Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 31

Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 31
r ~i Saumahlúbburinn Heklan lagður niður! Eg er búinn að liggja andvaka síðustu nætur eftir að ég konist að þessu með sauma- klúbbinn hjá konunni minni. Það er nefnilega þannig að einu sinni í mánuði hefur konan mín liorfið út af heimilinu til þess að hitta aðrar konur og skilið mig einan eftir með uppvaskið og barnagæl- umar. Það verður að segjast eins og er að ég hef verið tortrygginn á þessar ferðir og það upplýsingastreymi sem konan hvíslar glaðlega inn í eyrað á mér þegar hún hverfur út af heimilinu í nokkra klukkutíma. Síðan vakna ég reglulega upp við það að hún skellihlær í svefni hálfa nótt- ina. Getur verið að þær séu s v o n a svakalega skemmtileg- ar þessar kell- ingar... Ég ákvað að skoða þetta nánar. Og það tækifæri gafst þegar konan mín hélt næsta saumaklúbb heima hjá okkur. Það er þannig með mína konu að henni finnst að ég eigi að vera allt annars staðar en heinta hjá ntér þegar kelling- amar koma en nú lék ég á hana. Ég smeygði mér inn bak við gardín- urnar þannig að ég hafði gott útsýni yfir klúbb- inn. Gat verið að hér færi eitthvað ósiðlegt fram? Smátt og smátt kontu konumar sér fyrir og fóru að segja hinar og þessar sögur, sumar sögurnar svo grófar að Jói dónalegi hefði blikn- að í samanburði. En þær virtust skemmta sér I konunglega og hlógu og j hlógu viðstöðulaust, ég kom næstum því upp um mig . þegar ég kæfði í mér hlát- | urinn. Þetta var reyndar | orðið þreytandi að standa I svona upp á endann og I fylgjast með en ég komst að ýmsu um þennan klúbb. . Konurnar voru ekkert að j sauma heldur drukku þær | óhóflega kaffi og sumar I jafnvel líkjör. Þetta fannst I mér algjörlega óviðeigandi þannig að ég hóaði sarnan ! neyðarfund með eigin- . mönnunum. Hingað og | ekki lengra. Með sex at- I kæðum gegn fimm ákváð- I um við að konurnar okkar I skildu hætta þessu klúbb- j veseni. Það var J ómögulegt að | vita hvernig | þetta endaði, I kannski í ein- I hverju ósið- legu. Kannski hefðu þær | strippara á | einu klúb- I bkvöldinu. • Einn okkar hugsaði svo mikið að | hann sá ekkert | framundan ann- l að en að við I yrðum aldrei j annað en ein- stæðir feður grát- . andi utan í hvor- | unt öðrum. | Reyndar tóku I konurnar þetta I illa upp og sögð- j ust ekki hlusta á . svona yfirgang | og valdboð sem | líktist stjómsemi I yfirvalda í aust- I antjaldslöndunum sálugu. j En ntér fannst ég vera að passa konuna mína og skil | ekki alveg þessa landa- | mæralínu sem er kominn á I mitt rúmið.... meira síðar! I Með kveðju, Boði. ___________________________I „Reyndartóku konurnar þetta illa upp og sögðust ekki hlusta á svona yfirgang og valdboð sem líktist stjórnsemi ytirvalda í austantjalds- löndunum sálugu" komdu med í 30-90 daga átaksprógram og haltu upp á aldarmótin aukakílóalaus. Upplýsingar í síma 897 6304. Díana Bólusetning gegn inflúensu Bólusetning gegn inflúensu hefst fimmtu- daginn 7. október. Hverja á að bólusetja? Alla einstaklinga eldri en 60 ára. Öll börn og fullorðna sem þjást af langvinnum hjarta-, lungna-, nýrna- og lifrarsjúkdómum, sykursýki, illkynja sjúkdómum og ödrum ónæmisbælandi sjúkdómum. Brýnt er að bólusetningu Ijúki eigi síðar en í nóvember- lok. Við viljum einnig minna á bólusetningar gegn lungnabólgu á 10 ára fresti til handa öllum sem eru eldri en 60 ára og á 5 ára fresti til handa öllum einstaklingum sem eru í sérstökum áhættuhópum. Tímapantanir alla virka daga kl. 13.00 - 16.00 Heilsugæslustöðin Keflavík, sími 422 0500 Heilsugæslustöðin Garði, sími 422 7080 Heilsugæslustöðin Grindavík, simi 426 7000 Tímapantanir alla virka daga kl. 08.30 - 11.30 Heilsugæslustöðin Sandgerði, sími 423 7414. Yfirlæknir og hjúkrunaframkvæmdarstjóri. V íkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.