Víkurfréttir

Tölublað

Víkurfréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 21

Víkurfréttir - 16.03.2000, Blaðsíða 21
Kristnihátíð í Utskalasokn í tilefni af 1000 ára kristni- töku verður haldin minn- ingarhátíð um sr. Sigurð Brynjólfsson Sívertsen þann 19. mars n.k. í Ut- skálasókn. Hátíðin hefst með guðsþjón- ustu kl. 13:30 í Útskála- kirkju. Þar mun Anna Olafs- dóttir Björnsson sagnfræð- ingur og fyrrverandi þing- kona flytja hugleiðingu, en hún hefur undanfarið unnið að því að skrifa sögu Mið- neshrepps. Að aflokinni guðsþjónustu verður boðið til samsætis í samkomuhúsinu í Garði. Þar munu dóms- og kirkjumála- ráðherra frú Sólveig Péturs- I dóttir, Asbjörn Jónsson, I sóknarnefndarformaður Út- skálasóknar og Sigurður Ingvarsson, oddviti Gerða- | hrepps, flytja ávörp. | Nemendur Gerðaskóla sýna I afrakstur þemadaga skólans, I en þemadagamir voru helg- aðir sr. Sigurði Br. Sívertsen. Ennfremur munu nemendur . tónlistarskólans í Garði | ásamt kirkjukór Útskála- | kirkju annast flutning tónlist- I ar. Boðið verður til kaffisam- I sætis í umsjá kvenfélagsins [ Gefnar. Björn Sveinn Björnsson, sóknarprestur | ___________________________I HörðurTorfameð tónleika í Keflavík Hörður Torfason heldur tón- leika í Frumleikhúsinu í Kefla- vík laugardaginn 18. mars n.k. og sunnudaginn 19. mars geta Grindvíkingar og aðrir nær- sveitamenn hlýtt á tónlist hans í Kvennó. Hörður heldur einnig eina tónleika í Islensku óper- unni í Reykjavík föstudaginn 17. mars en allir tónleikamir heíjast kl. 21. Hörður Torfa segir að tilefnið að tónleikunum sé 30 ára af- mæli fyrstu plötunnar sem hann gaf út. Hún gengur vana- legu undir nafninu „Bláa plat- an" en heitir með réttu „Hörður Torfason syngur eigin lög“. „Ég fer yfir þessa plötu á tón- leikunum en á henni eru 12 lög, t.d. Guðjón, Ég leita blárra blóma, Tryggð og Útburðar- væl, en ég mun einnig taka nýtt efni í bland“, segir Hörður og það er Ijóst að tónleikagestir eiga von á sannkallaðri tón- leika veislu. Hörður hélt einnig upp á tví- tugsafmæli Bláu plötunnar og hyggst halda þeim sið áfram að fagna útgáfu hennar á tíu ára fresti. Platan er orðin klassísk og Hörður segir að hún sé komin hátt í 10 þúsund eintök í sölu. „Það þótti óvenjulegt á sínum tíma að einn maður kæmi fram og syngi eigin lög og texta. Ég lít á mig sem söngvaskáld og minn tilgangur með þessu er að ég er leikari“, segir Hörður. Hann útskrifaðist sem leikari árið 1970 og hefur uppfrá því farið eina til tvær hringferðir um ísland að jafn- aði á ári hveiju. Fyrir síðustu jól gaf Hörður út plötuna „Grímur'1 en hann seg- ist ekki hafa geta fylgt henni nægilega vel eftir þar sem hann er búsettur erlendis. Sólbaðsstofan Holtgötu 2 Hjarðuík sími 42M243 Frábæru ngju sólarbokkirnir frá LUKURfl bg Harpo og ERGDLIHE Opiðfrákl. 16:00 - 23:DD uirka daga laugardaga og sunnudaga frákl 10:00 - 22:00 FErmingarbörn munið afsláttinn afslánur af öllum gólfefnum Gerðn góð kanp á gólfefnadögum Húsasmiðjtmnar. Komdn og fáðu faglega ráðgjöf. Skráðu þig %) í vefklúbbinn www.husa.is HÚSASMIÐJAN Sími 421 6500 • www.husa.is 21

x

Víkurfréttir

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Víkurfréttir
https://timarit.is/publication/1102

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.