Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 16

Víkurfréttir - 07.10.1999, Blaðsíða 16
Kárí Gunnlaugsson „leggur spjöldin á hilluna“ á alþjóðavettvangi o Keflvíkingurinn Kári Gunnlaugsson, knattspyrnudómari, ákváð síðastliðið vor að keppnistímabilið 1999 yrði sitt síðasta sem aðstoðardómara á alþjóðavettvangi og í efstu deild á íslandi og lauk hann ferlinum með sæmd í bikarúrslitaleik KR og ÍA um þar síðustu heigi. Úr barnmargri útgeröarætt frá Árskógsströnd í Eyjafirði Kári er fímmti í átta systkina liópi foreldra sinna Gunnlaugs Kárasonar og Baldvinu Guð- laugsdóttur en faðir hans lést fyrir þremur árum síðan. „Já, við erum mörg systkinin. Ebba er elst, síðan koma Mar- grét, Björgvin, Gunnlaugur, ég sjálfur, Albert, Víðir og Andrea. Mamma átti Ebbu fyrir tvítugt og Andreu eftir fertugt og er því 25 ára aldursmunur á elsta og yngsta barninu. Ebba, móðir þeirra Óla Þórs og Jóa Magnússona, og Margrét búa hér í Keflavík og Björgvin náði sér í konu hér, Hafdísi Sigurbergsdóttur, og hafði með sér norður yftr heiðar. Pabbi rak eigin útgerð, Otur hf., og fóru bræður mínir strax með honum í sjómennskuna. Þó náði Björgvin því að verða Islandsmeistari með Keflavík suntariðl969 en 1971 fór hann norður og gerðist skip- stjóri á bát útgerðarinnar." Fjórtán ára í fyrsta meistara- flokksieiknum „Eg steig mín fyrstu spor í meistaraflokki Reynis frá Ár- skógsströng 1968, þá 14 ára gamall, og náðum við því bræðumir að spila 4 saman í liðinu. Eftir gagnfræðapróf frá Reykjarskóla f Hrútafirði 1971 flutti ég suður til Möggu systur í atvinnuleit og vegna þess að fótboltinn sunnan heiða heillaði. Þegar suður var komið dreif Siggi Steindórs mig á æfingar en hann var allt í öllu hjá KFK á þessum tíma.“ Tíu ára meistaraflokksferill „I 1. deildarlið Keflvíkinga komst ég 1974 og lék ég með liðinu samfellt til 1984 en þá voru fótboltaskómir teknir til annarra nota. Meistaraflokks- leikimir urðu eitthvað yftr 100 og leiknir 12-14 Evrópuleikir að auki. Eins og hjá mörgum knattspyrnumönnum hófst ferillinn í fremstu víglínu og endaði í þeirri öftustu. Þegar ég hætti þrítugur að aldri voru farnir að vera talsverðir árekstrar milli vaktavinnunnar sem ég er í, fjölskyldunnar og æfmganna.“ Vildi halda tengslun- um og hjálpa Keflavík „Undir lok ferilsins fór að bera á því að Keflvíkinga Víkurfréttir

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.