Víkurfréttir - 16.03.2000, Síða 7
SÍMINN
Kveikt í þremur bifreiðum
Lögregla og slökkvilið höfðu í nógu að snúast á aðfaranótt föstudags. Tilkynnt var um eld í
þremur bifreiðum þessa nótt. Tvær þeirra stóðu við Hrannargötu í Keflavík og ein við Fram-
nesveg. Greiðlega gekk að slökkva eldana en bílarnar gereyðilögðust. Málið er í rannsókn.
VF-mynd: Hilmar Bragi
www.siminn.is í Hafnarfirði kostar 7 krónur og 22 aura í almenna símkerfinu.
Mínútan kostar 78 aura á kvöldin og 1,56 kr. á daginn hvert á land sem er. Upphafsgjald er 3,32 kr.
Sjónvarps-
þættirvið
Garð-
skagavita
Líkur eru á því að Garðurinn
breytist brátt í Hollywood okk-
ar Suðumesjamanna. Drauma-
smiðjan hefur hug á að fram-
leiða sjónvarpsþætti, þ.e. of-
beldislaust barnaefni, sem
hugsanlega yrðu teknir upp við
Garðskagavita. Fyrirtækið hef-
ur jafnframt áhuga á að fá
starfsaðstöðu í Reykjanesbæ
eða nágrenni. Menningar- og
safnaráð Reykjanesbæjar tók
fyrirspurnina nýlega fyrir á
fundi sínum en málið er enn í
skoðun.
Leikskóli
í Fjölbraut
Lagt var til á fundi skólanefnd-
ar F.S á dögunum að leikskóla
yrði komið upp í framtíðinni
innan skólans. Leikskólinn yrði
ætlaður bömum nemenda og
kennara skólans. „Þar gætu
nemendur einnig öðlast starfs-
þjálfun í umönnun bama“, eins
og segir í bókun nefndarinnar.
Dagnýmeðburt-
fararprófstónleika
Dagný Þ. Jónsdóttir,
sópransöngkona, heldur
burtfararprófstónleika í
Smára, tónleikasal Söng-
skólans n.k. laugardag kl.
14. Undirleikari hennar er
Ólafur Vignir Aibertsson.
Á efnisskránni eru sönglög
og aríur eftir Fauré,
Strauss, Barber og fleiri
snillinga. Aðgangur að tón-
leikunum er ókeypis.
7