Víkurfréttir - 16.03.2000, Síða 12
Svni: 423 0410 . .r
ru:4tto4tt www.dufytree.is
Pói lltng: dut/trfHdutylrit
FRIHOFNIN
llllftTÖ* KIIUVlKUIUUOVIUI
Atvinna
Fríhöfnin
Keflavíkurflugvelli
Óskar eftir starfsfólki í afleysingastörf í sumar
og haust. Um er að ræða vaktavinnu í heilu
og hálfu starfi auk töluverðrar yfirvinnu.
Sérstaklega er leitað eftir áhugasömu fólki
20 ára og eldri sem getur hafið störf í maí
og starfað allt fram að jólum.
Umsóknareyðublöð liggja frammi á skrifstofu
Fríhafnar í Flugstöð Leifs Eiríkssonar og
óskast umsóknum skilað fyrir 31. mars n.k.
Reykjanesbær
Atvinna
Dagdvöl aldraðra Suðurgötu 12-14
Reykjanesbæ auglýsir eftir
starfsmönnum í 50% störf.
Um er að ræða umsjón í Dagdvöl,
vinnutími er annarsvegar kl. 08-12 og
hinsvegar 12-16. Laun eru skv.
kjarasamningi S.T.R.B. og
Reykjanesbæjar. Umsóknarfrestur er
til 31. mars n.k. og skulu umsóknir
berast starfsmannastjóra,
Tjarnargötu 12, 230 Keflavík.
Nánari upplýsingar veitir
forstöðumaður í síma 421 4669.
Starfsmannastjóri.
Lyftara-
rúnturinn
Það var ófögur sjón sem
blasti við starfsmönnum
Húsasmiðjunnar í Keflavík
er þeir mættu til vinnu á
föstudagsmorgun. Lyftara,
sem lagt var í portinu á bak-
við verslunina, hafði verið
ekið utan í vírnetsgirðingu
umhverfis portið og hún
brotin niður á 8 metra kaila.
Lyftarahurðin lá á jörðinni
skammt frá lyftaranum þeg-
ar lögreglan kom á staðinn
og þrjóturinn var auðvitað
stunginn af.
Sömu nótt voru skemmdir
unnar á bát sem stóð við Iða-
velli 3, skammt frá Húsasmiðj-
unni, og grunur leikur um að
sami skemmdirvargur hafi ver-
ið þar á ferð að svala físnum
sínum. Rúður voru brotnar í
bátnum en eigandi hans hafði
lagt honum þarna, þar sem
hann var að lagfæra hann. Mál-
in em í rannsókn.
Minnihlutínn vill
deiliskipulag fyrir
Innri-Njarðvík
Lóðamál í Reykjanesbæ eru
enn í hámæli en hefur lóða-
skortur verið í bæjarfélaginu
um nokkurt skeið. Ólafur
Thordersen (J) lagði fram til-
lögu fyrir hönd minnihlutans á
fundi bæjarstjómar Reykjanes-
bæjar s.l. þriðjudag, að nú þeg-
ar yrði hafist handa við gerð
deiliskipulags fyrir Innri Njarð-
víkurhverfi. „Gera skal ráð fyr-
ir blandaðri byggð og að hverf-
ið geti rúmað rúmlega 2000
Sjómaður
féll utbynðis
Skipstjórinn á Austurborg
GK 1 tilkynnti lögreglu síð-
degis á föstudag að þeir væru
á leið með sjómann í land
sem hefði fallið útbyrðis.
Maðurinn hafði verið við
vinnu sína á þilfarinu og fall-
ið útbyrðis en engi vitni voru
að slysinu. Þegar slysið átti
sér stað var skipið á dragnót-
arveiðum á Hafnaleirnum.
Skipverjar notuðu björgun-
arnet og björgunarhring til
að bjarga manninum. Hann
var fluttur á Heilbrigðis-
stofnun Suðurnesja til að-
hlynningar þega hann kom á
land, en hann var orðinn
mjög kaldur eftir volkið.
manns. En það er æskileg
stærð svo um sérstakt skóla-
hverfi geti verið að ræða“,
sagði í tillögu Ólafs.
Ellert Eiríksson (D) lagði til að
tillögunni yrði hafnað þar sem
ekki væri tímabært að sam-
þykkja hana og vísaði í undir-
búning á íbúðabyggð á
Grænás-, Nikkel- og Innri-
Njarðvíkursvæði.
Jónína Sanders (D) tók undir
með Ellerti og lagði til að til-
löga Ólafs yrði vísað frá. Jó-
hann Geirdal (J) gat þá ekki
lengur orða bundist og sagði að
það væri rétt að verið væri að
vinna að deiliskipulagi fyrir
Grænás en sú vinna væri ekki
hafin fyrir Innri-Njarðvík og
um það snerist málið.
Meirihlutínn samþykkti að vísa
tillögu Ólafs frá en Böðvar
Jónsson (D) sat hjá í atkvæða-
greiðslunni.
Kveimakór Suðurnesja á
alHóðlegt kóramót á (rlandi
Þann 26. apríl n.k. mun
Kvennakór Suðumesja halda
utan á Cork International
Choral Festival sem haldið er
í Cork á írlandi. Mót þetta
hefur verið haldið á ári hverju
síðanl954 og skapað sér góð-
an orðstýr fyrir gæði og gott
skipulag.
Vegna mikillar aðsóknar á
mótið þarf að senda upptöku
með a capella lögum fluttum
af kórum sem dómnefnd
hlustar á og velur inn á mótið.
Kvennakór Suðumesja er í ár
einn af fimmtán kórum utan
Irlands sem boðið er á mótið
auk hinna fjölmörgu írsku
kóra sem taka þátt. Mótið
stendur í fjóra daga og mun
kórinn koma fram og syngja
víðsvegar um Cork. Stjóm-
andi kórsins er Agota Joó og
undirleikari Vilberg Viggós-
son.
Vortónleikar kórsins verða
þrír að þessu sinnilO. og 12.
apríl í Ytri Njajðvíkurkirkju
kl:20:30, og í Ými, húsnæði
Karlakórs Reykjavíkur 15.
apríl kl: 17:00.
Stjórn Kvennakórs
Suðurnesja.
12