Víkurfréttir

Eksemplar

Víkurfréttir - 16.03.2000, Side 18

Víkurfréttir - 16.03.2000, Side 18
Fréttir úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar 2000 \W* Gatnagerð Gatnagerðar- framkvæmdir í fullum gangi Miklar framkvæmdir hafa veriö á vegum Reykjanesbæjar á siöasta ári og á þessu ári lítur út fyrir aö þær veröi engu minni. Stærstu verkefnin á árinu sem leiö, að sögn Sveins Núma Vilhjálmsson- ar verkfræðings tæknideildar Reykjanesbæjar, voru framkvæmdir vegna einsetningar grunnskólanna og lokiö var viö byggingu nýs grunnskóla, Heiðarskóla. Viöbygging Tjarnarsels var einnig fokheld og skipt var um þak á íþróttahúsi Njarðvikur og nýju loftræstikerfi komiö þar fyrir. Fráveituframkvæmdir voru nokkuö fyrirferöamiklar en m.a. var snið- ræsi lagt frá Bolafæti aö Stekkjar- koti og yfirfallslögn lögö frá Bola- fæti 300 metra á haf út. Sveinn Númi sagöi aö gatngeröar- framkvæmdir heföu gengiö mjög vel á síðasta ári og þar var hvergi slegiö slöku við. Nýjar götur voru m.a. lagöar við Stapabraut, Ægisvelli, Heiðarenda og Krossmóa auk þess sem nokkrar eldri götur vgru endurbyggðar. „Á þessu ári munum við Ijúka lóða- framkvæmdum viö grunnskólana og viðbyggingu Myllubakaskóla og Njarövíkurskóla", segir Sveinn Númi. „Einnig stendur til að byggja stöðv- arhús fyrir fráveitu við Bolafót í Njarðvík og leggja sniöræsi frá Stekkjarkoti aö Akurbraut í Innri Njarövík. Viöbyggingu Tjarnarsels og frágangi á lóð lýkur á þessu ári og settar veröa lyftur og nýtt kall- kerfi í iþróttahúsiö í Njarövík.'' „Hvað gatngerðaframkvæmdir á þessu ári varöar, má nefna nýjar götur við Gýjuvelli og Bakkaveg og endurbyggingu á hluta Túngötu, Holtsgötu og Kirkjuteigi", segir Sveinn Númi. „Að auki eru óteljandi minni framkvæmdir ótaldar, svo sem malbikun og viðhald gatnayfir- borös og lagnakerfa, fegrun og uppbygging útivistasvæða o.s.frv." Áætlaðar fjárfestingar 2000 Áætluö Áætlaöar gjöld 2000 tekjur 2000 Fjárfestingar/nýframkvæmdir 980.492.000 76.140.000 Yfirstjórn sveitarfélagsins 3.903.000 Leikskólar 5.117.000 Tjarnarsel, endurbætur 24.700.000 Nýr leikskóli viö Vallarbraut 98.350.000 Húsnæöisnefnd 13.025.000 Dvalarheimili aldraöra 8.845.000 Grunn- og tónlistarskólar 421.970.000 Fjölbrautaskóli Suöurnesja 1.537.000 Menningarmál 7.630.000 Iþróttamiöstöö Njarövikur 15.800.000 íþrótta- og tómstundamál 28.464.000 Bruna- og almannavarnir 9.545.000 Sorpeyöing 495.000 Skipulags- og byggingarmál 25.000.000 Götur, holræsi og umferðamál 88.700.000 -Gatnageröargjöld 51.140.000 Framkvæmdir viö fráveitumál/hreinsistöö 208.500.000 -Sérstakt fráveitugjald 25.000.000 Almenningsgaröar og útivist 500.000 Sjúkrahús Suðurnesja, D-álma og stofnbúnaöur 7.271.000 Önnur útgjöld 340.000 Rekstur eigna 1.800.000 Vélamiöstöð 1.200.000 Vatnsveita 7.800.000 Dagdvöl aldraðra Vantar fleiri pláss Dagdvöl aldraöra er starfrækt að Suöurgötu 12 og þar dvel- ja aö öllu jöfnu um 13 manns á dag. Inga Lóa Guömunds- dóttir forstöðukona, sagði að þau önnuöu þó engan vegin eftirspurn á plássi. „Sótt hef- ur veriö um aukningu á leyf- um frá Heilbrigðis- og trygg- ingamálaráöuneyti á hverju ári, en dagvist er þannig byggð upp aö ríkiö veitir leyfi og greiöir daggjald með hver- ju einstaklingi en bæjarfélag- iö leggur til húsnæöi og rekur það. Síöan greiðir hver ein- staklingur 500 kr. á dag en hlutur einstaklinga hefur ekki hækkaö frá því aö dagdvölin var opnuö áriö 1992", segir Inga Lóa og bætir viö að upp- haflega hafi verið pláss fyrir 10 manns en þeim hafi fjölg- að um þrjú eftir sameiningu sveitarfélaga. í Dagdvöl er boöið uppá flutningsþjónustu til og frá heimili einstaklinga, fullt fæði, aðstoð við bööun og líkamlega hirðu, létta líkams- þjálfun, hvíldaraðstöðu, tóm- stundaiðju en aldraöir hafa einnig nýtt sér það tóm- stundarstarf sem bæjarfélag- ið býður uppá. Inga Lóa segir aö þeir ein- staklingar sem nýta sér þessa þjónustu séu almennt mjög ánægðir meö hana. „í mörg- um tilfellum hefur þessi þjón- usta rofið mikla og djúpa ein- angrun sem einstaklingur hefur verið kominn í. Þetta er eins og fjölskylda sem eyðir deginum saman", segir Inga Lóa. 18

x

Víkurfréttir

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.