Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 20

Víkurfréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 20
Fréttir úr bæjarstjórn Reykjanesbæjar 2000 Skólamál Miklar breytingar á skólastarfi Á s.l. ári breyttist skólaskip- an í Reykjanesbæ þannig aö allir skólar þjóna nú sínu hverfi. Fjöldi nemenda í hverjum skóla er svipaður, rúmlega 400 nemendur. Þurftum að endurskipu- leggja allt í Holtaskóla ,sem hefur verið unglingaskóli s.l. 40 ár, er nú með nemendur frá 1.-10. bekk. Sigurður E. Þorkelsson, skólastjóri Holtaskóla segir að í raun sé um nýjan skóla að ræöa og því var nauðsynlegt aö endurskipuleggja nánast alla starfsemi hans og um- hverfi. „Fyrstu mánuði skóla- ársins fór mikill tími í að að- laga skólann aö breyttum að- stæðum og færa starfiö í nýj- an farveg eftir því sem reynslan kenndi okkur dag frá degi. Má þar nefna útivistar- tima yngstu nemendanna, hvernig best var að sameina sund, leikfimi og matreiðslu- tima án þess að hlé myndað- ist í töflum nemenda og finna út hvernig mötuneytis- málum nemenda væri best fýrir komið. Þótt við hefðum haft mötuneytisaöstööu fyrir eldri nemendur hér áður fyrr er það allt annar hlutur þegar þarf að bjóöa nemendum allt frá 6 ára aldri upp á heita máltíö í hádeginu og sjá til þess að örtröð og árekstrar mynduðust ekki í matsal. Fljótlega tókst að þróa gott fyrirkomulag í mötuneytinu", segir Sigurður. Föst viövera yngri barna Samkvæmt ákvöröun bæjar- stjórnar var boðið upp á fasta viðveru í skólanum fyrir yngstu nemendurna eftir kennslu. Sigurður segir aö það hafi verið einn af þeim þáttum sem tók tíma að þróa þannig aö nemendur nytu útiveru, innileikja, kennslu og þeirrar þjónustu sem slíkri starfsemi fylgir. Seinkun á framkvæmdum Hann segir að þrátt fyrir ýmsa góða punkta þá hafi félags- starfsemi nemenda átt erfitt uppdráttar í vetur og skýrir það m.a. með seinkun á fram- kvæmdum við félagsaðstöðu nemenda. „Nemendur hafa þó reynt aö bjarga sér eftir bestu getu og kunnum við þeim þakkir fyrir þá þolin- mæði sem þau hafa sýnt", segir Sigurður en auk nýrra félagsaðstöðu hafa ýmsar aðrar framkvæmdir verið við skólann. „Því miður hefur bókasafnið ekki enn komist í notkun en framkvæmdir hófust ekki við það fyrr en um jól", segir Sigurður og bætir við að hann vonist til að úr því rætist bráðlega. Breyttar áherslur í kennslu Sigurður segir aö ný aðal- námskrá grunnskóla, sem tók gildi á s.l. ári, geri ráð fyrir miklum breytingum í grunnskólum landsins. „í námskránni koma fram breyttar áherslur í kennslu og starfsháttum inn- an skólans. Nú þegar höfum við aðlagað okkur að hluta að þessum breytingum en gert er ráð fyrir að 2 ár taki að koma þeim á aö fullu. Á næsta vetri verður ensku- kennsla færð niður í 5.bekk, upplýsingamennt verður kennd i öllum árgöngum og aukin áhersla lögð á stærð- fræði og raungreinakennslu. Við teljum að áorðin breyting á skólaskipan Reykjanesbæjar sé spor í rétta átt og hafi tek- ist allvel þó ýmsir erfiðleikar hafi orðið á vegi okkar. Okkur finnst að bæjaryfirvöld hafi staðið sig vel og okkur skilst að á þessu ári verði aðbúnað- ur og aðstaða allra grunn- skólanna hér í Reykjanesbæ orðin sambærileg. Að lokum vil ég nota tækifærið og þakka starfsfólki Holtaskóla fyrir frábær störf á þessu skólaári enda er gott starfs- fólk lykillinn að farsælu skólastarfi", segir Sigurður skólastjóri að lokum. Fjölskyldu- og félagsmál Ahersla á jákvæða mynd Fjölskyldu- og félagsþjónustan er þjónustustofnun sem starfar skv. lögum um félagsþjónustu sveitar- félaga og barnaverndarlögum, auk ýmissa annarra laga. Helstu verk- efni eru barnavernd þ.m.t. sál- fræöi og félagsráögjöf, öryggismál barna, fjárhagsaöstoö og ráögjöf, húsaleigubætur, félagslegt hús- næði, félagsleg heimaþjónusta, daggæslumál (gæsluvellir og dag- mæður), málefni aldraöra- öryrkja og fatlaðra, jafnréttismál, áfengis- og tóbaksvarnir og framtalsmál. Hjördis Árnadóttir, félagsmálastjóri, segir að lögð sé sérstök áhersla á já- kvæða ímynd stofnunarinnar og að félagsþjónusta í sem víðustum skilningi, þ.m.t. barnavernd, sé já- kvætt þjónustuúrræði. „Með þessu breytta viðhorfi til barnaverndar, hefur oröiö mikil aukning í þeim málaflokki á undanförnum 2- 3 árum. Foreldrar leita sjálfir í mun ríkara mæli eftir aðstoð en áður", segir Hjördís. Aukið góðæri í þjóðfélaginu hefur haft þau áhrif, að sögn Hjördísar, að dregið hefur úr fjárhags- aðstoð við einstaklinga síöustu tvö ár, en húsa- leigubætur fara vaxandi. „Það er töluverður fjöldi leigjenda í Reykjanesbæ, en þar erum við á lands- visu næst á eftir Reykja- vík. Reyndar er það svo með flesta málaflokka, t.d. erum við næst á eftir Reykjavík með fjölda framfærsluþega, fjölda barnaverndarmála, þ.m.t. kynferöisbrotamála, fóst- urmála o.fl. Við teljum þó ekki að það sé af því hér sé verra mannlíf en ann- ars staðar, frekar að þjónustan er sýnileg og markvisst tekið á mál- um“, segir Hjördís. Á skrifstofunni starfa 8 manns, þar af þrír félags- ráðgjafar og sálfræöing- ur en auk þess starfa um 40 manns við önnur störf s.s. ummönnun aldraðra, félagslega heimaþjón- Hjördís Arnadóttir, félagsmálastjóri ustu, tilsjón, liðveislu, persónu- lega ráðgjöf, á gæsluvöllum o.fl. „Þær breytingar sem við sjáum helst framundan er fyrirhugað- ur flutningur málefna fatlaðra til sveitarfélaga, en eins og er er hluti málaflokksins hjá sveit- arfélögunum, þ.e. liðveisla og ferlimál, en allt annað hjá rík- inu. í þeim drögum sem eru til vinnslu hjá ráðuneytinu er gert ráð fyrir yfirfærslu alls mála- flokksins til sveitarfélaganna árið 2002. Einnig teljum við aö óbreytt þróun áfengis- og vímuefnanotkunar komi til með að hafa veruleg áhrif á fé- lagsþjónustuna í framtíðinni", segir Hjördís og bætir við að hún lýti svo á að allt fornvarn- arstarf sé til langs tíma litið, ódýrasta leiðin til að skila ár- angri á þessum sviði og því hafi Fjölskyldu- og félagsþjónustan einsett sér að skipuleggja starf sitt með hliðsjón af því. 20

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.