstöðu jreirra í jressu máli.
I fréttum sjónvarpsins á sunnudags-
kvöld vakti það athygli rnína að
Stígamót em að fjalla um stórútgerð
erlendra klámhringja og hafa þær
greinilega áhyggjur af þteirri þróun
sem verið hefur í henni Reykjavík,
sínir það að það er ekki bara hér í
Reykjanesbæ að fólk vill láta í sér
heyra og hafa áhrif á þróun mála.
klám
Það er fyrir almannaheill að ég, og ég
þori að fullyrða, flestir bæjarbúar,
viljum ekki sjá þessa starfsemi innan
okkar bæjarmarka.
An þess að þekkja Jón M. Harðarson,
þá hef ég þó þá trú á honum að hann
geti sómað sér vel í öðru starfi og haft
góðar tekjur af, honum og fjölskyldu
hans til heilla.
Ég vil trúa því að Jón fái séð, að jressi
starfsemi sem hann hefur haft í hyggju
að opna, er hvorki honum né bæjar-
félagi okkar til framdráttar og að hann
dragi kæm sína til baka.
Að lokum vil ég segja það að ég og
söfnuður minn (Hvítasunnukirkjan-
Vegurinn) biðjum blessunar Drottins
fyrir Jón og fjölskyldu hans.
í Guðs friði,
Tómas Ibsen.
V íkurfréttir